Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

519. spurningaþraut: Hvað kallar hún sig, Ella Marija Lani Yelich-O'Connor?

519. spurningaþraut: Hvað kallar hún sig, Ella Marija Lani Yelich-O'Connor?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver tapaði forsetakjöri í Bandaríkjunum árið 2000, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans?

2.  Hvað var sænski landkönnuðurinn Garðar Svavarsson sagður hafa viljað kalla Ísland?

3.  Hvaða fjall á Íslandi var sagt inngangur að helvíti?

4.  Hver var fyrsta konan sem vígðist til prests á Íslandi?

5.  Hver var það sem vann sér helst til frægðar að eiga einhver ókjör af skóm?

6.  Ella Marija Lani Yelich-O'Connor heitir nýsjálensk söngkona og tónlistarmaður, fædd 1996. Hún skaust fram í sviðsljósið kornung með plötunni Pure Heroine (2013). Þar var að finna afar vinsælt lag sem nefndist Royals. Yelich-O'Connor gaf fyrr á árinu út plötuna Solar Power og hefur gegnum tíðina rakað að sér verðlaunum og viðurkenningum. Hvað kallar hún sig?

7.  Hver stofnaði Þjóðvaka?

8.  Leikkona ein er orðin 86 ára en er sannarlega enn í fullu fjöri og lék síðast stórt hlutverk í bíómynd í fyrra. Hún fékk Óskarsverðlaun árið 1960 fyrir hlutverk sitt í mynd sem yfirleitt er kölluð Tvær konur en heitir í raun og veru La ciociara. Hvað heitir þessi kona?

9.  Í hvaða landi er höfuðborgin Amman?

10.  Sænskur rithöfundur varð fyrst kvenna til að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Það var árið 1909 en hvað hét konan?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að neðan? Ég er að biðja um íslenskt heiti þess.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gore.

2.  Garðarshólmi.

3.  Hekla.

4.  Auður Eir.

5.  Imelda Marcos.

6.  Lorde.

Royals með Lorde

7.  Jóhanna Sigurðardóttir.

8.  Sophia Loren.

9.  Jórdaníu.

10.  Lagerlöf.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Leia prinsessa úr Star Wars-myndunum.

Á neðri myndinni er skröltormur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu