528. spurningaþraut: Illa leikin hræ búhvala eftir ... hvað?

528. spurningaþraut: Illa leikin hræ búhvala eftir ... hvað?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2016 fékk bók eftir Arnar Má Arngrímsson unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs. Bók hans fjallaði um unglinginn Sölva. En hvað hét verðlaunabókin: Sölvasaga ... hvað?

2.  Forsetinn í ríki einu var nýlega myrtur. Hvaða ríki var það?

3.  Hræ af búrhvölum finnast stundum í fjöru illa leikin eftir helstu óvini búrhvalsins í hafinu. Hvaða óvinir eru það? Eru það: A) Aðrir búrhvalir, — B) Háhyrningar, — C) Hákarlar, — D) Kafarar, — E) Kafbátar, — F) Ljónsmakka-marglyttur, —  G) Netadræsur, — H) Queeqeg, Tashtego, Daggoo og Fedallah, — I) Smokkfiskar, — J) Risa-stingskötur.

4.  Hvar eru Ljósufjöll?

5.  En í hvaða á er Ljósafoss?

6.  Í hvaða ríki búa Bretónar flestir?

7.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Schindler's List?

8.  Hún heitir Stanhope og er rannsóknarlögreglumaður á norðanverðu Englandi, gengur yfirleitt með ljótan hattkúf á höfði og keyrir Landrover. Hvað heitir hún að fornafni?

9.  Önnur ensk lögreglukona heitir Cassie Stewart og helgaði sig rannsóknum á gömlum glæpamálum í sjónvarpsseríunni Unforgotten. Hún andaðist hins vegar eftir ákeyrslu í síðustu seríunni. Hvað heitir leikkonan sem lék Cassie Stweart?

10.  Í hvaða landi er höfuðborgin Belgrad?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir ungi pilturinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  ... unglings. Bókin heitir sem sé: Sölvasaga unglings.

2.  Haíti.

3.  Smokkfiskar.

4.  Á Snæfellsnesi. Á mótum Snæfellsness og Borgarfjarðar er eiginlega rétt líka ef einhver vill.

5.  Í Soginu.

6.  Frakklandi.

7.  Spielberg.

8.  Vera.

Vera Stanhope

9.  Nicola Walker.

10.  Serbíu.

***

Cassie Stewart (Nicola Walker)ásamt helsta samverkamanni sínum við lausn erfiðra glæpamála

Svör við aukaspurningum:

Persónan á efri myndinni heitir Ali G. Leikarinn heitir eitthvað allt annað.

Ungi pilturinn á neðri myndinni heitir Barron Trump.

Þetta er nokkurra ára gömul mynd og hann hefur stækkað töluvert síðan hún var tekin.

Hér má hins vegar sjá hann með foreldrum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu