Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Félag Róberts Wessmann skuldar Reykjavíkurborg tæpar 200 milljónir

Ekki ligg­ur fyr­ir af hverju eign­ar­hald á verk­smiðju Al­vo­gen var fært yf­ir til Ró­berts Wess­mann. Ró­bert hef­ur ekki enn selt verk­smiðj­una þrátt fyr­ir að eign­ar­hald hans hafi ver­ið sagt tíma­bund­ið. Verk­smiðj­an veð­sett fyr­ir 5,4 millj­arða.

Félag Róberts Wessmann skuldar Reykjavíkurborg tæpar 200 milljónir
Óljós breyting á eignarhaldi Óljóst er af hverju eignarhald lyfjaverksmiðju Alvogen yfir til Róberts Wessmann átti sér stað. Fyrir hálfu kom fram að til stæði að Róbert seldi verksmiðjuna. Það hefur ekki verið gert ennþá.

Róbert Wessmann fjárfestir er ekki enn búinn að selja lyfjaverksmiðjuna í Vatnsmýrinni þar sem samheitalyfjafyrirtækið Alvogen hyggst framleiða lyf. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa Alvogen, Halldóri Kristmannssyni. Af einhverjum ástæðum færði félagið Alvogen Biotech, sem verður rekstraraðili lyfjaverksmiðjunnar, eignarhaldið á húsinu yfir til félags í eigu Róberts sem heitir Fasteignafélagið Sæmundur. Verksmiðjan, sem stendur við Sæmundargötu 15 til 19, á að opna í ársbyrjun 2016.

„Staðan er óbreytt“

Sagt tímabundin ráðstöfun

Í svari frá Alvogen síðla árs í fyrra sem DV birti  kom fram að eignarhald Róberts á húsinu væri tímabundið þar sem verið væri að leita að kaupanda að því. „Eignarhald fasteignafélags Róberts Wessman á Hátæknisetrinu er því tímabundin ráðstöfun til þess að tryggja hraða framgöngu verkefnisins. Til framtíðar verður húsið í eigu fyrirtækis sem sér- hæfir sig í rekstri fasteigna.“

Síðan þá hefur ekkert gerst og Róbert á húsið ennþá. „Staðan er óbreytt og við höfum áfram hug á því að selja húsið ef áhugasamur kaupandi finnst,“ segir í svarinu frá Alvogen.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verksmiðja Alvogen

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár