Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

492. spurningaþraut: Ágúst er að ljúka, hér eru ýmsar spurningar um ágúst

492. spurningaþraut: Ágúst er að ljúka, hér eru ýmsar spurningar um ágúst

Nú er síðasti dagur ágústmánaðar, svo hér eru fáeinar spurningar sem tengjast ágúst.

Karlinn hér að ofan hét Ágúst — þótt nafnið hafi verið stafsett örlítið öðruvísi í hans landi. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Eftir hverjum heitir ágúst ágúst?

2.  Á Alþingi situr nú einn Ágúst. Hvað heitir hann fullu nafni?

3.  Þann 2. ágúst 1939 fékk þáverandi Bandaríkjaforseti bréf þar sem athygli hans var vakin á því að brátt yrði unnt að smíða miklu miklu öflugri sprengjur en nokkru sinni fyrr, það er að segja kjarnorkusprengjur. Bréfritari sagði meðal annars: „Ein einasta sprengja af þessu nýja tagi sem flutt yrði á skipi inn í höfn og sprengd þar gæti eyðilagt alla höfnina og mestallt hverfið þar í kring.“ Hver skrifaði Bandaríkjaforseta þessa bréf?

4.  En hvað hét þessi Bandaríkjaforseti annars?

5.  Þann 6. ágúst fimm árum eftir fyrrnefnt bréf var slík sprengja sprengd yfir japönsku borginni Hírósjíma og olli gríðarlegri eyðileggingu. Sprengjan var flutt yfir borgina með flugvél sem kölluð var ...?

6.  Þann 6. ágúst 1965 voru felld úr gildi lög í Bandaríkjunum þar sem sagði að þeir einir fengju að kjósa sem gætu sannað að þeir kynnu að lesa, hefðu ákveðna þekkingu á þjóðmálum og hefðu „siðferðisstyrk“ til að bera. Þessi gömlu lög höfðu verið notuð til að hindra svart fólk í að kjósa. Hvað hét forsetinn sem lét fella þessa ósvinnu úr lögum?

7.  Á þessum degi — 31. ágúst — árið 1997 dó manneskja ein í bílslysi suður í París. Kannski dóu margir í bílslysi þar í borg á þeim degi, en þessi tiltekna manneskja er lang, langfrægust þeirra — það er óhætt að segja. Hver var þetta?

8.  Íslensk leikkona, rithöfundur og tónlistarmaður á afmæli í dag. Fyrir rúmum 40 árum þýddi hún og las í útvarpið sögu sem vakti gríðarlega athygli og jafnvel hneykslun hjá sumum. Þessi saga nefndist Uppreisnin á ...? 

9.  En hvað heitir þýðandinn, sem reyndar er kunn fyrir margvísleg ritstörf og músík fyrir börn?

10.  Í dag á líka afmæli Ingibjörg Stefánsdóttir sem flutti lag Íslands í Eurovison árið 1993. Lagið sem hún flutti lenti í 13. sæti og hét ... hvað? Lárviðarstig er í boði ef veistu svarið við því hver samdi lagið.

***

Seinni myndaspurning:

Á þessum degi fyrir réttum fimm árum — 31. ágúst 2016 — var konan á myndinni hér að neðan hrakin úr starfi sínu. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ágústusi Rómarkeisara.

2.  Ágúst Ólafur Ágústsson.

3.  Einstein.

4.  Franklin D. Roosevelt.

5.  Enola Gay.

6.  Lyndon Johnson.

7.  Díana prinsessa.

8.  Barnaheimilinu.

9.  Olga Guðrún.

10.  Þá veistu svarið.

Jón Kjell Seljeseth samdi lagið.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Augusto Pinochet einræðisherra Tjíle.

Á neðri myndinni er Dilma Rousseff fyrrum forseti Brasilíu. Nóg er að þekkja annaðhvort skírnar- eða eftirnafn hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár