Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“

Kári Stef­áns­son er skattakóng­ur Kópa­vogs 2020. Hann er þeirra skoð­un­ar að eðli­legt hefði ver­ið að hann borg­aði að minnsta kosti 70 millj­ón­um króna meira í skatta. Auka þurfi sam­neysl­una með því að sækja fé til þeirra sem mik­ið eiga í stað þess að skatt­leggja hina fá­tæku.

Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“
Vill skattleggja auðkýfinga en ekki fátæklinga Kári Stefánsson segir eðlilegt að sæka peninga þangað sem þá er að hafa til að auka samneysluna. Mynd: Kristinn Magnússon

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er skattakóngur Kópavogs árið 2020. Kári var jafnframt tekjuhæstur allra Kópavogsbúa og 13. tekjuhæsti Íslendingurinn á síðasta ári. Að hans mati er glórulaust að auðkýfingar eins og hann sjálfur séu ekki skattlagðir hærra en raun ber vitni. „Ef það reynist rétt að ég hafi haft 300 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári, hvernig í ósköpunum stendur á að ég er að borga einhvern 22 prósent skatt af því frekar en að borga af því eins og eðlilegt væri sem hvern annan tekjuskatt?“

Samkvæmt álagningarskrá hafði Kári 309 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári og 410 milljónir króna í heildartekjur yfir árið. Af því greiddi hann 112 milljónir króna í skatta og þar af voru 68 milljónir fjármagnstekjuskattur. Hefðu fjármagnstekjur Kára verið skattlagðar eins og launatekjur hefði hann hins vegar greitt nálægt 142 milljónum króna í skatt af þeim, ríflega tvöfalt hærri upphæð.

Í samtali við Stundina segir Kári að hans launatekjur hafi berið óbreyttar síðustu níu ár, hann hafi verið í sömu vinnu með sömu laun þann tíma.  „Fjármagnstekjurnar hins vegar eru ekki raunverulegar fjármagnstekjur heldur gengishagnaður. Það gerðist þannig að um mitt síðasta ár, þegar gengi íslensku krónunnar var sem lægst, þá komu einhver erlend skuldabréf sem ég átti á gjalddaga og ég er skattlagður fyrir þann gengishagnað. Fyrir lok ársins var hins vegar gengi íslensku krónunnar komið á svipaðan stað og áður þannig að þessi gengishagnaður minn stóð ekki mjög lengi. Ég borga sem sagt fjármagnstekjuskatt af gengisfalli íslensku krónunnar, sem mér finnst alveg sjálfsagt.“

„Ég er ekki endilega viss um að það séu mjög margir í mínum hópi sem myndu hoppa upp á sápukassa á götuhorni og hrópa þetta“
Kári Stefánsson
auðkýfingur

Kári er þrátt fyrir þetta alls ekki á því að Íslendingar ættu að taka upp annan gjaldmiðil. „Ég vil endilega að við séum áfram með íslenska krónu, sem mér þykir vænt um. Ég held að hún sé ein af ástæðunum fyrir að við komum betur út í hruninu árið 2007 en ella.“

„Ber meira úr býtum en eðlileg mætti teljast“

Aftur á móti er Kári eindregið þeirrar skoðunar að skattleggja ætti hann sjálfan og aðra auðkýfinga í meira mæli en gert er. „Það er alveg ljóst af þessum skattatekjum að ég ber meira úr býtum heldur en eðlilegt mætti teljast og það er líka alveg ljóst að það væri hægt að hafa töluvert út úr því fyrir ríkið að leggja á mig hærri skatt.“

