Vigfús Vigfússon, sjómaður og útgerðarmaður á Hornafirði var tekjuhæsti Sunnlendingurinn á síðasta ári. Alls hafði Vigfús 221 milljónir króna í tekjur, að uppistöðu fjármagnstekjur en þær voru 202 milljónir króna á síðasta ári. Vigfús greiddi 51 milljón króna tæpa í skatt á síðast ári, þar af 44,5 milljón í fjármagnstekjuskatt.
Vigfús var skipstjóri á Dögg SU sem gerð var út af útgerðarfélaginu Ölduósi. Það félag átti Vigfús til helminga á mót konu sinni Petrínu Jónsdóttur en Fisk Seafood, dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga, keypti Ölduós seint á síðasta ári ásamt Dögginni á ríflega 1,8 milljarða króna.
Vigfús var hinn brattasti þegar Stundin náði sambandi við hann þar sem hann …
Athugasemdir