519. spurningaþraut: Hvað kallar hún sig, Ella Marija Lani Yelich-O'Connor?

519. spurningaþraut: Hvað kallar hún sig, Ella Marija Lani Yelich-O'Connor?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver tapaði forsetakjöri í Bandaríkjunum árið 2000, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans?

2.  Hvað var sænski landkönnuðurinn Garðar Svavarsson sagður hafa viljað kalla Ísland?

3.  Hvaða fjall á Íslandi var sagt inngangur að helvíti?

4.  Hver var fyrsta konan sem vígðist til prests á Íslandi?

5.  Hver var það sem vann sér helst til frægðar að eiga einhver ókjör af skóm?

6.  Ella Marija Lani Yelich-O'Connor heitir nýsjálensk söngkona og tónlistarmaður, fædd 1996. Hún skaust fram í sviðsljósið kornung með plötunni Pure Heroine (2013). Þar var að finna afar vinsælt lag sem nefndist Royals. Yelich-O'Connor gaf fyrr á árinu út plötuna Solar Power og hefur gegnum tíðina rakað að sér verðlaunum og viðurkenningum. Hvað kallar hún sig?

7.  Hver stofnaði Þjóðvaka?

8.  Leikkona ein er orðin 86 ára en er sannarlega enn í fullu fjöri og lék síðast stórt hlutverk í bíómynd í fyrra. Hún fékk Óskarsverðlaun árið 1960 fyrir hlutverk sitt í mynd sem yfirleitt er kölluð Tvær konur en heitir í raun og veru La ciociara. Hvað heitir þessi kona?

9.  Í hvaða landi er höfuðborgin Amman?

10.  Sænskur rithöfundur varð fyrst kvenna til að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Það var árið 1909 en hvað hét konan?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að neðan? Ég er að biðja um íslenskt heiti þess.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gore.

2.  Garðarshólmi.

3.  Hekla.

4.  Auður Eir.

5.  Imelda Marcos.

6.  Lorde.

Royals með Lorde

7.  Jóhanna Sigurðardóttir.

8.  Sophia Loren.

9.  Jórdaníu.

10.  Lagerlöf.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Leia prinsessa úr Star Wars-myndunum.

Á neðri myndinni er skröltormur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu