Skipta má flokkunum sem bjóða fram í komandi kosningum í nokkuð skýra hópa eftir stefnumálum þeirra í loftslagsmálum. Miðflokkur og Flokkur fólksins eru í sérflokki að því leyti að þeir hafa í raun ekki stefnu í málaflokknum; hvorugur styður auknar kröfur eða talar um sértækar aðgerðir til að bregðast við hlýnun jarðar. Í stefnuskrá Miðflokksins er einfaldlega talað um að framleiða meira, því það sé svo umhverfisvænt að gera það á Íslandi. Flokkur fólksins vill að þeir sem mengi borgi, ekki almenningur, en engar nánari útfærslur fylgja.
Sjálfstæðisflokkurinn er dálítið einn á báti með stutta stefnu í kosningaáherslum sínum sem hefst þó á þeim orðum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið leiðandi í málaflokknum. Stefna flokksins á það sameiginlegt með Miðflokknum að talað er um að nýta orku í auknum mæli til framleiðslu. Flokkurinn leggur áherslu á að það sé á færi einstaklinga og fyrirtækja að leysa vandann, ekki ríkisins. Grænir skattar …
Athugasemdir