Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

559. spurningaþraut: Á dögum Haralds hárfagra, Hálfdanar svarta, Guðröðar veiðikonungs, Hálfdanar matarilla og Eysteins frets

559. spurningaþraut: Á dögum Haralds hárfagra, Hálfdanar svarta, Guðröðar veiðikonungs, Hálfdanar matarilla og Eysteins frets

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg bjó konan á myndinni hér að ofan, þá myndin var tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Kim Kardashian er víðfræg bandarísk sjónvarpsstjarna. Nafnið Kim er stytting á skírnarnafni hennar sem er ...?

2.  Kardasian-fólkið er ættað frá tilteknu landi í Kákasus-fjöllum, eins og -ian endingin á nafninu bendir til. Hvaða land er það?

3.  Önnur bandarísk söng-, kvikmynda- og sjónvarpsstjarna er líka ættuð frá sama landinu í Kákasus-fjöllum og ber ættarnafn sem líka endar á -ian, en hún notar það að vísu aldrei þegar hún kemur fram — heldur aðeins skírnarnafn sitt, eða réttara sagt styttingu á skírnarnafni sínu. Hvaða vinsæla söng- og leikstjarna er þetta? Lárviðarstig fá þeir sem þekkja ættarnafnið úr fjöllunum!

4.  Fyrst við erum stödd í bandaríska skemmtibransanum, þá skal næst spurt um leikara af karlkyni sem fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki árið 1994 fyrir hlutverk sitt í myndinni Philadelphia, þar sem hann lék lögfræðing sem er rekinn úr vinnu vegna þess að hann þjáðist af tilteknum sjúkdómi. Hvað heitir leikarinn?

5.  En hvaða sjúkdómur þótti svo óttalegur árið 1994?

6.  Svo brá við að ári seinna fékk leikarinn aftur Óskarsverðlaun fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki. Myndin heitir eftir persónunni sem leikarinn lék, óvenjulegum en víðörlum manni, sem hét ...?

7.  Árið 390 fyrir Krist görguðu gæsir í borg einni frægri, og vöruðu íbúana við því að árásarmenn nálguðust. Hvaða borg var þetta?

8.  En í hvaða ríki er borgin Graz?

9.  Hvaða vikudagur var áður fyrr kallaður Týsdagur?

10.  Þekkt Íslendingasaga hefst á þessa leið: „Það var á dögum Haralds konungs hins hárfagra, Hálfdanar sonar hins svarta, Guðröðar sonar veiðikonungs, Hálfdanar sonar hins milda og hins matarilla, Eysteins sonar frets, Ólafs sonar trételgju Svíakonungs, að sá maður kom skipi sínu til Íslands í Breiðdal, er Hallfreður hét. Það er fyrir neðan Fljótsdalshérað. Þar var á skipi kona hans og sonur, er [XXX] hét. Hann var þá fimmtán vetra gamall, mannvænn og gervilegur.“ Hvað hét þessi sonur, sem sagan dregur jafnframt nafn sitt af?

***

Seinni aukaspurning:

Sverðið hér að neðan fannst fyrir eitthvað um þrem vikum á fjögurra metra dýpi í sjó. Hvaða hópi manna er talið víst að sverðseigandinn hafi tilheyrt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kimberley.

2.  Armeníu.

3.  Cher. Hún heitir fullu nafni Cherilyn Sarkisian.

4.  Tom Hanks.

5.  AIDS.

6.  Forrest Gump.

7.  Róm.

8.  Austurríki.

9.  Þriðjudagur.

10.  Hrafnkell. Sagan er Hrafnkelssaga Freysgoða.

***

Svör við aukaspurningum:

Hún Suze Rotolo bjó að sjálfsögðu í New York þegar myndin var tekin.

Hún var þá kærasta Bob Dylans tónlistarmanns og mynd af þeim saman prýddi umslagið á nýrri plötu Dylans.

Þau skötuhjú bjuggu þá í New York eins og allir hljóta að vita.

Freewheeling' hét platan.

Sverðið á neðri myndinni var aftur á móti í eigu krossfara. 

Ég ætla að gefa rétt líka fyrir musterisriddara, enda gæti krossfarinn hafa tilheyrt reglu þeirra.

Hér að neðan eru svo hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár