Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

491. spurningaþraut: Hér er spurt um skáld, landafræði og leynilegt ástarsamband

491. spurningaþraut: Hér er spurt um skáld, landafræði og leynilegt ástarsamband

Fyrri myndaspurning.

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Call My Agent er enska heitið á vinsælli Netflix-seríu sem gengið hefur í nokkur ár og snýst um starfsfólk á umboðsskrifstofu í ákveðinni stórborg. Hvaða borg er það?

2.  Hvaða skipafélag var og er þekkt fyrir að nota íslensk fossanöfn á skip sín?

3.  Ben Nevis heitir hæsta fjallið í ákveðnu landi. Hvaða landi?

4.  Larus Marinus er latneska heitið á fugli einum, sem er mjög algengur á Íslandi. Þetta er umdeildur fugl sem er með áberandi rauðan depil á neðri skolti goggsins. Hvað heitir fuglinn á íslensku?

5.  James Hewitt heitir karl nokkur sem nú er um sextugt. Á árunum 1986-1991 átti hann í leynilegu ástarsambandi við konu eina og varð mikið havarí þegar það komst upp nokkrum árum seinna. Hver var konan?

6.  Í kvæðinu Áföngum segir svo á einum stað: „Liðið er hátt á aðra öld; / enn mun þó reimt á Kili, / þar sem í snjónum bræðra beið / beisklegur aldurtili.“ Hvað eru þessir bræður kallaðir?

7.  En hver orti kvæðið?

8.  Árið 2017 kom út ljóðabókin Slitförin eftir nýtt íslenskt skáld. Ári seinna sendi skáldið frá sér smásagnasafnið Kláða og svo enn ári síðar út ljóðabókina Leðurjakkaveður. Þetta skáld heitir ...?

9.  Tákn ólympíuleikanna eru fimm hringir. Þeir eru gulur, rauður, grænn, blár og ... hvernig er sá fimmti?

10.  Í hvaða fjöllum gerði þýski herinn í síðari heimsstyrjöld síðustu sóknartilraun sína um miðjan desember 1944?

***

Seinni myndaspurning, og hún snýst líka um bíómynd:

Skjáskotið að neðan er hluti af splunkunýrri íslenskri bíómynd. Hver leikstýrir henni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  París.

2.  Eimskipafélagið.

3.  Bretlandi.

4.  Svartbakur.

5.  Díana prinsessa.

6.  Reynistaðabræður.

7.  Jón Helgason.

8.  Fríða Ísberg.

9.  Svartur.

10.  Ardennafjöllum.

***

Svör við myndaspurningum:

Bíómyndin heitir Deer Hunter.

Leikstjóri íslensku myndarinnar er Hannes Þór. Hálft stig fæst — aldrei þessu vant — fyrir að segja: „Markmaðurinn í landsliðinu í fótbolta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár