Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í borg­ar­stjórn, gagn­rýndi að Reykja­vík­ur­borg heim­il­aði fé­lagi Al­vo­gen að færa skuld­ir á lóð sem borg­in hafði af­hent fé­lag­inu til ann­ars fé­lags. Með snún­ingn­um eign­að­ist fé­lag í eigu Ró­berts Wessman fast­eign sem ann­að fé­lag hafði feng­ið vil­yrði fyr­ir. Fast­eign­in gæti ver­ið um 20 millj­arða króna virði í dag.

Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
Gagnrýndi ráðahaginn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gagnrýndi að Reykjavíkurborg heimilaði skuldaskipti á láni til félagsins sem byggði verksmiðju Alvotech. Mynd: Sigtryggur Ari

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina, var eini fulltrúinn í borgarráði sem gagnrýndi það að ráðið ætlaði að heimila öðru félagi að taka við eignarhaldi og skuldum sem hvíldu á lyfjaverksmiðju Alvotech. Þetta gerðist árið 2014.

Verksmiðjan var þá í byggingu og hafði Reykjavíkurborg samið við félagið Alvogen Biotech vegna byggingar verksmiðjunnar árið áður.  Reykjavíkurborg veitti félaginu greiðslufrest, og þar með lán, fyrir gatnagerðargjöldunum vegna framkvæmda við götur að byggingunni. Þetta lán fór á veðbókarvottorð fasteignarinnar, á fyrsta veðrétti.   

Í júní 2104 kom svo beiðni frá AlvogenBiotech um að að skuldirnar við Reykjavíkurborg skyldu færðar yfir á nýtt félag, Fasteignafélagið Sæmund, sem er í eigu Róberts Wessman í gegnum flókinn eignastrúktúr í nokkrum löndum.

Málið var tekið fyrir í borgarráði og mótmælti Sveinbjörg Birna því að Reykjavíkurborg heimilaði skuldaraskiptin, og þar með eigendaskiptin, á láninu.  Sveinbjörg Birna lagði fram sérstaka bókun þess efnis: ,,Framsókn og flugvallarvinir mótmæla samþykkt um skuldaraskipti á þeim forsendum að almennt eigi að setja framsalstakmarkanir á þau skuldabréf sem útgefin eru vegna gatnagerðargjalda og eftir atvikum annarra gjalda er tengjast lóðum. Í því máli sem hér er til umfjöllunar teljum við að skilyrða eigi framsalið með þeim hætti að tryggt sé að eignarhald á báðum félögunum sé það sama, að öðrum kosti verði upphaflegi skuldarinn skuldbundinn til greiðslu skuldabréfsins. 

Tekið skal að skuldin við Reykjavíkurborg var svo gerð upp. 

Fannst skrítið að Róbert eignaðist fasteignina 

Sveinbjörg Birna segir við Stundina að það sem henni hafi þótt skrítið í þessu máli var að einhver einn maður hafi þarna verið að eignast fasteignina, jafnvel þó að Reykjavíkurborg hafi samið við annað fyrirtæki. ,,Þetta var fáránlegt. Á endanum var þetta bara í eigu einhvers eins mann, það var bara einhver einstaklingur sem var að fá þennan tékka. Það var ekkert tryggt að þetta yrði ekki selt eða myndi skipta um hendur. 

,,Þarna er bara einhver einn maður að fá þennan tékka“

Beiðni AlvogenBiotech um skuldaraskiptin var samþykkt á fundi borgarráðs með sex atkvæðum og Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem greiddi atkvæði gegn beiðninni.  

Aðspurð segir Sveinbjörg Birna um móttökurnar við gagnrýni hennar í þessu máli. ,,Stemningin í kringum þetta tiltekna mál var þannig, eins og reyndar í kringum fleiri mál, að ég væri svo vitlaus að það væri ekki þess virði að skoða það. Ég var sögð vera óstjórntæk. [..] Það spurði enginn neinna spurninga.

Á reikiFrásagnir um eignarhald og ætlað eignarhald á verksmiðjunni sem hýsir starfsemi Alvotech hafa verið mjög á reiki. Ljóst er hins vegar að Reykjavíkurborg samdi ekki beint við félag Róberts Wessman sem á fasteignina í dag.

Tekið skal fram að þó svo Sveinbjörg Birna hafi verið eini fulltrúinn í borgarráði sem gagnrýndi viðskipti Reykjavíkurborgar við Róbert Wessman og Alvogen þá var annar borgarfulltrúi sem hafði gagnrýnt tilhögunina árið áður. Þetta var Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, sem þá var í minnihluta í borginni. Hún bloggaði meðal annars um málið þá.

Leigufélagið með 1,1 milljarð í tekjur 

Eins og Stundin hefur fjallað um nýlega þá hagnaðist Fasteignafélagið Sæmundur um  tæplega 327 milljónir króna í fyrra en leigutekjur félagsins í fyrra námu 1,1 milljarði króna samkvæmt ársreikningi þess. Á sama tíma og Alvotech, sem leigir verksmiðjuna  tapaði 11 milljörðum króna í fyrra skilaði fasteignafélagið sem Róbert Wessman á og leigir fasteignina til Alvotech þessum myljandi hagnaði.  

Lyfjaverksmiðjan er bókfærð á 6,2 milljarða króna í ársreikningi Sæmundar fyrir árið í fyrra. Verðmæti hennar gæti verið að minnsta kosti þrefalt hærra í reynd eða um og yfir 18 milljarðar króna miðað við verðmæti sambærilegra verksmiðja erlendis, líkt og Stundin fjallaði um.  

Hagnaður af fasteigninni rennur því til eignastrúkturs Róberts Wessman en ekki til Alvotech sjálfs sem rekur verksmiðjuna og greiðir leigu til félags Róberts. 

Eins og Stundin hefur greint frá áður var mjög á reiki hvernig eignarhaldi verksmiðjunnar ættu að vera háttað og hafa talsmenn Róberts orðið tvísaga um þetta í gegnum tíðina. Eitt sem er ljóst, meðal annars út frá orðum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið, er að ekki hafi legið fyrir þegar samið var við félagið AlvogenBiotech að Róbert Wessman ætti að eiga fasteignina persónulega.

Ákvörðun borgarráðs að heimila aðilaskipti á skuldabréfinu sem hvildi á eigninni var svo eitt skref í því að gera þessi eigendaskipti á verksmiðjunni möguleg.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár