Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

559. spurningaþraut: Á dögum Haralds hárfagra, Hálfdanar svarta, Guðröðar veiðikonungs, Hálfdanar matarilla og Eysteins frets

559. spurningaþraut: Á dögum Haralds hárfagra, Hálfdanar svarta, Guðröðar veiðikonungs, Hálfdanar matarilla og Eysteins frets

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg bjó konan á myndinni hér að ofan, þá myndin var tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Kim Kardashian er víðfræg bandarísk sjónvarpsstjarna. Nafnið Kim er stytting á skírnarnafni hennar sem er ...?

2.  Kardasian-fólkið er ættað frá tilteknu landi í Kákasus-fjöllum, eins og -ian endingin á nafninu bendir til. Hvaða land er það?

3.  Önnur bandarísk söng-, kvikmynda- og sjónvarpsstjarna er líka ættuð frá sama landinu í Kákasus-fjöllum og ber ættarnafn sem líka endar á -ian, en hún notar það að vísu aldrei þegar hún kemur fram — heldur aðeins skírnarnafn sitt, eða réttara sagt styttingu á skírnarnafni sínu. Hvaða vinsæla söng- og leikstjarna er þetta? Lárviðarstig fá þeir sem þekkja ættarnafnið úr fjöllunum!

4.  Fyrst við erum stödd í bandaríska skemmtibransanum, þá skal næst spurt um leikara af karlkyni sem fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki árið 1994 fyrir hlutverk sitt í myndinni Philadelphia, þar sem hann lék lögfræðing sem er rekinn úr vinnu vegna þess að hann þjáðist af tilteknum sjúkdómi. Hvað heitir leikarinn?

5.  En hvaða sjúkdómur þótti svo óttalegur árið 1994?

6.  Svo brá við að ári seinna fékk leikarinn aftur Óskarsverðlaun fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki. Myndin heitir eftir persónunni sem leikarinn lék, óvenjulegum en víðörlum manni, sem hét ...?

7.  Árið 390 fyrir Krist görguðu gæsir í borg einni frægri, og vöruðu íbúana við því að árásarmenn nálguðust. Hvaða borg var þetta?

8.  En í hvaða ríki er borgin Graz?

9.  Hvaða vikudagur var áður fyrr kallaður Týsdagur?

10.  Þekkt Íslendingasaga hefst á þessa leið: „Það var á dögum Haralds konungs hins hárfagra, Hálfdanar sonar hins svarta, Guðröðar sonar veiðikonungs, Hálfdanar sonar hins milda og hins matarilla, Eysteins sonar frets, Ólafs sonar trételgju Svíakonungs, að sá maður kom skipi sínu til Íslands í Breiðdal, er Hallfreður hét. Það er fyrir neðan Fljótsdalshérað. Þar var á skipi kona hans og sonur, er [XXX] hét. Hann var þá fimmtán vetra gamall, mannvænn og gervilegur.“ Hvað hét þessi sonur, sem sagan dregur jafnframt nafn sitt af?

***

Seinni aukaspurning:

Sverðið hér að neðan fannst fyrir eitthvað um þrem vikum á fjögurra metra dýpi í sjó. Hvaða hópi manna er talið víst að sverðseigandinn hafi tilheyrt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kimberley.

2.  Armeníu.

3.  Cher. Hún heitir fullu nafni Cherilyn Sarkisian.

4.  Tom Hanks.

5.  AIDS.

6.  Forrest Gump.

7.  Róm.

8.  Austurríki.

9.  Þriðjudagur.

10.  Hrafnkell. Sagan er Hrafnkelssaga Freysgoða.

***

Svör við aukaspurningum:

Hún Suze Rotolo bjó að sjálfsögðu í New York þegar myndin var tekin.

Hún var þá kærasta Bob Dylans tónlistarmanns og mynd af þeim saman prýddi umslagið á nýrri plötu Dylans.

Þau skötuhjú bjuggu þá í New York eins og allir hljóta að vita.

Freewheeling' hét platan.

Sverðið á neðri myndinni var aftur á móti í eigu krossfara. 

Ég ætla að gefa rétt líka fyrir musterisriddara, enda gæti krossfarinn hafa tilheyrt reglu þeirra.

Hér að neðan eru svo hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár