Sænskt eignarhaldsfélag í óbeinni eigu Róberts Wessman í Alvogen og fjölskyldu hans greiddi 11,3 milljarða króna arð út úr félaginu í fyrra. Arðurinn rann til félags í Lúxemborg sem er í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey sem Róbert Wessman og fjölskylda hans eiga. Sjóðurinn heitir Horizone Investments Limited.
Þetta kemur fram í ársreikningi sænska eignarhaldsfélagsins Aztiq Partners AB fyrir árið í fyrra. Ársreikningurinn var samþykktur og undirritaður af Róbert Wessman í lok júní síðastliðinn.
,,Með ákvörðunum á aukafundum í félaginu hafa 779,2 milljónir króna verið greiddar út til hluthafanna.”
Sænska félagið heldur utan um eignarhluti í ýmsum félögum sem tengjast Alvogen, beint eða óbeint, og Alvotech. Bæði þess félög eru með starfsemi á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Um er að ræða félög á Íslandi, Frakklandi, Lúxemborg og Bandaríkjunum.
Í ársreikningi félagsins segir um arðgreiðslurnar, sem voru í sænskum krónum: „Með ákvörðunum á aukafundum í félaginu hafa 779,2 milljónir króna verið greiddar …
Athugasemdir