Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

555. spurningaþraut: Hvað heita þau blóm sem myndina prýða?

555. spurningaþraut: Hvað heita þau blóm sem myndina prýða?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir jurtin sem blómin ber, þau er prýða myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í 554 daga hef ég streist á móti þessari spurningu en nú hlýt ég loks að láta undan: Í hvaða ríki er höfuðborgin Antananarivo?

2.  Hver urðu endalok rússneska skáldmæringsins Alexanders Púsjkins 1837?

3.  Einu sinni var reynt að búa til rammíslensk nöfn á útlenska ávexti, og eitt orð af því tagi var bjúgaldin. Yfir hvað átti að nota það?

4.  En hvað var glóaldin?

5.  Ég get ekki stillt mig: Hvað var gulaldin?

6.  Hvað heitir nyrsti skagi Danmerkur?

7.  Hvaða hljómsveit sendi árið 1979 frá sér plötuna The Wall?

8.  Johnny Logan er eini maðurinn sem hefur unnið Eurovision tvisvar. Nefnið annað af sigurlögum hans.

9.  Íslensk leikkona og leikstjóri fékkst við margt á starfsævinni og fór að fást við málaralist á miðjum aldri. Hún veiktist af MND-sjúkdómnum og vakti athygli á sjúkdómnum áður en hún lést langt fyrir aldur fram. Hvað hét hún? 

10.  Hvað heitir nýr forsætisráðherra Noregs?

***

Seinni aukaspurning:

Roskinn karlmaður messar yfir lærisveinum, sem virðast harmi lostnir og líta undan þegar karlinn teygir sig eftir bikar sem að honum er réttur. Hvað heitir karlinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Madagaskar.

2.  Hann var drepinn í einvígi.

3.  Banana.

4.  Appelsína.

5.  Sítróna.

6.  Skagen.

7.  Pink Floyd.

8.  Lögin hétu What's Another Year og Hold Me Now.

9.  Edda Heiðrún Backman.

10.  Jonas Gahr Støre. Hvaða samsetningar af nöfnum hans sem vera skal eru réttar í þetta sinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru nellikur.

Á neðri myndinni má sjá heimspekinginn Sókrates rétt í þann mund að hann drekkur eiturbikarinn sem hann var dæmdur til að tæma fyrir að hafa „spillt ungdómnum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár