Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), starfaði við rekstrarráðgjöf fyrir ótilgreinda aðila áður en hann, og um hríð eftir að hann, tók við starfinu hjá samtökunum. Þetta kemur fram í svörum frá Halldóri Benjamín þar sem hann er spurður um rekstur samlagsfélags sem hann á og heitir Stafnasel slf.
Ársreikningar félagsins eru ekki opinberir líkt og almennt gildir um ársreikninga samlagsfélaga. Ákveðin leynd er því yfir rekstri þessara félaga, líkt og Stundin hefur fjallað um. Slík félög eru oft sjálfstæðir skattaðilar, jafnvel þótt eigendur þeirra séu oft einn eða tveir aðilar. Það eru þá félögin sem greiða skattana af tekjum félagsins en ekki einstaklingarnir sem eiga þau. Ummerki um útgreiðslur slíkra samlagsfélaga til eigenda sinna sjást því ekki í opinberum upplýsingum um tekjur einstaklinga.
Samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra sem Stundin hefur undir höndum á Halldór …
Athugasemdir