Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

522. spurningaþraut: Eldfjall, morðtíðni, dularfullt efni og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvaða fræga eldfjall má sjá á myndinni (sem reyndar er ekki öll þar sem hún er séð)?

***

Aðalspurningar:

1.  Efni eitt er upprunnið í jurtaríkinu og var fyrst unnið á Indlandi. Þaðan breiddist það til Kína en þó aðeins hægt og rólega. Til Evrópu barst það í svolitlum mæli með hermönnum Alexanders mikla um 300 fyrir Krist, en í kringum Krists burð segir Rómverjinn Pliníus eldri frá efninu eins og það sé mjög sjaldgæft og „aðeins notað til lækninga“. Það var eiginlega ekki fyrr en á krossferðatímunum sem efnið tók að berast í verulegum mæli til Evrópu frá Asíu og fyrst var það aðallega talið lækningameðal. Svo varð sannkölluð sprenging í notkun þess og vinnslu um 1500. Hvaða efni er þetta?

2.  Hvaða ríki er á sínu eigin tungumáli ritað Ελλάδα? Á voru letri er þetta skráð Ellada.

3.  Í frægum barnabókum frá miðbiki 20. aldar kom fyrir dýrið Kíkí. Hvernig dýr var Kíkí?

4.  Í hvaða sjónvarpsþáttum leysa pilturinn Ryder og nokkrir kátir hvuttar alls konar erfið mál?

5.  Í hvaða tveimur löndum er lægst morðatíðni í heimi? Það dugir að nefna annað til að fá stig og ég skal leggja ykkur lið með því að upplýsa að bæði eru í Asíu.

6.  Hver er eini Íslendingurinn sem hefur fengið verðlaun fyrir kvikmyndaleik á Cannes-kvikmyndahátíðinni?

7.  Og fyrir hvaða bíómynd?

8.  Hörður Áskelsson er hljóðfæraleikari góður. Hvaða hljóðfæri varð hann fyrst og fremst kunnur fyrir að leika á?

9.  Arnþrúður Karlsdóttir, sem stýrir Útvarpi Sögu, komst fyrst í sviðsljósið þegar hún var ein af hinum fyrstu konum sem ráðnar voru í ákveðið starf sem fram að því hafði verið talið eingöngu við karlahæfi. Arnþrúður var sem sé ...?

10.  Við mynni hvaða fjarðar á Íslandi stendur Djúpivogur?

***

Seinni aukaspurning:

Hverjir eru karlarnir tveir í jöðrum þessa skjáskots?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sykur.

2.  Grikkland.

3.  Páfagaukur.

4.  Hvolpasveitin, PAW Patrol.

5.  Singapúr og Japan.

6.  Björk Guðmundsdóttir.

7.  Dancer in the Dark.

8.  Orgel.

9.  Lögreglumaður.

10.  Berufjarðar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Kötlu fyrir miðju eftir að Mýrdalsjökull hefur verið fjarlægður af fjöllunum þar um slóðir. Norður er til vinstri, svona nokkurn veginn.

Á neðri myndinni má sjá Björn og Benny, félaga í hljómsveitinni ABBA.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár