Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

559. spurningaþraut: Á dögum Haralds hárfagra, Hálfdanar svarta, Guðröðar veiðikonungs, Hálfdanar matarilla og Eysteins frets

559. spurningaþraut: Á dögum Haralds hárfagra, Hálfdanar svarta, Guðröðar veiðikonungs, Hálfdanar matarilla og Eysteins frets

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg bjó konan á myndinni hér að ofan, þá myndin var tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Kim Kardashian er víðfræg bandarísk sjónvarpsstjarna. Nafnið Kim er stytting á skírnarnafni hennar sem er ...?

2.  Kardasian-fólkið er ættað frá tilteknu landi í Kákasus-fjöllum, eins og -ian endingin á nafninu bendir til. Hvaða land er það?

3.  Önnur bandarísk söng-, kvikmynda- og sjónvarpsstjarna er líka ættuð frá sama landinu í Kákasus-fjöllum og ber ættarnafn sem líka endar á -ian, en hún notar það að vísu aldrei þegar hún kemur fram — heldur aðeins skírnarnafn sitt, eða réttara sagt styttingu á skírnarnafni sínu. Hvaða vinsæla söng- og leikstjarna er þetta? Lárviðarstig fá þeir sem þekkja ættarnafnið úr fjöllunum!

4.  Fyrst við erum stödd í bandaríska skemmtibransanum, þá skal næst spurt um leikara af karlkyni sem fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki árið 1994 fyrir hlutverk sitt í myndinni Philadelphia, þar sem hann lék lögfræðing sem er rekinn úr vinnu vegna þess að hann þjáðist af tilteknum sjúkdómi. Hvað heitir leikarinn?

5.  En hvaða sjúkdómur þótti svo óttalegur árið 1994?

6.  Svo brá við að ári seinna fékk leikarinn aftur Óskarsverðlaun fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki. Myndin heitir eftir persónunni sem leikarinn lék, óvenjulegum en víðörlum manni, sem hét ...?

7.  Árið 390 fyrir Krist görguðu gæsir í borg einni frægri, og vöruðu íbúana við því að árásarmenn nálguðust. Hvaða borg var þetta?

8.  En í hvaða ríki er borgin Graz?

9.  Hvaða vikudagur var áður fyrr kallaður Týsdagur?

10.  Þekkt Íslendingasaga hefst á þessa leið: „Það var á dögum Haralds konungs hins hárfagra, Hálfdanar sonar hins svarta, Guðröðar sonar veiðikonungs, Hálfdanar sonar hins milda og hins matarilla, Eysteins sonar frets, Ólafs sonar trételgju Svíakonungs, að sá maður kom skipi sínu til Íslands í Breiðdal, er Hallfreður hét. Það er fyrir neðan Fljótsdalshérað. Þar var á skipi kona hans og sonur, er [XXX] hét. Hann var þá fimmtán vetra gamall, mannvænn og gervilegur.“ Hvað hét þessi sonur, sem sagan dregur jafnframt nafn sitt af?

***

Seinni aukaspurning:

Sverðið hér að neðan fannst fyrir eitthvað um þrem vikum á fjögurra metra dýpi í sjó. Hvaða hópi manna er talið víst að sverðseigandinn hafi tilheyrt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kimberley.

2.  Armeníu.

3.  Cher. Hún heitir fullu nafni Cherilyn Sarkisian.

4.  Tom Hanks.

5.  AIDS.

6.  Forrest Gump.

7.  Róm.

8.  Austurríki.

9.  Þriðjudagur.

10.  Hrafnkell. Sagan er Hrafnkelssaga Freysgoða.

***

Svör við aukaspurningum:

Hún Suze Rotolo bjó að sjálfsögðu í New York þegar myndin var tekin.

Hún var þá kærasta Bob Dylans tónlistarmanns og mynd af þeim saman prýddi umslagið á nýrri plötu Dylans.

Þau skötuhjú bjuggu þá í New York eins og allir hljóta að vita.

Freewheeling' hét platan.

Sverðið á neðri myndinni var aftur á móti í eigu krossfara. 

Ég ætla að gefa rétt líka fyrir musterisriddara, enda gæti krossfarinn hafa tilheyrt reglu þeirra.

Hér að neðan eru svo hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár