Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

Hér eru komnar spurningar upp úr Biblíunni. Fyrri aukaspurning er einföld: Hvað heita konurnar tvær á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð.“ Hvaða bók Biblíunnar hefst á þessum orðum?

2.  Hvað hét sá sonur Jakobs sem fluttur var til Egiftalands eftir að bræður hans höfðu selt hann í þrældóm, en átti eftir að verða þar mektarmaður?

3.  Hve marga lærisveina gerði Jesúa að sérstökum postulum sínum?

4.  Í Gamla testamentinu segir frá því að Ísraelsmenn vildu legga undir sig víggirta borg og gengu kringum hana blásandi í lúðra og hrundu þá múrar borgarinnar. Hvaða borg var það?

5.  Á hvaða fjalli fékk Móse boðorðin tíu frá guði?

6.  Hvað voru aðrir Ísraelsmenn flestir að gera á meðan Móse var á fjallinu að ráðgast við guð?

7.  Í spádómsbók Jesaja segir um framtíðina: „Urðarkettir og sjakalar munu koma þar saman og geitapúkar munu mætast þar. Þar staldrar Lilít einnig við og finnur þar hvíldarstað.“ Þetta er í eina skiptið í Biblíunni sem Lilít er nefnd á nafn og virðist hún þá orðin einhvers konar næturnorn. En samkvæmt þjóðsögum Gyðinga hafði Lilít upphaflega allt annað hlutverk, en það var svo vandlega þaggað niður. Því Lilít var í þjóðsögunum sögð vera ...?

8.  Hvað hét rómverski landstjórinn sem hafði umsjón með krossfestingu Jesúa frá Nasaret?

9.  Í Nýja testamentinu eru fjórir bræður Jesúa frá Nasaret nefndir á nafn. Hvað hétu þeir? Nefna þarf tvo þeirra rétt til að fá stig.

10.  „Og ég sá er lambið rauf sjötta innsiglið að mikill landskjálfti varð og sólin varð svört sem hærusekkur og allt tunglið varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. Konungar jarðarinnar, höfðingjar og herforingjar, auðmenn og mektarmenn, hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla.“ Hvaða bók Biblíunnar birtir þessa uggvænlegu framtíðarspá?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir Ísraelskonungurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jóhannesarguðspjall.

2.  Jósef.

3.  Tólf.

4.  Jeríkó.

5.  Sínaí.

6.  Þeir dönsuðu kringum gullkálf.

7.  Hún var sögð vera fyrsta kona Adams — á undan Evu, sem sé — en „kona Adams“ nægir alveg.

8.  Pílatus.

9.  Þeir hétu Jakob, Jóse (eða Jósef), Símon og Júdas. Hafa þarf tvö nöfn rétt til að fá stigið góða.

10.  Opinberunarbók Jóhannesar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má augljóslega sjá þær Mörtu og Maríu. María sat við fótskör meistarans og hlýddi á orð hans en Marta mæddist í mörgu.

Á neðri myndinni dæmir hinn vitri Salómon konungur í máli þar sem tvær konur sögðust eiga sama barnið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár