Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

554. spurningaþraut: Filmstjarna, poppstjarna, fótboltastjarna og landkönnuðarstjarna

554. spurningaþraut: Filmstjarna, poppstjarna, fótboltastjarna og landkönnuðarstjarna

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist það fyrirbæri sem myndin hér að ofan sýnir?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1519 lagði upp leiðangur sem sigldi á endanum kringum hnöttinn. Leiðangursstjórinn komst ekki alla leið, en hvað hét hann?

2.  Hvað átti sér stað í fyrsta skipti í sögunni í bænum Kitty Hawk í Norður Karólínu í Bandaríkjunum þann 17. desember 1903?

3.  Hvað hrjáir þá sem þjást af svonefndu Münchausen-heilkenni?

4.  Tveir firðir skera Vestfirðina næstum því frá meginhluta Íslands. Annar þeirra gengur inn úr Breiðafirði og heitir ...?

5.  Hinn fjörðurinn gengur aftur á móti inn úr Húnaflóa og heitir ...?

6.  Frá hvaða landi kemur fótboltasnillingurinn Mohammed Salah sem gerir garðinn frægan með liðinu Liverpool frá Englandi?

7.  Chris Martin heitir músíkant einn. Hann er aðalmaðurinn í afar vinsælli hljómsveit sem sló í gegn árið 2000 með laginu Yellow af plötunni Parachute. Síðari plötur hljómsveitarinnar hafa margar náð miklum vinsældum, svo sem X&Y, Viva la Vida og Mylo Xyloto. Hljómsveitin heitir ...?

8.  Martin þessi var um skeið kvæntur filmstjörnu sem var ein sú vinsælasta á síðasta áratug 20. aldar og fékk þá meðal annars Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Shakespeare in Love. Hún hét einnig í myndum eins og Emmu, Seven og The Talented Mr. Ripley. Síðan hefur hún leikið minna en dúkkaði nokkuð óvænt upp í hlutverki Pepper Potts í ofurhetjumyndum um Iron Man, Avengers, Spiderman og fleiri. 

9.  Í hvaða landi er borgin Hanoi?

10.  Hvað eru mörg kíló í einu tonni?

***

Seinni aukaspurning:

Karlarnir hér að neðan eru að spila á ... hvaða hljóðfæri?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Magellan.

2.  Fyrsta flug manna á vélknúinni flugvél. Þarna voru Wright-bræður á ferð en ekki er nauðsynlegt að muna nöfn þeirra.

3.  Ólæknandi þrá eftir að gera sér upp sjúkdóma vísvitandi. Vísvitandi er hér lykilorð — þetta er sem sagt ekki ómeðvituð ímyndunarveiki.

4.  Gilsfjörður.

5.  Bitrufjörður.

6.  Egiftalandi.

7.  Coldplay. Hér er hlekkur á lagið Yellow.

8.  Gwyneth Paltrow.

9.  Víetnam.

10.  Þúsund.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir lotukerfið — skrá yfir frumefni.

Á neðri myndinni spila karlar á básúnur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár