Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“

Kári Stef­áns­son er skattakóng­ur Kópa­vogs 2020. Hann er þeirra skoð­un­ar að eðli­legt hefði ver­ið að hann borg­aði að minnsta kosti 70 millj­ón­um króna meira í skatta. Auka þurfi sam­neysl­una með því að sækja fé til þeirra sem mik­ið eiga í stað þess að skatt­leggja hina fá­tæku.

Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“
Vill skattleggja auðkýfinga en ekki fátæklinga Kári Stefánsson segir eðlilegt að sæka peninga þangað sem þá er að hafa til að auka samneysluna. Mynd: Kristinn Magnússon

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er skattakóngur Kópavogs árið 2020. Kári var jafnframt tekjuhæstur allra Kópavogsbúa og 13. tekjuhæsti Íslendingurinn á síðasta ári. Að hans mati er glórulaust að auðkýfingar eins og hann sjálfur séu ekki skattlagðir hærra en raun ber vitni. „Ef það reynist rétt að ég hafi haft 300 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári, hvernig í ósköpunum stendur á að ég er að borga einhvern 22 prósent skatt af því frekar en að borga af því eins og eðlilegt væri sem hvern annan tekjuskatt?“

Samkvæmt álagningarskrá hafði Kári 309 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári og 410 milljónir króna í heildartekjur yfir árið. Af því greiddi hann 112 milljónir króna í skatta og þar af voru 68 milljónir fjármagnstekjuskattur. Hefðu fjármagnstekjur Kára verið skattlagðar eins og launatekjur hefði hann hins vegar greitt nálægt 142 milljónum króna í skatt af þeim, ríflega tvöfalt hærri upphæð.

Í samtali við Stundina segir Kári að hans launatekjur hafi berið óbreyttar síðustu níu ár, hann hafi verið í sömu vinnu með sömu laun þann tíma.  „Fjármagnstekjurnar hins vegar eru ekki raunverulegar fjármagnstekjur heldur gengishagnaður. Það gerðist þannig að um mitt síðasta ár, þegar gengi íslensku krónunnar var sem lægst, þá komu einhver erlend skuldabréf sem ég átti á gjalddaga og ég er skattlagður fyrir þann gengishagnað. Fyrir lok ársins var hins vegar gengi íslensku krónunnar komið á svipaðan stað og áður þannig að þessi gengishagnaður minn stóð ekki mjög lengi. Ég borga sem sagt fjármagnstekjuskatt af gengisfalli íslensku krónunnar, sem mér finnst alveg sjálfsagt.“

„Ég er ekki endilega viss um að það séu mjög margir í mínum hópi sem myndu hoppa upp á sápukassa á götuhorni og hrópa þetta“
Kári Stefánsson
auðkýfingur

Kári er þrátt fyrir þetta alls ekki á því að Íslendingar ættu að taka upp annan gjaldmiðil. „Ég vil endilega að við séum áfram með íslenska krónu, sem mér þykir vænt um. Ég held að hún sé ein af ástæðunum fyrir að við komum betur út í hruninu árið 2007 en ella.“

„Ber meira úr býtum en eðlileg mætti teljast“

Aftur á móti er Kári eindregið þeirrar skoðunar að skattleggja ætti hann sjálfan og aðra auðkýfinga í meira mæli en gert er. „Það er alveg ljóst af þessum skattatekjum að ég ber meira úr býtum heldur en eðlilegt mætti teljast og það er líka alveg ljóst að það væri hægt að hafa töluvert út úr því fyrir ríkið að leggja á mig hærri skatt.“

Spurður hvort hann myndi borga hærri skatt möglunarlaust svarar Kári: „Ég mögla yfir öllu, meira að segja því sem mér þykir sanngjarnt. En já, mér þætti það sanngjarnt. Við þurfum að auka samneyslu í íslensku samfélagi og til þess að fjármagna hana er eðlilegt að skattleggja þá sem eiga mikið í staðinn fyrir að auka samneysluna með því að skattleggja hina fátæku. Mér þykir það alveg gjörsamlega sjálfsagt og ég held að það hljóti að vera öllum ljóst. Ef þú skoðar þann gífurlega mun sem er á þeim sem eiga og þeim sem ekkert eiga í íslensku samfélagi þá sérðu að ef þú ætlar að ná einhverju til að fjármagna betra heilbrigðiskerfi, betra skólakerfi, betra húsnæðiskerfi og svo framvegis, þá hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira. Ef það reynist rétt að ég hafi haft 300 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári, hvernig í ósköpunum stendur á að ég er að borga einhvern 22 prósent skatt af því frekar en að borga af því eins og eðlilegt væri sem hvern annan tekjuskatt? Ég fæ ekki annað séð en að sá munur sé bókstaflega settur þar til að menn eins og ég fitni meira á prikinu.“

Þegar Kári er spurður hvort hann telji að hann eigi sér marga skoðanabræður í þessum efnum, í hópi þeirra sem hæstar tekjurnar hafa, svarar hann því til að hann telji að þeir séu fleiri en færri í þeim hópi sem ættu erfitt með að andmæla þessu. „Ég er ekki endilega viss um að það séu mjög margir í mínum hópi sem myndu hoppa upp á sápukassa á götuhorni og hrópa þetta en ég er alveg viss um að það er fullt af fólki í þessum hópi sem gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að auka tekjur ríkisins. Þú sækir ekki fé annars staðar en það er til staðar og þarna er það helst að hafa.“

Guðmundur hefði greitt tvöfalt hærri skatt hefði Kári fengið að ráða

Næstur Kára í röðinni yfir tekjuhæstu Kópavogsbúana er Guðmundur Breiðdal, tölvunarfræðingur og einn stofnenda DK Hugbúnaðar. DK Hugbúnaður var selt á síðasta ári til hollenska fyrirtækisins TSS og er fyrrverandi eigendur þess að finna ansi víða og hátt á tekjulista síðasta árs. Guðmundur hafði 400 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Þar af voru 386 milljóni fjármagnstekjur. Guðmundur greiddi 89 milljónir króna í skatt, þar af 84 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Hefði Guðmundur hins vegar verið skattlagður á sama hátt og Kári leggur til, það er að fjármagnstekjur hefðu verið skattlagðar sem launatekjur væru, hefði Guðmundur greitt um 180 milljónir í skatta, ríflega tvöfalda þá upphæð sem hann greiddi.

Næstur á lista yfir tekjuhæstu Kópavogsbúana er Gunnar Birgisson, stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins G. Ingason og stjórnarformaður SLS eigna. Gunnar hafði 395 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 380 milljónir í fjármagnstekjur. Hann greiddi 89 milljónir króna í skatt og af því voru 83,5 milljónir tekjuskattur.

Í sætum fjögur og fimm eru enn karlmenn, þeir Gylfi Ómar Héðinsson og Gunnar Þorláksson, eigendur og stjórnendur Byggingarfélags Gylfa og Gunnars. Gylfi hafði 290 milljónir króna í tekjur, þar af 260 milljónir í fjármagnstekjur og greiddi 69 milljónir í skatt. Tekjur Gunnars námu 281 milljón og þar af voru 254 milljónir fjármagnstekjur. Af þessu greiddi Gunnar skatt sam nam 66 milljónum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.
Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
FréttirTekjulistinn 2021

Reyk­vísk fjöl­skylda hagn­að­ist um 2,5 millj­arða á tækni­lausn­um í bar­átt­unni við Covid-19

Inga Dóra Sig­urð­ar­dótt­ir er skatta­drottn­ing Ís­lands. Hún hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða á sölu á hluta­bréf­um í danska fyr­ir­tæk­inu ChemoMetec, ásamt eig­in­manni sín­um, Berki Arn­við­ar­syni. Syn­ir henn­ar tveir högn­uð­ust báð­ir um tæp­ar 250 millj­ón­ir króna og eru á lista yf­ir 50 tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2020.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár