Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Framkvæmdastjóri SA veitti ótilgreindum aðilum rekstrarráðgjöf áður en og eftir að hann tók við starfinu

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, stofn­aði sam­lags­fé­lag sem veitti rekstr­ar­ráð­gjöf ár­ið 2013, áð­ur en hann tók við starf­inu hjá sam­tök­un­um. Ráð­gjaf­ar­störf hans teygðu sig inn í starf hans hjá SA og fékk hann leyfi til að ljúka verk­efn­um eft­ir að hann var ráð­inn þang­að. Hann vill ekki greina frá tekj­um fé­lags­ins né fyr­ir hverja það starf­aði.

Framkvæmdastjóri SA veitti ótilgreindum aðilum rekstrarráðgjöf áður en og eftir að hann tók við starfinu
Veitti ótilgreindum aðilum ráðgjöf Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, veitti ótilgreindum aðilum rekstrarráðgjöf fyrir og eftir að hann framkvæmdastjóri samtakanna. Ráðgjöfin sem hann veitti eftir að hann varð framkvæmdastjóri byggði á leyfi frá samtökunum þar sem hann telur sjálfur að það fari ekki saman að stýra samtökunum og vera ráðgjafi.

Halldór Benjamín  Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), starfaði við rekstrarráðgjöf fyrir ótilgreinda aðila áður en hann, og um hríð eftir að hann, tók við starfinu hjá samtökunum. Þetta kemur fram í svörum frá Halldóri Benjamín þar sem hann er spurður um rekstur samlagsfélags sem hann á og heitir Stafnasel slf.  

Ársreikningar félagsins eru ekki opinberir líkt og almennt gildir um ársreikninga samlagsfélaga. Ákveðin leynd er því yfir rekstri þessara félaga, líkt og Stundin hefur fjallað um. Slík félög eru oft sjálfstæðir skattaðilar, jafnvel þótt eigendur þeirra séu oft einn eða tveir aðilar. Það eru þá félögin sem greiða skattana af tekjum félagsins en ekki einstaklingarnir sem eiga þau. Ummerki um útgreiðslur slíkra samlagsfélaga til eigenda sinna sjást því ekki í opinberum upplýsingum um tekjur einstaklinga. 

Samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra sem Stundin hefur undir höndum á Halldór …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár