Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

Hér eru komnar spurningar upp úr Biblíunni. Fyrri aukaspurning er einföld: Hvað heita konurnar tvær á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð.“ Hvaða bók Biblíunnar hefst á þessum orðum?

2.  Hvað hét sá sonur Jakobs sem fluttur var til Egiftalands eftir að bræður hans höfðu selt hann í þrældóm, en átti eftir að verða þar mektarmaður?

3.  Hve marga lærisveina gerði Jesúa að sérstökum postulum sínum?

4.  Í Gamla testamentinu segir frá því að Ísraelsmenn vildu legga undir sig víggirta borg og gengu kringum hana blásandi í lúðra og hrundu þá múrar borgarinnar. Hvaða borg var það?

5.  Á hvaða fjalli fékk Móse boðorðin tíu frá guði?

6.  Hvað voru aðrir Ísraelsmenn flestir að gera á meðan Móse var á fjallinu að ráðgast við guð?

7.  Í spádómsbók Jesaja segir um framtíðina: „Urðarkettir og sjakalar munu koma þar saman og geitapúkar munu mætast þar. Þar staldrar Lilít einnig við og finnur þar hvíldarstað.“ Þetta er í eina skiptið í Biblíunni sem Lilít er nefnd á nafn og virðist hún þá orðin einhvers konar næturnorn. En samkvæmt þjóðsögum Gyðinga hafði Lilít upphaflega allt annað hlutverk, en það var svo vandlega þaggað niður. Því Lilít var í þjóðsögunum sögð vera ...?

8.  Hvað hét rómverski landstjórinn sem hafði umsjón með krossfestingu Jesúa frá Nasaret?

9.  Í Nýja testamentinu eru fjórir bræður Jesúa frá Nasaret nefndir á nafn. Hvað hétu þeir? Nefna þarf tvo þeirra rétt til að fá stig.

10.  „Og ég sá er lambið rauf sjötta innsiglið að mikill landskjálfti varð og sólin varð svört sem hærusekkur og allt tunglið varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. Konungar jarðarinnar, höfðingjar og herforingjar, auðmenn og mektarmenn, hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla.“ Hvaða bók Biblíunnar birtir þessa uggvænlegu framtíðarspá?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir Ísraelskonungurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jóhannesarguðspjall.

2.  Jósef.

3.  Tólf.

4.  Jeríkó.

5.  Sínaí.

6.  Þeir dönsuðu kringum gullkálf.

7.  Hún var sögð vera fyrsta kona Adams — á undan Evu, sem sé — en „kona Adams“ nægir alveg.

8.  Pílatus.

9.  Þeir hétu Jakob, Jóse (eða Jósef), Símon og Júdas. Hafa þarf tvö nöfn rétt til að fá stigið góða.

10.  Opinberunarbók Jóhannesar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má augljóslega sjá þær Mörtu og Maríu. María sat við fótskör meistarans og hlýddi á orð hans en Marta mæddist í mörgu.

Á neðri myndinni dæmir hinn vitri Salómon konungur í máli þar sem tvær konur sögðust eiga sama barnið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
3
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár