Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Félag Róberts Wessmann skuldar Reykjavíkurborg tæpar 200 milljónir

Ekki ligg­ur fyr­ir af hverju eign­ar­hald á verk­smiðju Al­vo­gen var fært yf­ir til Ró­berts Wess­mann. Ró­bert hef­ur ekki enn selt verk­smiðj­una þrátt fyr­ir að eign­ar­hald hans hafi ver­ið sagt tíma­bund­ið. Verk­smiðj­an veð­sett fyr­ir 5,4 millj­arða.

Félag Róberts Wessmann skuldar Reykjavíkurborg tæpar 200 milljónir
Óljós breyting á eignarhaldi Óljóst er af hverju eignarhald lyfjaverksmiðju Alvogen yfir til Róberts Wessmann átti sér stað. Fyrir hálfu kom fram að til stæði að Róbert seldi verksmiðjuna. Það hefur ekki verið gert ennþá.

Róbert Wessmann fjárfestir er ekki enn búinn að selja lyfjaverksmiðjuna í Vatnsmýrinni þar sem samheitalyfjafyrirtækið Alvogen hyggst framleiða lyf. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa Alvogen, Halldóri Kristmannssyni. Af einhverjum ástæðum færði félagið Alvogen Biotech, sem verður rekstraraðili lyfjaverksmiðjunnar, eignarhaldið á húsinu yfir til félags í eigu Róberts sem heitir Fasteignafélagið Sæmundur. Verksmiðjan, sem stendur við Sæmundargötu 15 til 19, á að opna í ársbyrjun 2016.

„Staðan er óbreytt“

Sagt tímabundin ráðstöfun

Í svari frá Alvogen síðla árs í fyrra sem DV birti  kom fram að eignarhald Róberts á húsinu væri tímabundið þar sem verið væri að leita að kaupanda að því. „Eignarhald fasteignafélags Róberts Wessman á Hátæknisetrinu er því tímabundin ráðstöfun til þess að tryggja hraða framgöngu verkefnisins. Til framtíðar verður húsið í eigu fyrirtækis sem sér- hæfir sig í rekstri fasteigna.“

Síðan þá hefur ekkert gerst og Róbert á húsið ennþá. „Staðan er óbreytt og við höfum áfram hug á því að selja húsið ef áhugasamur kaupandi finnst,“ segir í svarinu frá Alvogen.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verksmiðja Alvogen

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár