Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

516. spurningaþraut: Sargasso-hafið, hvar er það?

516. spurningaþraut: Sargasso-hafið, hvar er það?

Aukaspurningar:

Hverrar þjóðar má ætla að þeir menn hafi verið sem smíðuðu skipið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sargasso-hafið er þekkt fyrir brúnt þang sem þar rekur um og líka fyrir kyrrt og óvenju blátt yfirborðið. Og Sargasso-hafið sker sig að einu leyti mjög rækilega frá öðrum hafsvæðum sem kölluð eru „haf“. Að hvaða leyti er það?

2.  Ákveðin dýrategund, sem þekkist bæði á Íslandi og víðar, er tengd Sargasso-hafinu því þar eignast hún afkvæmi. Hvaða dýrategund er það?

3.  Hver skrifaði leikritið Lér konungur — eða King Lear?

4.  Núorðið þykir ekki við hæfi að kalla lágvaxið fólk dverga. En á einu sviði er þó blygðunarlaust talað um hvíta dverga, brúna dverga og rauða dverga. Hvar eru þeir dvergar?

5.  Hver er algengasta trjátegund Íslands af náttúrunnar hendi?

6.  Árið 1990 fæddist í Túnsbergi í Noregi piltur sem varð heimsmeistari í ákveðinni grein árið 2013 og hefur verið það síðan, og staðist allar atlögur áskorenda sinna nokkuð örugglega. Hvað heitir hann?

7.  Hvar voru hinir fornu Filistear taldir búa?

8.  Hver lék titilhlutverkið í íslensku sjónvarpsseríunni Ráðherrann á síðasta ári?

9.  Hvernig gyðja var Afródíta í hinni grísku goðafræði?

10.  Þegar ekið er í norður yfir Holtavörðuheiði lendir maður í hvaða firði?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan er partur af plötuumslagi. Hvaða tónlistarmanns?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Það er úti í Atlantshafinu og tengist hvergi landi.

2.  Álar.

3.  Shakespeare.

4.  Þeir eru úti í himingeimnum. Þetta eru mismunandi tegundir af sólstjörnum.

5.  Birki.

6.  Carlsen — heimsmeistari í skák.

7.  Í Palestínu. Einnig má segja Gaza, og ég ætli leyfi ekki svarið Ísrael líka.

8.  Ólafur Darri.

9.  Ástargyðja.

10.  Hrútafirði.

***

Svör við aukaspurningum:

Smiðir júnkunnar á efri myndinni voru áreiðanlega kínverskir.

Á neðri myndinni er hluti umslags nýjustu plötu Beyoncé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár