Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

492. spurningaþraut: Ágúst er að ljúka, hér eru ýmsar spurningar um ágúst

492. spurningaþraut: Ágúst er að ljúka, hér eru ýmsar spurningar um ágúst

Nú er síðasti dagur ágústmánaðar, svo hér eru fáeinar spurningar sem tengjast ágúst.

Karlinn hér að ofan hét Ágúst — þótt nafnið hafi verið stafsett örlítið öðruvísi í hans landi. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Eftir hverjum heitir ágúst ágúst?

2.  Á Alþingi situr nú einn Ágúst. Hvað heitir hann fullu nafni?

3.  Þann 2. ágúst 1939 fékk þáverandi Bandaríkjaforseti bréf þar sem athygli hans var vakin á því að brátt yrði unnt að smíða miklu miklu öflugri sprengjur en nokkru sinni fyrr, það er að segja kjarnorkusprengjur. Bréfritari sagði meðal annars: „Ein einasta sprengja af þessu nýja tagi sem flutt yrði á skipi inn í höfn og sprengd þar gæti eyðilagt alla höfnina og mestallt hverfið þar í kring.“ Hver skrifaði Bandaríkjaforseta þessa bréf?

4.  En hvað hét þessi Bandaríkjaforseti annars?

5.  Þann 6. ágúst fimm árum eftir fyrrnefnt bréf var slík sprengja sprengd yfir japönsku borginni Hírósjíma og olli gríðarlegri eyðileggingu. Sprengjan var flutt yfir borgina með flugvél sem kölluð var ...?

6.  Þann 6. ágúst 1965 voru felld úr gildi lög í Bandaríkjunum þar sem sagði að þeir einir fengju að kjósa sem gætu sannað að þeir kynnu að lesa, hefðu ákveðna þekkingu á þjóðmálum og hefðu „siðferðisstyrk“ til að bera. Þessi gömlu lög höfðu verið notuð til að hindra svart fólk í að kjósa. Hvað hét forsetinn sem lét fella þessa ósvinnu úr lögum?

7.  Á þessum degi — 31. ágúst — árið 1997 dó manneskja ein í bílslysi suður í París. Kannski dóu margir í bílslysi þar í borg á þeim degi, en þessi tiltekna manneskja er lang, langfrægust þeirra — það er óhætt að segja. Hver var þetta?

8.  Íslensk leikkona, rithöfundur og tónlistarmaður á afmæli í dag. Fyrir rúmum 40 árum þýddi hún og las í útvarpið sögu sem vakti gríðarlega athygli og jafnvel hneykslun hjá sumum. Þessi saga nefndist Uppreisnin á ...? 

9.  En hvað heitir þýðandinn, sem reyndar er kunn fyrir margvísleg ritstörf og músík fyrir börn?

10.  Í dag á líka afmæli Ingibjörg Stefánsdóttir sem flutti lag Íslands í Eurovison árið 1993. Lagið sem hún flutti lenti í 13. sæti og hét ... hvað? Lárviðarstig er í boði ef veistu svarið við því hver samdi lagið.

***

Seinni myndaspurning:

Á þessum degi fyrir réttum fimm árum — 31. ágúst 2016 — var konan á myndinni hér að neðan hrakin úr starfi sínu. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ágústusi Rómarkeisara.

2.  Ágúst Ólafur Ágústsson.

3.  Einstein.

4.  Franklin D. Roosevelt.

5.  Enola Gay.

6.  Lyndon Johnson.

7.  Díana prinsessa.

8.  Barnaheimilinu.

9.  Olga Guðrún.

10.  Þá veistu svarið.

Jón Kjell Seljeseth samdi lagið.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Augusto Pinochet einræðisherra Tjíle.

Á neðri myndinni er Dilma Rousseff fyrrum forseti Brasilíu. Nóg er að þekkja annaðhvort skírnar- eða eftirnafn hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár