Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvaða fræga eldfjall má sjá á myndinni (sem reyndar er ekki öll þar sem hún er séð)?

***

Aðalspurningar:

1.  Efni eitt er upprunnið í jurtaríkinu og var fyrst unnið á Indlandi. Þaðan breiddist það til Kína en þó aðeins hægt og rólega. Til Evrópu barst það í svolitlum mæli með hermönnum Alexanders mikla um 300 fyrir Krist, en í kringum Krists burð segir Rómverjinn Pliníus eldri frá efninu eins og það sé mjög sjaldgæft og „aðeins notað til lækninga“. Það var eiginlega ekki fyrr en á krossferðatímunum sem efnið tók að berast í verulegum mæli til Evrópu frá Asíu og fyrst var það aðallega talið lækningameðal. Svo varð sannkölluð sprenging í notkun þess og vinnslu um 1500. Hvaða efni er þetta?

2.  Hvaða ríki er á sínu eigin tungumáli ritað Ελλάδα? Á voru letri er þetta skráð Ellada.

3.  Í frægum barnabókum frá miðbiki 20. aldar kom fyrir dýrið Kíkí. Hvernig dýr var Kíkí?

4.  Í hvaða sjónvarpsþáttum leysa pilturinn Ryder og nokkrir kátir hvuttar alls konar erfið mál?

5.  Í hvaða tveimur löndum er lægst morðatíðni í heimi? Það dugir að nefna annað til að fá stig og ég skal leggja ykkur lið með því að upplýsa að bæði eru í Asíu.

6.  Hver er eini Íslendingurinn sem hefur fengið verðlaun fyrir kvikmyndaleik á Cannes-kvikmyndahátíðinni?

7.  Og fyrir hvaða bíómynd?

8.  Hörður Áskelsson er hljóðfæraleikari góður. Hvaða hljóðfæri varð hann fyrst og fremst kunnur fyrir að leika á?

9.  Arnþrúður Karlsdóttir, sem stýrir Útvarpi Sögu, komst fyrst í sviðsljósið þegar hún var ein af hinum fyrstu konum sem ráðnar voru í ákveðið starf sem fram að því hafði verið talið eingöngu við karlahæfi. Arnþrúður var sem sé ...?

10.  Við mynni hvaða fjarðar á Íslandi stendur Djúpivogur?

***

Seinni aukaspurning:

Hverjir eru karlarnir tveir í jöðrum þessa skjáskots?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sykur.

2.  Grikkland.

3.  Páfagaukur.

4.  Hvolpasveitin, PAW Patrol.

5.  Singapúr og Japan.

6.  Björk Guðmundsdóttir.

7.  Dancer in the Dark.

8.  Orgel.

9.  Lögreglumaður.

10.  Berufjarðar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Kötlu fyrir miðju eftir að Mýrdalsjökull hefur verið fjarlægður af fjöllunum þar um slóðir. Norður er til vinstri, svona nokkurn veginn.

Á neðri myndinni má sjá Björn og Benny, félaga í hljómsveitinni ABBA.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár