Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

524. spurningaþraut: Ríki kennd við liti?

524. spurningaþraut: Ríki kennd við liti?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá tónlistarmann Pat Metheny spila á gítar sem Linda Manzer smíðaði sérstaklega fyrir hann. Gítar þessi var nefndur í höfuðið á ákveðnum myndlistarmanni og var nafngiftin ekki út í loftið. Hver var sá myndlistarmaður?

***

Aðalspurningar:

1.  „Það er djamm í kvöld og það er djamm á morgun og ekki á morgun heldur hinn og hinn og hinn og hinn og hinn ...“ Hver mælti svo — FRESH FRESH?

2.  Hvaða lið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í handbolta karla?

3.  Hve langt er (nokkurn veginn) frá Skúlagötu í Reykjavík í beinni loftlínu að rótum Esjunnar? Eru það 10 kílómetrar — 15 kílómetrar — 20 kílómetrar — 25 kílómetrar eða 30 kílómetrar?

4.  En yfir hvaða fjörð liggur sú beina loftlína?

5.  Í hvaða landi er Kílarskurður?

6.  Einn æðsti valdamaður tiltekins ríkis í síðari heimsstyrjöld hét Tojo. Hvaða ríki er hér um að ræða?

7.  Sunna Valgerðardóttir heyrist iðulega nefnd í fjölmiðlum. Hvað er hennar starf?

8.  Tvö sjálfstæð ríki í Evrópu kenna sig á einn eða annan hátt við liti. Hvaða ríki eru það?

9.  Í hvaða núverandi ríki bjuggu Aztekar þá þeir komu mest til sögu stórviðburða?

10.  „Ég hef aldrei vitað aðra eins sjóferð, því ekkert okkar hafði vit á sjó. Nei, ég vildi miklu heldur vinna í ...“ Hvar þá?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heita systkinin á myndinni hér að neðan? Jú, mig vantar bæði nöfnin.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steindi.

2.  Valur.

3.  Tíu kílómetrar.

4.  Kollafjörð.

5.  Þýskalandi.

6.  Japan.

7.  Fréttamaður.

8.  Svartfjallaland og Hvíta-Rússland.

9.  Mexíkó.

10.  Skógerð. (Sjá hér.)

***

Svör við aukaspurningum.

Gítarinn á efri myndinni var nefndur eftir Pablo Picasso.

Picasso

Ástæðan var náttúrlega sú að þessi sérkennilegi smíðisgripur þótti minna á kúbista-málverk Picassos.

Þar er allt á skakk og skjön eins og alkunna er.

Hér má til dæmis sjá portrett af Picasso eftir annan kunnan kúbista, Juan Gris.

Á neðri myndinni eru Anna og Andrés, prinsessa og prins af Bretlandi, börn Elísabetar drottningar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
5
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár