Fyrri myndaspurning.
Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Call My Agent er enska heitið á vinsælli Netflix-seríu sem gengið hefur í nokkur ár og snýst um starfsfólk á umboðsskrifstofu í ákveðinni stórborg. Hvaða borg er það?
2. Hvaða skipafélag var og er þekkt fyrir að nota íslensk fossanöfn á skip sín?
3. Ben Nevis heitir hæsta fjallið í ákveðnu landi. Hvaða landi?
4. Larus Marinus er latneska heitið á fugli einum, sem er mjög algengur á Íslandi. Þetta er umdeildur fugl sem er með áberandi rauðan depil á neðri skolti goggsins. Hvað heitir fuglinn á íslensku?
5. James Hewitt heitir karl nokkur sem nú er um sextugt. Á árunum 1986-1991 átti hann í leynilegu ástarsambandi við konu eina og varð mikið havarí þegar það komst upp nokkrum árum seinna. Hver var konan?
6. Í kvæðinu Áföngum segir svo á einum stað: „Liðið er hátt á aðra öld; / enn mun þó reimt á Kili, / þar sem í snjónum bræðra beið / beisklegur aldurtili.“ Hvað eru þessir bræður kallaðir?
7. En hver orti kvæðið?
8. Árið 2017 kom út ljóðabókin Slitförin eftir nýtt íslenskt skáld. Ári seinna sendi skáldið frá sér smásagnasafnið Kláða og svo enn ári síðar út ljóðabókina Leðurjakkaveður. Þetta skáld heitir ...?
9. Tákn ólympíuleikanna eru fimm hringir. Þeir eru gulur, rauður, grænn, blár og ... hvernig er sá fimmti?
10. Í hvaða fjöllum gerði þýski herinn í síðari heimsstyrjöld síðustu sóknartilraun sína um miðjan desember 1944?
***
Seinni myndaspurning, og hún snýst líka um bíómynd:
Skjáskotið að neðan er hluti af splunkunýrri íslenskri bíómynd. Hver leikstýrir henni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. París.
2. Eimskipafélagið.
3. Bretlandi.
4. Svartbakur.
5. Díana prinsessa.
6. Reynistaðabræður.
7. Jón Helgason.
8. Fríða Ísberg.
9. Svartur.
10. Ardennafjöllum.
***
Svör við myndaspurningum:
Bíómyndin heitir Deer Hunter.
Leikstjóri íslensku myndarinnar er Hannes Þór. Hálft stig fæst — aldrei þessu vant — fyrir að segja: „Markmaðurinn í landsliðinu í fótbolta.“
Athugasemdir