533. spurningaþraut: Hvað er að gerast á þessari mynd?

533. spurningaþraut: Hvað er að gerast á þessari mynd?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét höfundur bókanna um Múmínálfana?

2.  Múmínálfarnir áttu góðan vin sem þurfti þó stundum að vera út af fyrir sig og fór til dæmis alltaf suður á haustin í stað þess að leggjast í dvala með Múmínálfunum. Þessi vinur spilaði líka listavel á munnhörpu og hét ... hvað?

3.  Árið 1997 urðu þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon fyrstir Íslendinga til að vinna ákveðið afrek. Síðan hefur um tugur landa vorra endurtekið afrek þetta, sem var að ... gera hvað?

4.  Í hvaða landi eru Fiat bílar upprunnir?

5.  Kuala Lumpur er höfuðborg hvaða ríkis?

6.  Hótel eitt var stofnað í Reykjavík árið 1965. Það þótti þá eitt allra mesta lúxushótel í Reykjavík og er það kannski enn, hvað veit ég, ég hef aldrei gist þar. Hótelið er lítið, ekki nema um 40 herbergi, en er líka frægt fyrir vandað safn af listaverkum sem er þar upp um alla veggi, ekki síst á barnum. Hvað heitir hótelið?

7.  Hvar störfuðu væringjar fyrst og fremst fyrir 1000 árum?

8.  Afi minn fór eitt sinn í stutt ferðalag og fór ríðandi. Hvað hét hesturinn hans? 

9.  Hversu mörgum þingmönnum tapaði VG í kosningunum í september?

10.  En hversu marga þingmenn vann Framsóknarflokkurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr sést á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tove Jansson.

2.  Snúður.

3.  Klífa Everest.

4.  Ítalíu.

5.  Malasíu.

6.  Holt.

7.  Í Miklagarði eða Konstantínópel. Þótt Istanbul sé í rauninni ekki rétt svar, þar eð borgin hét það alls ekki þegar væringjar voru þar í lífverði keisarans, þá var þetta nú samt borgin og ég gef því rétt fyrir það svar líka. En ekki búast við svona linkind framvegis!

8.  Rauður.

9.  Þremur.

10.  Fimm.

***

Á efri myndinni má sjá stríðsglæparéttarhöldin í Nürnberg, þar sem réttað var yfir leiðtogum þýskra nasista.

Á neðri myndinni er otur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu