Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

560. spurningaþraut: Hér reynir á kunnáttu í Biblíusögunum

Hér eru komnar spurningar upp úr Biblíunni. Fyrri aukaspurning er einföld: Hvað heita konurnar tvær á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð.“ Hvaða bók Biblíunnar hefst á þessum orðum?

2.  Hvað hét sá sonur Jakobs sem fluttur var til Egiftalands eftir að bræður hans höfðu selt hann í þrældóm, en átti eftir að verða þar mektarmaður?

3.  Hve marga lærisveina gerði Jesúa að sérstökum postulum sínum?

4.  Í Gamla testamentinu segir frá því að Ísraelsmenn vildu legga undir sig víggirta borg og gengu kringum hana blásandi í lúðra og hrundu þá múrar borgarinnar. Hvaða borg var það?

5.  Á hvaða fjalli fékk Móse boðorðin tíu frá guði?

6.  Hvað voru aðrir Ísraelsmenn flestir að gera á meðan Móse var á fjallinu að ráðgast við guð?

7.  Í spádómsbók Jesaja segir um framtíðina: „Urðarkettir og sjakalar munu koma þar saman og geitapúkar munu mætast þar. Þar staldrar Lilít einnig við og finnur þar hvíldarstað.“ Þetta er í eina skiptið í Biblíunni sem Lilít er nefnd á nafn og virðist hún þá orðin einhvers konar næturnorn. En samkvæmt þjóðsögum Gyðinga hafði Lilít upphaflega allt annað hlutverk, en það var svo vandlega þaggað niður. Því Lilít var í þjóðsögunum sögð vera ...?

8.  Hvað hét rómverski landstjórinn sem hafði umsjón með krossfestingu Jesúa frá Nasaret?

9.  Í Nýja testamentinu eru fjórir bræður Jesúa frá Nasaret nefndir á nafn. Hvað hétu þeir? Nefna þarf tvo þeirra rétt til að fá stig.

10.  „Og ég sá er lambið rauf sjötta innsiglið að mikill landskjálfti varð og sólin varð svört sem hærusekkur og allt tunglið varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. Konungar jarðarinnar, höfðingjar og herforingjar, auðmenn og mektarmenn, hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla.“ Hvaða bók Biblíunnar birtir þessa uggvænlegu framtíðarspá?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir Ísraelskonungurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jóhannesarguðspjall.

2.  Jósef.

3.  Tólf.

4.  Jeríkó.

5.  Sínaí.

6.  Þeir dönsuðu kringum gullkálf.

7.  Hún var sögð vera fyrsta kona Adams — á undan Evu, sem sé — en „kona Adams“ nægir alveg.

8.  Pílatus.

9.  Þeir hétu Jakob, Jóse (eða Jósef), Símon og Júdas. Hafa þarf tvö nöfn rétt til að fá stigið góða.

10.  Opinberunarbók Jóhannesar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má augljóslega sjá þær Mörtu og Maríu. María sat við fótskör meistarans og hlýddi á orð hans en Marta mæddist í mörgu.

Á neðri myndinni dæmir hinn vitri Salómon konungur í máli þar sem tvær konur sögðust eiga sama barnið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár