Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

524. spurningaþraut: Ríki kennd við liti?

524. spurningaþraut: Ríki kennd við liti?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá tónlistarmann Pat Metheny spila á gítar sem Linda Manzer smíðaði sérstaklega fyrir hann. Gítar þessi var nefndur í höfuðið á ákveðnum myndlistarmanni og var nafngiftin ekki út í loftið. Hver var sá myndlistarmaður?

***

Aðalspurningar:

1.  „Það er djamm í kvöld og það er djamm á morgun og ekki á morgun heldur hinn og hinn og hinn og hinn og hinn ...“ Hver mælti svo — FRESH FRESH?

2.  Hvaða lið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í handbolta karla?

3.  Hve langt er (nokkurn veginn) frá Skúlagötu í Reykjavík í beinni loftlínu að rótum Esjunnar? Eru það 10 kílómetrar — 15 kílómetrar — 20 kílómetrar — 25 kílómetrar eða 30 kílómetrar?

4.  En yfir hvaða fjörð liggur sú beina loftlína?

5.  Í hvaða landi er Kílarskurður?

6.  Einn æðsti valdamaður tiltekins ríkis í síðari heimsstyrjöld hét Tojo. Hvaða ríki er hér um að ræða?

7.  Sunna Valgerðardóttir heyrist iðulega nefnd í fjölmiðlum. Hvað er hennar starf?

8.  Tvö sjálfstæð ríki í Evrópu kenna sig á einn eða annan hátt við liti. Hvaða ríki eru það?

9.  Í hvaða núverandi ríki bjuggu Aztekar þá þeir komu mest til sögu stórviðburða?

10.  „Ég hef aldrei vitað aðra eins sjóferð, því ekkert okkar hafði vit á sjó. Nei, ég vildi miklu heldur vinna í ...“ Hvar þá?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heita systkinin á myndinni hér að neðan? Jú, mig vantar bæði nöfnin.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steindi.

2.  Valur.

3.  Tíu kílómetrar.

4.  Kollafjörð.

5.  Þýskalandi.

6.  Japan.

7.  Fréttamaður.

8.  Svartfjallaland og Hvíta-Rússland.

9.  Mexíkó.

10.  Skógerð. (Sjá hér.)

***

Svör við aukaspurningum.

Gítarinn á efri myndinni var nefndur eftir Pablo Picasso.

Picasso

Ástæðan var náttúrlega sú að þessi sérkennilegi smíðisgripur þótti minna á kúbista-málverk Picassos.

Þar er allt á skakk og skjön eins og alkunna er.

Hér má til dæmis sjá portrett af Picasso eftir annan kunnan kúbista, Juan Gris.

Á neðri myndinni eru Anna og Andrés, prinsessa og prins af Bretlandi, börn Elísabetar drottningar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár