Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvaða fræga eldfjall má sjá á myndinni (sem reyndar er ekki öll þar sem hún er séð)?

***

Aðalspurningar:

1.  Efni eitt er upprunnið í jurtaríkinu og var fyrst unnið á Indlandi. Þaðan breiddist það til Kína en þó aðeins hægt og rólega. Til Evrópu barst það í svolitlum mæli með hermönnum Alexanders mikla um 300 fyrir Krist, en í kringum Krists burð segir Rómverjinn Pliníus eldri frá efninu eins og það sé mjög sjaldgæft og „aðeins notað til lækninga“. Það var eiginlega ekki fyrr en á krossferðatímunum sem efnið tók að berast í verulegum mæli til Evrópu frá Asíu og fyrst var það aðallega talið lækningameðal. Svo varð sannkölluð sprenging í notkun þess og vinnslu um 1500. Hvaða efni er þetta?

2.  Hvaða ríki er á sínu eigin tungumáli ritað Ελλάδα? Á voru letri er þetta skráð Ellada.

3.  Í frægum barnabókum frá miðbiki 20. aldar kom fyrir dýrið Kíkí. Hvernig dýr var Kíkí?

4.  Í hvaða sjónvarpsþáttum leysa pilturinn Ryder og nokkrir kátir hvuttar alls konar erfið mál?

5.  Í hvaða tveimur löndum er lægst morðatíðni í heimi? Það dugir að nefna annað til að fá stig og ég skal leggja ykkur lið með því að upplýsa að bæði eru í Asíu.

6.  Hver er eini Íslendingurinn sem hefur fengið verðlaun fyrir kvikmyndaleik á Cannes-kvikmyndahátíðinni?

7.  Og fyrir hvaða bíómynd?

8.  Hörður Áskelsson er hljóðfæraleikari góður. Hvaða hljóðfæri varð hann fyrst og fremst kunnur fyrir að leika á?

9.  Arnþrúður Karlsdóttir, sem stýrir Útvarpi Sögu, komst fyrst í sviðsljósið þegar hún var ein af hinum fyrstu konum sem ráðnar voru í ákveðið starf sem fram að því hafði verið talið eingöngu við karlahæfi. Arnþrúður var sem sé ...?

10.  Við mynni hvaða fjarðar á Íslandi stendur Djúpivogur?

***

Seinni aukaspurning:

Hverjir eru karlarnir tveir í jöðrum þessa skjáskots?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sykur.

2.  Grikkland.

3.  Páfagaukur.

4.  Hvolpasveitin, PAW Patrol.

5.  Singapúr og Japan.

6.  Björk Guðmundsdóttir.

7.  Dancer in the Dark.

8.  Orgel.

9.  Lögreglumaður.

10.  Berufjarðar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Kötlu fyrir miðju eftir að Mýrdalsjökull hefur verið fjarlægður af fjöllunum þar um slóðir. Norður er til vinstri, svona nokkurn veginn.

Á neðri myndinni má sjá Björn og Benny, félaga í hljómsveitinni ABBA.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár