Róbert Wessmann fjárfestir er ekki enn búinn að selja lyfjaverksmiðjuna í Vatnsmýrinni þar sem samheitalyfjafyrirtækið Alvogen hyggst framleiða lyf. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa Alvogen, Halldóri Kristmannssyni. Af einhverjum ástæðum færði félagið Alvogen Biotech, sem verður rekstraraðili lyfjaverksmiðjunnar, eignarhaldið á húsinu yfir til félags í eigu Róberts sem heitir Fasteignafélagið Sæmundur. Verksmiðjan, sem stendur við Sæmundargötu 15 til 19, á að opna í ársbyrjun 2016.
„Staðan er óbreytt“
Sagt tímabundin ráðstöfun
Í svari frá Alvogen síðla árs í fyrra sem DV birti kom fram að eignarhald Róberts á húsinu væri tímabundið þar sem verið væri að leita að kaupanda að því. „Eignarhald fasteignafélags Róberts Wessman á Hátæknisetrinu er því tímabundin ráðstöfun til þess að tryggja hraða framgöngu verkefnisins. Til framtíðar verður húsið í eigu fyrirtækis sem sér- hæfir sig í rekstri fasteigna.“
Síðan þá hefur ekkert gerst og Róbert á húsið ennþá. „Staðan er óbreytt og við höfum áfram hug á því að selja húsið ef áhugasamur kaupandi finnst,“ segir í svarinu frá Alvogen.
Athugasemdir