Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Myndlist á Ísafirði, músík fyrir mannréttindi og flugeldasýning

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar sem eru á döf­inni dag­ana 30. júlí til 19. ág­úst

Myndlist á Ísafirði, músík fyrir mannréttindi og flugeldasýning

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.


UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR - um rætur myndlistar á Ísafirði

Hvar? Úthverfa bókabúð, Ísafjörður
Hvenær? 17. júlí til 25. ágúst 2021
Aðgangseyrir? Ókeypis!

UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR er sex vikna verkefni í sýningarrými og listaverkabókabúð Úthverfu í miðbæ Ísafjarðar þar sem fjallað verður um uppruna myndlistar á Ísafirði og sagan rakin með myndum, texta, spjalli, viðtölum, málþingum og kynningum. Fjallað verður sérstaklega um feril Kristjáns H. Magnússonar (1903–1937) listmálara sem lærði „hagnýta grafíklist“ í Ameríku og fyrsta teiknikennarann hans, Guðmund Jónsson frá Mosdal (1886–1956). Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon.


Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina 2021

Hvar? Súðavík
Hvenær? 30. júlí til 2. ágúst
Aðgangseyrir? 8.000 kr.

Um verslunarmannahelgina, 30. júlí–2. ágúst, verður skemmtileg gönguhátíð í Súðavík. Fjölbreyttar göngur fyrir fólk á öllum aldri og fjörugar uppákomur á kvöldin. Athugið sérstaklega leiðbeiningar varðandi Covid neðan við dagskrána.

Gönguhátíðin er haldin í samvinnu Göngufélags Súðavíkur, Súðavíkurhrepps og gönguklúbbsins Vesens og vergangs.


Halastjarna

Hvar? Hlaðan, Litli Garður, Akureyri
Hvenær? 30. júlí til 7. ágúst
Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Verkið Halastjarna er leiksýning með tveimur leikurum, lifandi hljóðmynd og öflugu sjónarspili með aðstoð myndbanda og lýsingar. Efnistök þess eru bergmálshellar internetsins, félagsleg einangrun í nútíma tæknisamfélagi, stöðug þörf manneskjunnar til að öðlast viðurkenningu og hugmyndir sem æða stjórnlausar áfram. Verkið er styrkt af Launasjóði listamanna og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.


Shameless: A Proud Comedy Show with Kimi Tayler and Jono Duffy

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 6. ágúst
Aðgangseyrir? 2.000 kr.

Uppistandararnir Kimi Tayler og Jono Duffy eru þekkt fyrir blygðunarlausa brandara og fyrir að skammast sín ekki fyrir að koma sér á framfæri eða vera partur af LGBTQIA samfélaginu. Þau bjóða gesti velkomna á stolt Pride uppistand.


Músík fyrir mannréttindi

Hvar? Klambratúni
Hvenær? 14. ágúst
Aðgangseyrir? Ókeypis!

Tónleikarnir Músík fyrir Mannréttindi fara fram á Klambratúni 14. ágúst næstkomandi milli kl. 16–19 í tilefni 60 ára afmælis Amnesty International. Hatari, GDRN, Team dreams, FM Belfast og Emmsjé Gauti munu sjá um að skemmta fjöldanum. Steiney Skúladóttir og Vilhelm Neto verða kynnar og halda uppi fjörinu á milli atriða ásamt því að þrír kröftugir einstaklingar sem hafa barist í þágu mannréttinda koma til með að segja stuttlega frá reynslu sinni á milli tónlistaratriða.


Bjarni Már Ingólfsson tríó á Múlanum

Hvar? Harpa
Hvenær? 4. ágúst
Aðgangseyrir? 3.500 kr.

Gítaristinn og tónskáldið Bjarni Már kemur fram ásamt tríói sínu til að flytja nýjar frumsamdar tónsmíðar. Tónlist Bjarna væri hægt að flokka undir djass-regnhlífinni, en Bjarni sækir innblástur í fjölbreyttar stefnur og strauma tónlistar, til að skapa persónulega nálgun á lagasmíðum og flutningi. Þríeykið hefur komið saman mjög reglulega frá árslokum 2019 til að vinna í nýju frumsömdu efni. Ásamt Bjarna koma fram bassaleikarinn Birgir Steinn Theódórsson og Magnús Trygvason Eliassen sem leikur á trommur.


Garden Party í Laugardalnum

Hvar? Laugardalur
Hvenær? 14. ágúst
Aðgangseyrir? 3.900 kr. fyrir fullorðna, 2.000 kr. fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára

Tónlistar- og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21.30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. 


Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka?

Hvar? Sjóminjasafnið í Reykjavík
Hvenær? 19. ágúst
Aðgangseyrir? Ókeypis!

Félag íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS) hvetur til umræðu meðal frambjóðenda til alþingiskosninga 2021 um stöðu safna landsins. Í flestum kjördæmum landsins er að finna að minnsta kosti eina stofnun sem fellur undir safnalög. Ábyrgð þingmanna er því rík, bæði er varðar rekstur safna og framtíðarsýn í málaflokknum. Félagið býður fulltrúum flokkanna á höfuðborgarsvæðinu til umræðufundar.


Flugeldasýning 2021

Hvar? Jökulsárlón
Hvenær? 14. ágúst
Aðgangseyrir? 1.500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri

Laugardagskvöldið 14. ágúst 2021 verður árleg flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar haldin á Jökulsárlóni. Sýningin byrjar kl. 22.30 og aðgangseyrir er 1.500 kr. á mann, frítt fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði sýningarinnar fer í rekstur og tækjakaup fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar.


PRIDE - Fyrirlestur og pallborð: Drag sem listform

Hvar? Bókasafn Hafnarfjarðar
Hvenær? 5. ágúst
Aðgangseyrir? Ókeypis!

Halldór Ívar Stefánsson og Kristrún Hrafns, einnig þekkt sem Twinkle Starr og Jenny Purr, reynsluboltar í dragsenu Íslands, munu halda léttan fyrirlestur og fara fyrir pallborðsumræðum um drag sem listform.

Hvernig varð drag til? Hvernig hefur dragið þróast gegnum árin, og hvað nákvæmlega er drag?


Drag/Vogue-danstími við Hafnartorg

Hvar? Hafnartorg
Hvenær? 4. ágúst
Aðgangseyrir? ókeypis!

Þættirnir RuPaul's Drag Race hafa heldur betur slegið í gegn hjá nær öllum aldurshópum. Í hverri seríu fara fram alls kyns áskoranir sem snúast um dans og mun Margrét Erla Maack kenna diskó- og vogue-bræðing við ýmiss konar hinsegin tónlist. Viðburðurinn er ókeypis og er í boði Kramhússins og Sumarborgarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár