Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

Hér eru komnar spurningar upp úr Biblíunni. Fyrri aukaspurning er einföld: Hvað heita konurnar tvær á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð.“ Hvaða bók Biblíunnar hefst á þessum orðum?

2.  Hvað hét sá sonur Jakobs sem fluttur var til Egiftalands eftir að bræður hans höfðu selt hann í þrældóm, en átti eftir að verða þar mektarmaður?

3.  Hve marga lærisveina gerði Jesúa að sérstökum postulum sínum?

4.  Í Gamla testamentinu segir frá því að Ísraelsmenn vildu legga undir sig víggirta borg og gengu kringum hana blásandi í lúðra og hrundu þá múrar borgarinnar. Hvaða borg var það?

5.  Á hvaða fjalli fékk Móse boðorðin tíu frá guði?

6.  Hvað voru aðrir Ísraelsmenn flestir að gera á meðan Móse var á fjallinu að ráðgast við guð?

7.  Í spádómsbók Jesaja segir um framtíðina: „Urðarkettir og sjakalar munu koma þar saman og geitapúkar munu mætast þar. Þar staldrar Lilít einnig við og finnur þar hvíldarstað.“ Þetta er í eina skiptið í Biblíunni sem Lilít er nefnd á nafn og virðist hún þá orðin einhvers konar næturnorn. En samkvæmt þjóðsögum Gyðinga hafði Lilít upphaflega allt annað hlutverk, en það var svo vandlega þaggað niður. Því Lilít var í þjóðsögunum sögð vera ...?

8.  Hvað hét rómverski landstjórinn sem hafði umsjón með krossfestingu Jesúa frá Nasaret?

9.  Í Nýja testamentinu eru fjórir bræður Jesúa frá Nasaret nefndir á nafn. Hvað hétu þeir? Nefna þarf tvo þeirra rétt til að fá stig.

10.  „Og ég sá er lambið rauf sjötta innsiglið að mikill landskjálfti varð og sólin varð svört sem hærusekkur og allt tunglið varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. Konungar jarðarinnar, höfðingjar og herforingjar, auðmenn og mektarmenn, hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla.“ Hvaða bók Biblíunnar birtir þessa uggvænlegu framtíðarspá?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir Ísraelskonungurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jóhannesarguðspjall.

2.  Jósef.

3.  Tólf.

4.  Jeríkó.

5.  Sínaí.

6.  Þeir dönsuðu kringum gullkálf.

7.  Hún var sögð vera fyrsta kona Adams — á undan Evu, sem sé — en „kona Adams“ nægir alveg.

8.  Pílatus.

9.  Þeir hétu Jakob, Jóse (eða Jósef), Símon og Júdas. Hafa þarf tvö nöfn rétt til að fá stigið góða.

10.  Opinberunarbók Jóhannesar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má augljóslega sjá þær Mörtu og Maríu. María sat við fótskör meistarans og hlýddi á orð hans en Marta mæddist í mörgu.

Á neðri myndinni dæmir hinn vitri Salómon konungur í máli þar sem tvær konur sögðust eiga sama barnið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár