Félag Gísla Guðmundssonar athafnamanns, sem kenndur er við bifreiðaumboðið B&L, hagnaðist um 1,8 milljarða króna í fyrra vegna hlutar félagsins í laxeldisfyrirtækinu Ice Fish Farm, móðurfélagi Laxeldis Austfjarða. Félagið er með leyfi fyrir ríflega 20 þúsund tonna framleiðslu á eldislaxi á Austfjörðum og reynir nú að fá leyfi fyrir 10 þúsund tonnum til viðbótar. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá hagnaði félagsins.
Hagnaður félagsins byggir á því að 240 milljóna króna eignarhlutur félagsins, Hregg ehf., í laxeldisfyrirtækinu hækkaði upp í 1.800 milljónir króna í fyrra. Eignarhluturinn hefur því 7,5 faldast í verði á einu ári. Félag Gísla á 5,5 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu.
Ástæðan fyrir hækkuninni á verði hlutabréfa í í laxeldisfyrirtækinu er sú að norsk laxeldisfyrirtæki hafa komið inn í eigendahópinn og hefur fyrirtækið nú verið skráð á hlutabréfamarkað í Noregi. Þegar Ice Fish Farm var skráð á markað var verðmæti þess 21 milljarður króna. Verð hlutabréfa fyrirtækis Gísla er nú …
Athugasemdir