Spurður hvort hann myndi borga hærri skatt möglunarlaust svarar Kári: „Ég mögla yfir öllu, meira að segja því sem mér þykir sanngjarnt. En já, mér þætti það sanngjarnt. Við þurfum að auka samneyslu í íslensku samfélagi og til þess að fjármagna hana er eðlilegt að skattleggja þá sem eiga mikið í staðinn fyrir að auka samneysluna með því að skattleggja hina fátæku. Mér þykir það alveg gjörsamlega sjálfsagt og ég held að það hljóti að vera öllum ljóst. Ef þú skoðar þann gífurlega mun sem er á þeim sem eiga og þeim sem ekkert eiga í íslensku samfélagi þá sérðu að ef þú ætlar að ná einhverju til að fjármagna betra heilbrigðiskerfi, betra skólakerfi, betra húsnæðiskerfi og svo framvegis, þá hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira. Ef það reynist rétt að ég hafi haft 300 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári, hvernig í ósköpunum stendur á að ég er að borga einhvern 22 prósent skatt af því frekar en að borga af því eins og eðlilegt væri sem hvern annan tekjuskatt? Ég fæ ekki annað séð en að sá munur sé bókstaflega settur þar til að menn eins og ég fitni meira á prikinu.“

Þegar Kári er spurður hvort hann telji að hann eigi sér marga skoðanabræður í þessum efnum, í hópi þeirra sem hæstar tekjurnar hafa, svarar hann því til að hann telji að þeir séu fleiri en færri í þeim hópi sem ættu erfitt með að andmæla þessu. „Ég er ekki endilega viss um að það séu mjög margir í mínum hópi sem myndu hoppa upp á sápukassa á götuhorni og hrópa þetta en ég er alveg viss um að það er fullt af fólki í þessum hópi sem gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að auka tekjur ríkisins. Þú sækir ekki fé annars staðar en það er til staðar og þarna er það helst að hafa.“

Guðmundur hefði greitt tvöfalt hærri skatt hefði Kári fengið að ráða

Næstur Kára í röðinni yfir tekjuhæstu Kópavogsbúana er Guðmundur Breiðdal, tölvunarfræðingur og einn stofnenda DK Hugbúnaðar. DK Hugbúnaður var selt á síðasta ári til hollenska fyrirtækisins TSS og er fyrrverandi eigendur þess að finna ansi víða og hátt á tekjulista síðasta árs. Guðmundur hafði 400 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Þar af voru 386 milljóni fjármagnstekjur. Guðmundur greiddi 89 milljónir króna í skatt, þar af 84 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Hefði Guðmundur hins vegar verið skattlagður á sama hátt og Kári leggur til, það er að fjármagnstekjur hefðu verið skattlagðar sem launatekjur væru, hefði Guðmundur greitt um 180 milljónir í skatta, ríflega tvöfalda þá upphæð sem hann greiddi.

Næstur á lista yfir tekjuhæstu Kópavogsbúana er Gunnar Birgisson, stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins G. Ingason og stjórnarformaður SLS eigna. Gunnar hafði 395 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 380 milljónir í fjármagnstekjur. Hann greiddi 89 milljónir króna í skatt og af því voru 83,5 milljónir tekjuskattur.

Í sætum fjögur og fimm eru enn karlmenn, þeir Gylfi Ómar Héðinsson og Gunnar Þorláksson, eigendur og stjórnendur Byggingarfélags Gylfa og Gunnars. Gylfi hafði 290 milljónir króna í tekjur, þar af 260 milljónir í fjármagnstekjur og greiddi 69 milljónir í skatt. Tekjur Gunnars námu 281 milljón og þar af voru 254 milljónir fjármagnstekjur. Af þessu greiddi Gunnar skatt sam nam 66 milljónum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.
Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
FréttirTekjulistinn 2021

Reyk­vísk fjöl­skylda hagn­að­ist um 2,5 millj­arða á tækni­lausn­um í bar­átt­unni við Covid-19

Inga Dóra Sig­urð­ar­dótt­ir er skatta­drottn­ing Ís­lands. Hún hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða á sölu á hluta­bréf­um í danska fyr­ir­tæk­inu ChemoMetec, ásamt eig­in­manni sín­um, Berki Arn­við­ar­syni. Syn­ir henn­ar tveir högn­uð­ust báð­ir um tæp­ar 250 millj­ón­ir króna og eru á lista yf­ir 50 tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2020.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár