Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19

Inga Dóra Sig­urð­ar­dótt­ir er skatta­drottn­ing Ís­lands. Hún hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða á sölu á hluta­bréf­um í danska fyr­ir­tæk­inu ChemoMetec, ásamt eig­in­manni sín­um, Berki Arn­við­ar­syni. Syn­ir henn­ar tveir högn­uð­ust báð­ir um tæp­ar 250 millj­ón­ir króna og eru á lista yf­ir 50 tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2020.

Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
Inga Dóra tekjuhæsti Íslendingurinn Sala á hlutabréfum í ChemoMetec færðu Ingu Dóru tæpa tvo milljarða króna í hendur á síðasta ári.

Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verslunarskóla Íslands sem býr í Árbænum í Reykjavík, er skattadrottning Íslands árið 2020 vegna tæplega tveggja milljarða króna tekna sem tengjast covid-19 faraldrinum. Hún er jafnframt sá Íslendingur sem hafði hæstar tekjur á síðasta ári miðað við álagningarskrár ríkisskattsjóra. Tekjurnar, sem skráðar eru á Ingu Dóru, eru hins vegar ekki aðeins vegna hennar eignar, heldur vegna eiginmanns hennar, Barkar Arnviðarsonar, eins stofnenda fyrirtækisins ChemoMetec.

Háar fjármagnstekjur Ingu Dóru stafa af arðgreiðslum sem skýrast af sölu á eignarhlut í danska fyrirtækinu ChemoMetec, sem meðal annars selur bæði mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca, auk annars. Virði hlutabréfa í fyrirtækinu tæplega þrefaldaðist milli seinni hluta árs 2019 og seinni hluta árs 2020.

Heildarárstekjurnar sem eru skráðar á Ingu Dóru námu rétt tæpum tveimur milljörðum króna árið 2020, eða 1.995 milljónum króna. 

Af þessu greiddi Inga Dóra 440 milljónir króna í skatta, langmest í formi fjármagnstekjuskatts enda fjármagnstekjur uppistaðan í tekjum Ingu Dóru á síðasta ári. Alls hafði Inga Dóra 1.984 milljónir króna í fjármagnstekjur á árinu og greiddi af þeim 436 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Launatekjur Ingu Dóru á mánuði námu um 925 þúsund krónum á síðasta ári.

Í nýju tölublaði Stundarinnar er hátekjulistinn birtur, þar sem birtar eru tekjur 3.125 tekjuhæstu Íslendinganna á síðasta ári, tekjuhæsta 1 prósentsins. 

Tekjur fjölskyldunnar tæpir 2,5 milljarðar króna

Auk Ingu Dóru högnuðust synir hennar tveir hvor um sig um hátt í 250 milljónir króna með sölu á hlutabréfum í ChemoMetec á síðasta ári. Eiginmaður Ingu Dóru, sem er einn stofnenda ChemoMetec, er hins vegar ekki skráður fyrir tekjunum í álagningarskrá Skattsins. Ástæðan er að samkvæmt skattareglum eru fjármagnstekjur hjóna skráðar á þann maka sem hefur hærri launatekjur. Launatekjur Barkar hér á landi eru mun lægri en launatekjur Ingu Dóru.

„Ég hef ekkert meira um þetta að segja, þetta er mitt einkamál“
Inga Dóra Sigfúsdóttir
skattadrottning Íslands 2020

Þegar Stundin hafði samband við Ingu Dóru var hún upptekin í garðvinnu. „Ég er að slá hérna garðinn,“ sagði Inga Dóra, og spurð út í hvernig henni þætti að vera skattadrottning Íslands svaraði hún: „Ég hef ekkert meira um þetta að segja, þetta er mitt einkamál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár