Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, býður sig fram í fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann segir atkvæði greitt Vinstri grænum sé til þess fallið að koma í veg fyrir meirihluta hægristjórn sem hann óttast að verði niðurstaðan ef Vinstri grænir tapa fylgi og koma illa út úr kosningunum. Guðmundur segir að flokkurinn sé ekki tilbúinn að gera málamiðlanir um „ákveðnar“ skattkerfisbreytingar og stórfelldar virkjanir á íslenskri náttúru en hann sé tilbúinn að gera málamiðlanir um ýmis mál, þar með talið aðild Íslands að Nato.
Telur flokkinn eiga heilmikið fylgi inni
Þegar viðtalið var tekið hafði fylgi flokksins mælst í 10,8 prósentum samkvæmt skoðanakönnun MMR frá því 3. september. Fylgið hefur þó rokkað nokkuð í skoðanakönnunum síðan en að mati Guðmundar er tæpt ellefu prósenta fylgi ekki nóg. „Við stefnum auðvitað á því að fara hærra og ég held að það sé mjög mikilvægt …
Athugasemdir