Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

516. spurningaþraut: Sargasso-hafið, hvar er það?

516. spurningaþraut: Sargasso-hafið, hvar er það?

Aukaspurningar:

Hverrar þjóðar má ætla að þeir menn hafi verið sem smíðuðu skipið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sargasso-hafið er þekkt fyrir brúnt þang sem þar rekur um og líka fyrir kyrrt og óvenju blátt yfirborðið. Og Sargasso-hafið sker sig að einu leyti mjög rækilega frá öðrum hafsvæðum sem kölluð eru „haf“. Að hvaða leyti er það?

2.  Ákveðin dýrategund, sem þekkist bæði á Íslandi og víðar, er tengd Sargasso-hafinu því þar eignast hún afkvæmi. Hvaða dýrategund er það?

3.  Hver skrifaði leikritið Lér konungur — eða King Lear?

4.  Núorðið þykir ekki við hæfi að kalla lágvaxið fólk dverga. En á einu sviði er þó blygðunarlaust talað um hvíta dverga, brúna dverga og rauða dverga. Hvar eru þeir dvergar?

5.  Hver er algengasta trjátegund Íslands af náttúrunnar hendi?

6.  Árið 1990 fæddist í Túnsbergi í Noregi piltur sem varð heimsmeistari í ákveðinni grein árið 2013 og hefur verið það síðan, og staðist allar atlögur áskorenda sinna nokkuð örugglega. Hvað heitir hann?

7.  Hvar voru hinir fornu Filistear taldir búa?

8.  Hver lék titilhlutverkið í íslensku sjónvarpsseríunni Ráðherrann á síðasta ári?

9.  Hvernig gyðja var Afródíta í hinni grísku goðafræði?

10.  Þegar ekið er í norður yfir Holtavörðuheiði lendir maður í hvaða firði?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan er partur af plötuumslagi. Hvaða tónlistarmanns?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Það er úti í Atlantshafinu og tengist hvergi landi.

2.  Álar.

3.  Shakespeare.

4.  Þeir eru úti í himingeimnum. Þetta eru mismunandi tegundir af sólstjörnum.

5.  Birki.

6.  Carlsen — heimsmeistari í skák.

7.  Í Palestínu. Einnig má segja Gaza, og ég ætli leyfi ekki svarið Ísrael líka.

8.  Ólafur Darri.

9.  Ástargyðja.

10.  Hrútafirði.

***

Svör við aukaspurningum:

Smiðir júnkunnar á efri myndinni voru áreiðanlega kínverskir.

Á neðri myndinni er hluti umslags nýjustu plötu Beyoncé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár