Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

535. spurningaþraut: Hver á kátan granna?

535. spurningaþraut: Hver á kátan granna?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir Bítlaplatan sem myndin hér að ofan prýðir albúmið á?

***

Aðalspurningar:

1.  Forsætisráðherrann í landi einu heitir Scott Morrison. Hvaða land er það?

2.  Í Þjóðleikhúsinu er nú verið að sýna leikritið Ástu um íslenska listakonu sem var áberandi upp úr miðri öldinni. Hvað hét hún fullu nafni?

3.  Hver leikur Ástu í leikritinu?

4.  Leikstjóri og höfundur leikgerðar er þrautreyndur leikhúsmaður, sem hefur áður búið til leikrit um Bubba Morthens og Ellý Vilhjálms. Hvað heitir leikhúsmaðurinn?

5.  Í hvaða landi er drykkurinn gin upprunninn?

6.  Hvaða flokkur var í þriðja sæti að heildaratkvæðamagni í kosningunum í september?

7.  Í eðlisfræðinni er talað um fjóra krafta sem haldi veröldinni saman. Þeir eru kallaðir — í stafrófsröð: Aðdráttaraflið, Rafsegulkrafturinn, Sterki krafturinn, Veiki krafturinn. Hver þessara krafta er VEIKASTUR?

8.  Land eitt heitir Éire á frummáli innbyggjaranna, þótt í daglegu tali sé nú yfirleitt annað nafn notað. Hvaða land er Éire?

9.  Hvaða íslenski rithöfundur sendi árið 2015 frá sér skáldsöguna Stóri skjálfti?

10.  Hverrar þjóðar var Genghis Khan?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er granni þessa karls? Þeir hittast gjarnan á samliggjandi svölum sínum og dreypa jafnvel á konjakki.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ástralíu.

2.  Ásta Sigurðardóttir.

3.  Birgitta Birgisdóttir.

4.  Ólafur Egill.

5.  Hollandi.

6.  VG.

7.  Aðdráttaraflið.

8.  Írland.

9.  Auður Jónsdóttir.

10.  Mongólskur.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin prýðir umslagið á plötunni Help.

Granni karlsins á neðri myndinni er Martin Beck, sænskur rannsóknarlögreglumaður í óteljandi bíómyndum sem heita einu nafni Beck. Þeir Beck og granni hans hittast að minnsta kosti einu sinni í hverri mynd, oftar en ekki úti á samliggjandi svölum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár