Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir jurtin sem blómin ber, þau er prýða myndina hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í 554 daga hef ég streist á móti þessari spurningu en nú hlýt ég loks að láta undan: Í hvaða ríki er höfuðborgin Antananarivo?
2. Hver urðu endalok rússneska skáldmæringsins Alexanders Púsjkins 1837?
3. Einu sinni var reynt að búa til rammíslensk nöfn á útlenska ávexti, og eitt orð af því tagi var bjúgaldin. Yfir hvað átti að nota það?
4. En hvað var glóaldin?
5. Ég get ekki stillt mig: Hvað var gulaldin?
6. Hvað heitir nyrsti skagi Danmerkur?
7. Hvaða hljómsveit sendi árið 1979 frá sér plötuna The Wall?
8. Johnny Logan er eini maðurinn sem hefur unnið Eurovision tvisvar. Nefnið annað af sigurlögum hans.
9. Íslensk leikkona og leikstjóri fékkst við margt á starfsævinni og fór að fást við málaralist á miðjum aldri. Hún veiktist af MND-sjúkdómnum og vakti athygli á sjúkdómnum áður en hún lést langt fyrir aldur fram. Hvað hét hún?
10. Hvað heitir nýr forsætisráðherra Noregs?
***
Seinni aukaspurning:
Roskinn karlmaður messar yfir lærisveinum, sem virðast harmi lostnir og líta undan þegar karlinn teygir sig eftir bikar sem að honum er réttur. Hvað heitir karlinn?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Madagaskar.
2. Hann var drepinn í einvígi.
3. Banana.
4. Appelsína.
5. Sítróna.
6. Skagen.
7. Pink Floyd.
8. Lögin hétu What's Another Year og Hold Me Now.
9. Edda Heiðrún Backman.
10. Jonas Gahr Støre. Hvaða samsetningar af nöfnum hans sem vera skal eru réttar í þetta sinn.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru nellikur.
Á neðri myndinni má sjá heimspekinginn Sókrates rétt í þann mund að hann drekkur eiturbikarinn sem hann var dæmdur til að tæma fyrir að hafa „spillt ungdómnum“.
Athugasemdir