Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Félag Róberts Wessmann skuldar Reykjavíkurborg tæpar 200 milljónir

Ekki ligg­ur fyr­ir af hverju eign­ar­hald á verk­smiðju Al­vo­gen var fært yf­ir til Ró­berts Wess­mann. Ró­bert hef­ur ekki enn selt verk­smiðj­una þrátt fyr­ir að eign­ar­hald hans hafi ver­ið sagt tíma­bund­ið. Verk­smiðj­an veð­sett fyr­ir 5,4 millj­arða.

Félag Róberts Wessmann skuldar Reykjavíkurborg tæpar 200 milljónir
Óljós breyting á eignarhaldi Óljóst er af hverju eignarhald lyfjaverksmiðju Alvogen yfir til Róberts Wessmann átti sér stað. Fyrir hálfu kom fram að til stæði að Róbert seldi verksmiðjuna. Það hefur ekki verið gert ennþá.

Róbert Wessmann fjárfestir er ekki enn búinn að selja lyfjaverksmiðjuna í Vatnsmýrinni þar sem samheitalyfjafyrirtækið Alvogen hyggst framleiða lyf. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa Alvogen, Halldóri Kristmannssyni. Af einhverjum ástæðum færði félagið Alvogen Biotech, sem verður rekstraraðili lyfjaverksmiðjunnar, eignarhaldið á húsinu yfir til félags í eigu Róberts sem heitir Fasteignafélagið Sæmundur. Verksmiðjan, sem stendur við Sæmundargötu 15 til 19, á að opna í ársbyrjun 2016.

„Staðan er óbreytt“

Sagt tímabundin ráðstöfun

Í svari frá Alvogen síðla árs í fyrra sem DV birti  kom fram að eignarhald Róberts á húsinu væri tímabundið þar sem verið væri að leita að kaupanda að því. „Eignarhald fasteignafélags Róberts Wessman á Hátæknisetrinu er því tímabundin ráðstöfun til þess að tryggja hraða framgöngu verkefnisins. Til framtíðar verður húsið í eigu fyrirtækis sem sér- hæfir sig í rekstri fasteigna.“

Síðan þá hefur ekkert gerst og Róbert á húsið ennþá. „Staðan er óbreytt og við höfum áfram hug á því að selja húsið ef áhugasamur kaupandi finnst,“ segir í svarinu frá Alvogen.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verksmiðja Alvogen

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
5
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár