524. spurningaþraut: Ríki kennd við liti?

524. spurningaþraut: Ríki kennd við liti?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá tónlistarmann Pat Metheny spila á gítar sem Linda Manzer smíðaði sérstaklega fyrir hann. Gítar þessi var nefndur í höfuðið á ákveðnum myndlistarmanni og var nafngiftin ekki út í loftið. Hver var sá myndlistarmaður?

***

Aðalspurningar:

1.  „Það er djamm í kvöld og það er djamm á morgun og ekki á morgun heldur hinn og hinn og hinn og hinn og hinn ...“ Hver mælti svo — FRESH FRESH?

2.  Hvaða lið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í handbolta karla?

3.  Hve langt er (nokkurn veginn) frá Skúlagötu í Reykjavík í beinni loftlínu að rótum Esjunnar? Eru það 10 kílómetrar — 15 kílómetrar — 20 kílómetrar — 25 kílómetrar eða 30 kílómetrar?

4.  En yfir hvaða fjörð liggur sú beina loftlína?

5.  Í hvaða landi er Kílarskurður?

6.  Einn æðsti valdamaður tiltekins ríkis í síðari heimsstyrjöld hét Tojo. Hvaða ríki er hér um að ræða?

7.  Sunna Valgerðardóttir heyrist iðulega nefnd í fjölmiðlum. Hvað er hennar starf?

8.  Tvö sjálfstæð ríki í Evrópu kenna sig á einn eða annan hátt við liti. Hvaða ríki eru það?

9.  Í hvaða núverandi ríki bjuggu Aztekar þá þeir komu mest til sögu stórviðburða?

10.  „Ég hef aldrei vitað aðra eins sjóferð, því ekkert okkar hafði vit á sjó. Nei, ég vildi miklu heldur vinna í ...“ Hvar þá?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heita systkinin á myndinni hér að neðan? Jú, mig vantar bæði nöfnin.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steindi.

2.  Valur.

3.  Tíu kílómetrar.

4.  Kollafjörð.

5.  Þýskalandi.

6.  Japan.

7.  Fréttamaður.

8.  Svartfjallaland og Hvíta-Rússland.

9.  Mexíkó.

10.  Skógerð. (Sjá hér.)

***

Svör við aukaspurningum.

Gítarinn á efri myndinni var nefndur eftir Pablo Picasso.

Picasso

Ástæðan var náttúrlega sú að þessi sérkennilegi smíðisgripur þótti minna á kúbista-málverk Picassos.

Þar er allt á skakk og skjön eins og alkunna er.

Hér má til dæmis sjá portrett af Picasso eftir annan kunnan kúbista, Juan Gris.

Á neðri myndinni eru Anna og Andrés, prinsessa og prins af Bretlandi, börn Elísabetar drottningar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu