Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

554. spurningaþraut: Filmstjarna, poppstjarna, fótboltastjarna og landkönnuðarstjarna

554. spurningaþraut: Filmstjarna, poppstjarna, fótboltastjarna og landkönnuðarstjarna

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist það fyrirbæri sem myndin hér að ofan sýnir?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1519 lagði upp leiðangur sem sigldi á endanum kringum hnöttinn. Leiðangursstjórinn komst ekki alla leið, en hvað hét hann?

2.  Hvað átti sér stað í fyrsta skipti í sögunni í bænum Kitty Hawk í Norður Karólínu í Bandaríkjunum þann 17. desember 1903?

3.  Hvað hrjáir þá sem þjást af svonefndu Münchausen-heilkenni?

4.  Tveir firðir skera Vestfirðina næstum því frá meginhluta Íslands. Annar þeirra gengur inn úr Breiðafirði og heitir ...?

5.  Hinn fjörðurinn gengur aftur á móti inn úr Húnaflóa og heitir ...?

6.  Frá hvaða landi kemur fótboltasnillingurinn Mohammed Salah sem gerir garðinn frægan með liðinu Liverpool frá Englandi?

7.  Chris Martin heitir músíkant einn. Hann er aðalmaðurinn í afar vinsælli hljómsveit sem sló í gegn árið 2000 með laginu Yellow af plötunni Parachute. Síðari plötur hljómsveitarinnar hafa margar náð miklum vinsældum, svo sem X&Y, Viva la Vida og Mylo Xyloto. Hljómsveitin heitir ...?

8.  Martin þessi var um skeið kvæntur filmstjörnu sem var ein sú vinsælasta á síðasta áratug 20. aldar og fékk þá meðal annars Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Shakespeare in Love. Hún hét einnig í myndum eins og Emmu, Seven og The Talented Mr. Ripley. Síðan hefur hún leikið minna en dúkkaði nokkuð óvænt upp í hlutverki Pepper Potts í ofurhetjumyndum um Iron Man, Avengers, Spiderman og fleiri. 

9.  Í hvaða landi er borgin Hanoi?

10.  Hvað eru mörg kíló í einu tonni?

***

Seinni aukaspurning:

Karlarnir hér að neðan eru að spila á ... hvaða hljóðfæri?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Magellan.

2.  Fyrsta flug manna á vélknúinni flugvél. Þarna voru Wright-bræður á ferð en ekki er nauðsynlegt að muna nöfn þeirra.

3.  Ólæknandi þrá eftir að gera sér upp sjúkdóma vísvitandi. Vísvitandi er hér lykilorð — þetta er sem sagt ekki ómeðvituð ímyndunarveiki.

4.  Gilsfjörður.

5.  Bitrufjörður.

6.  Egiftalandi.

7.  Coldplay. Hér er hlekkur á lagið Yellow.

8.  Gwyneth Paltrow.

9.  Víetnam.

10.  Þúsund.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir lotukerfið — skrá yfir frumefni.

Á neðri myndinni spila karlar á básúnur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.
Menja von Schmalensee
6
Aðsent

Menja von Schmalensee

Hvar eru um­hverf­is­mál­in í að­drag­anda kosn­inga?

„Síð­ustu ald­ir, en þó sér­stak­lega frá iðn­væð­ingu, hef­ur mann­kyn­ið geng­ið æ hrað­ar og með vax­andi offorsi fram gegn nátt­úr­unni með skelfi­leg­um af­leið­ing­um og er nauð­syn­legt að breyta um stefnu,“ skrif­ar Menja von Schma­len­see líf­fræð­ing­ur, sviðs­stjóri á Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands og formað­ur Fugla­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár