Alvogen semur um að fá að byggja aðra verksmiðju við Háskóla Íslands

Al­vo­gen hef­ur ver­ið selt til al­þjóð­legra fjár­fest­ing­ar­sjóða. Fyr­ir­tæk­ið fær að byggja aft­ur í Vatns­mýr­inni ef fyrri verk­smiðj­an geng­ur vel. Fram­kvæmda­stjóri Vís­inda­garða seg­ir starf­semi Al­vo­gen koma sér vel fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Alvogen semur um að fá að byggja aðra verksmiðju við Háskóla Íslands
Meirihlutinn seldur Meirihlutinn í samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen hefur verið seldur til tveggja alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Í síðasta mánuði samdi Alvogen við Háskóla Íslands um að byggja aðra verksmiðju í Vatnsmýrinni. Róbert Wessmann er forstjóri Alvogen.

Samheitalyfjafyrirtækið Alvogen hefur samið við Vísindagarða Háskóla Íslands um að fá að byggja aðra lyfjaverksmiðju í Vatnsmýrinni. Þetta segir framkvæmdastjóri Vísindagarða, Eiríkur Hilmarsson, en samningur um þetta var undirritaður um miðjan maí. „Þeir hafa áhuga á því að byggja annað hús og hafa möguleika á því að stækka. Við höfum gert samning við Alvogen um þetta. En þetta bara möguleiki. Það er ekki þannig að það liggi alveg fyrir að húsið verði byggt. En ef þróunin verður sú að Alvogen tekst vel upp þá geta þeir byggt húsið,“ segir Eiríkur en ef til þess kemur verður miðstöð sameindalíffræði við Háskóla Íslands einnig í húsinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verksmiðja Alvogen

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár