Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvaða fræga eldfjall má sjá á myndinni (sem reyndar er ekki öll þar sem hún er séð)?

***

Aðalspurningar:

1.  Efni eitt er upprunnið í jurtaríkinu og var fyrst unnið á Indlandi. Þaðan breiddist það til Kína en þó aðeins hægt og rólega. Til Evrópu barst það í svolitlum mæli með hermönnum Alexanders mikla um 300 fyrir Krist, en í kringum Krists burð segir Rómverjinn Pliníus eldri frá efninu eins og það sé mjög sjaldgæft og „aðeins notað til lækninga“. Það var eiginlega ekki fyrr en á krossferðatímunum sem efnið tók að berast í verulegum mæli til Evrópu frá Asíu og fyrst var það aðallega talið lækningameðal. Svo varð sannkölluð sprenging í notkun þess og vinnslu um 1500. Hvaða efni er þetta?

2.  Hvaða ríki er á sínu eigin tungumáli ritað Ελλάδα? Á voru letri er þetta skráð Ellada.

3.  Í frægum barnabókum frá miðbiki 20. aldar kom fyrir dýrið Kíkí. Hvernig dýr var Kíkí?

4.  Í hvaða sjónvarpsþáttum leysa pilturinn Ryder og nokkrir kátir hvuttar alls konar erfið mál?

5.  Í hvaða tveimur löndum er lægst morðatíðni í heimi? Það dugir að nefna annað til að fá stig og ég skal leggja ykkur lið með því að upplýsa að bæði eru í Asíu.

6.  Hver er eini Íslendingurinn sem hefur fengið verðlaun fyrir kvikmyndaleik á Cannes-kvikmyndahátíðinni?

7.  Og fyrir hvaða bíómynd?

8.  Hörður Áskelsson er hljóðfæraleikari góður. Hvaða hljóðfæri varð hann fyrst og fremst kunnur fyrir að leika á?

9.  Arnþrúður Karlsdóttir, sem stýrir Útvarpi Sögu, komst fyrst í sviðsljósið þegar hún var ein af hinum fyrstu konum sem ráðnar voru í ákveðið starf sem fram að því hafði verið talið eingöngu við karlahæfi. Arnþrúður var sem sé ...?

10.  Við mynni hvaða fjarðar á Íslandi stendur Djúpivogur?

***

Seinni aukaspurning:

Hverjir eru karlarnir tveir í jöðrum þessa skjáskots?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sykur.

2.  Grikkland.

3.  Páfagaukur.

4.  Hvolpasveitin, PAW Patrol.

5.  Singapúr og Japan.

6.  Björk Guðmundsdóttir.

7.  Dancer in the Dark.

8.  Orgel.

9.  Lögreglumaður.

10.  Berufjarðar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Kötlu fyrir miðju eftir að Mýrdalsjökull hefur verið fjarlægður af fjöllunum þar um slóðir. Norður er til vinstri, svona nokkurn veginn.

Á neðri myndinni má sjá Björn og Benny, félaga í hljómsveitinni ABBA.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár