Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

558. spurningaþraut: Heimsmetið í 100 metra hlaupi karla

558. spurningaþraut: Heimsmetið í 100 metra hlaupi karla

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða kvikmynd lék þessi roskni Suzuki-bíll?

***

Aðalspurningar:

1.  Usain Bolt á heimsmetið í 100 metra hlaupi karla. Frá hvaða landi er hann?

2.  En hvað er heimsmetið hans? Hér dugar einn aukastafur.

3.  Í fornum grískum þjóðsögum er greint frá viðureign hetjunnar Heraklesar við ættflokk hinna herskáu Amasóna. Hvað þótti óvenjulegt við þann flokk?

4.  Í sömu grísku þjóðsögum og goðsögum er og sagt frá kentárum svonefndum. Hvernig voru kentárar útlits?

5.  Gljúfurárjökull, Teigarjökull, Búrfellsjökull og Kvarnárjökull eru fjórir litlir jöklar, sem ekki eru ýkja þekktir. En hvar eru þeir?

6.  Hvaða ríki réðist inn í Pólland 17. september 1939?

7.  Alec Baldwin er bandarískur leikari eins og menn vita. Hann hefur undanfarin ár fengið töluvert lof fyrir hlutverk sitt sem ákveðinn valdamaður í gamanþáttunum Saturday Night Live. Hvaða valdamaður?

8.  Hvar í Reykjavík hafa hin svonefndu sjálfstæðu leikhús aðsetur?

9.  Hvað er stærsta úthaf Jarðar?

10.  Brúðuheimilið, Fröken Júlía, Hedda Gabler, Pétur Gautur, Villiöndin og Þjóðníðingur — þetta eru allt leikrit skrifuð rétt fyrir aldamótin 1900 af norska leikritahöfundinum Henrik Ibsen. Og þó. Eitt þessara sex leikrita er eftir sænska leikritaskáldið August Strindberg. Og það er ... ?

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða ríkis má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jamaica.

2.  9,5.

3.  Hermenn Amasóna voru konur.

4.  Kentárar voru menn niður að mitti en hestar þar fyrir neðan.

5.  Á Tröllaskaga, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. 

6.  Sovétríkin.

7.  Donald Trump.

8.  Tjarnarbíó.

9.  Kyrrahafið.

10.  Fröken Júlía.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er skjáskot úr kvikmyndinni Agnes Joy.

Á neðri myndinni má sjá útlínur Kúbu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár