Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi ríkti Ming-ættin í hátt í 300 ár?
2. „We will not go quietly into the night!“ hrópar bandarískur forseti í kvikmynd frá árinu 1996. „Við munum ekki hverfa rólega [í þessu tilfelli „baráttulaust“] inn í nóttina.“ Hann stóð frammi fyrir algjörri eyðingu síns fólks — af hálfu hverra?
3. Hróp Bandaríkjaforsetans í myndinni er í raun byggt á ljóði eftir skáld sem lést árið 1953, nema hvað í ljóðinu segir skáldið: „Do not go gentle into that good night“ — „Farðu ekki hljóðlega inn í nóttina góðu.“ Hvað hét skáldið?
4. Hver var söngvarinn í hljómsveitinni Ævintýri um 1970?
5. Hver söng hins vegar lögin Heart of Glass, The Tide is High, One Way or Another, 11: 59 og fleiri?
6. Þóra Einarsdóttir er í hópi helstu listamanna þjóðarinnar á sviði ...?
7. Kassandra var, samkvæmt grískum þjóðsögum, prinsessa í Trójuborg, afar fögur og snjöll og hafði spádómsgáfu, auk fleiri hæfileika. Hún átti hins vegar við einkennilega bölvun að stríða og er núorðið helst minnst fyrir þessa bölvun. Hver var hún?
8. Hvað hét móðir Ísaks í Gamla testamentinu?
9. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta keppti í september við Holland og þótt leikurinn tapaðist vakti góð frammistaða framherja Íslendinga athygli. Hún er aðeins tvítug en á mála hjá einu öflugasta liði Þýskalands þótt hún sé í bili í láni hjá sænska liðinu Kristianstads DFF. Hvað heitir hún?
10. Hversu mörg sveitarfélög teljast til Suðvesturkjördæmis í íslensku kosningakerfi, eða „Kragans“ svokallaða?
***
Seinni aukaspurning:
Hverrar þjóðar er unga konan á myndinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kína.
2. Geimvera. Myndin er Independence Day.
3. Dylan Thomas.
4. Björgvin Halldórsson.
5. Debbie Harry.
6. Óperusöngs.
7. Enginn trúði spádómum hennar.
8. Sara.
9. Sveindís Jane.
10. Sex — Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Kjósarhreppur.
***
Svör við aukaspurningum:
Kvikmyndin er Psycho.
Unga konan er kúrdísk.
Athugasemdir