Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

555. spurningaþraut: Hvað heita þau blóm sem myndina prýða?

555. spurningaþraut: Hvað heita þau blóm sem myndina prýða?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir jurtin sem blómin ber, þau er prýða myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í 554 daga hef ég streist á móti þessari spurningu en nú hlýt ég loks að láta undan: Í hvaða ríki er höfuðborgin Antananarivo?

2.  Hver urðu endalok rússneska skáldmæringsins Alexanders Púsjkins 1837?

3.  Einu sinni var reynt að búa til rammíslensk nöfn á útlenska ávexti, og eitt orð af því tagi var bjúgaldin. Yfir hvað átti að nota það?

4.  En hvað var glóaldin?

5.  Ég get ekki stillt mig: Hvað var gulaldin?

6.  Hvað heitir nyrsti skagi Danmerkur?

7.  Hvaða hljómsveit sendi árið 1979 frá sér plötuna The Wall?

8.  Johnny Logan er eini maðurinn sem hefur unnið Eurovision tvisvar. Nefnið annað af sigurlögum hans.

9.  Íslensk leikkona og leikstjóri fékkst við margt á starfsævinni og fór að fást við málaralist á miðjum aldri. Hún veiktist af MND-sjúkdómnum og vakti athygli á sjúkdómnum áður en hún lést langt fyrir aldur fram. Hvað hét hún? 

10.  Hvað heitir nýr forsætisráðherra Noregs?

***

Seinni aukaspurning:

Roskinn karlmaður messar yfir lærisveinum, sem virðast harmi lostnir og líta undan þegar karlinn teygir sig eftir bikar sem að honum er réttur. Hvað heitir karlinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Madagaskar.

2.  Hann var drepinn í einvígi.

3.  Banana.

4.  Appelsína.

5.  Sítróna.

6.  Skagen.

7.  Pink Floyd.

8.  Lögin hétu What's Another Year og Hold Me Now.

9.  Edda Heiðrún Backman.

10.  Jonas Gahr Støre. Hvaða samsetningar af nöfnum hans sem vera skal eru réttar í þetta sinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru nellikur.

Á neðri myndinni má sjá heimspekinginn Sókrates rétt í þann mund að hann drekkur eiturbikarinn sem hann var dæmdur til að tæma fyrir að hafa „spillt ungdómnum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár