Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Myndlist á Ísafirði, músík fyrir mannréttindi og flugeldasýning

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar sem eru á döf­inni dag­ana 30. júlí til 19. ág­úst

Myndlist á Ísafirði, músík fyrir mannréttindi og flugeldasýning

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.


UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR - um rætur myndlistar á Ísafirði

Hvar? Úthverfa bókabúð, Ísafjörður
Hvenær? 17. júlí til 25. ágúst 2021
Aðgangseyrir? Ókeypis!

UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR er sex vikna verkefni í sýningarrými og listaverkabókabúð Úthverfu í miðbæ Ísafjarðar þar sem fjallað verður um uppruna myndlistar á Ísafirði og sagan rakin með myndum, texta, spjalli, viðtölum, málþingum og kynningum. Fjallað verður sérstaklega um feril Kristjáns H. Magnússonar (1903–1937) listmálara sem lærði „hagnýta grafíklist“ í Ameríku og fyrsta teiknikennarann hans, Guðmund Jónsson frá Mosdal (1886–1956). Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon.


Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina 2021

Hvar? Súðavík
Hvenær? 30. júlí til 2. ágúst
Aðgangseyrir? 8.000 kr.

Um verslunarmannahelgina, 30. júlí–2. ágúst, verður skemmtileg gönguhátíð í Súðavík. Fjölbreyttar göngur fyrir fólk á öllum aldri og fjörugar uppákomur á kvöldin. Athugið sérstaklega leiðbeiningar varðandi Covid neðan við dagskrána.

Gönguhátíðin er haldin í samvinnu Göngufélags Súðavíkur, Súðavíkurhrepps og gönguklúbbsins Vesens og vergangs.


Halastjarna

Hvar? Hlaðan, Litli Garður, Akureyri
Hvenær? 30. júlí til 7. ágúst
Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Verkið Halastjarna er leiksýning með tveimur leikurum, lifandi hljóðmynd og öflugu sjónarspili með aðstoð myndbanda og lýsingar. Efnistök þess eru bergmálshellar internetsins, félagsleg einangrun í nútíma tæknisamfélagi, stöðug þörf manneskjunnar til að öðlast viðurkenningu og hugmyndir sem æða stjórnlausar áfram. Verkið er styrkt af Launasjóði listamanna og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.


Shameless: A Proud Comedy Show with Kimi Tayler and Jono Duffy

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 6. ágúst
Aðgangseyrir? 2.000 kr.

Uppistandararnir Kimi Tayler og Jono Duffy eru þekkt fyrir blygðunarlausa brandara og fyrir að skammast sín ekki fyrir að koma sér á framfæri eða vera partur af LGBTQIA samfélaginu. Þau bjóða gesti velkomna á stolt Pride uppistand.


Músík fyrir mannréttindi

Hvar? Klambratúni
Hvenær? 14. ágúst
Aðgangseyrir? Ókeypis!

Tónleikarnir Músík fyrir Mannréttindi fara fram á Klambratúni 14. ágúst næstkomandi milli kl. 16–19 í tilefni 60 ára afmælis Amnesty International. Hatari, GDRN, Team dreams, FM Belfast og Emmsjé Gauti munu sjá um að skemmta fjöldanum. Steiney Skúladóttir og Vilhelm Neto verða kynnar og halda uppi fjörinu á milli atriða ásamt því að þrír kröftugir einstaklingar sem hafa barist í þágu mannréttinda koma til með að segja stuttlega frá reynslu sinni á milli tónlistaratriða.


Bjarni Már Ingólfsson tríó á Múlanum

Hvar? Harpa
Hvenær? 4. ágúst
Aðgangseyrir? 3.500 kr.

Gítaristinn og tónskáldið Bjarni Már kemur fram ásamt tríói sínu til að flytja nýjar frumsamdar tónsmíðar. Tónlist Bjarna væri hægt að flokka undir djass-regnhlífinni, en Bjarni sækir innblástur í fjölbreyttar stefnur og strauma tónlistar, til að skapa persónulega nálgun á lagasmíðum og flutningi. Þríeykið hefur komið saman mjög reglulega frá árslokum 2019 til að vinna í nýju frumsömdu efni. Ásamt Bjarna koma fram bassaleikarinn Birgir Steinn Theódórsson og Magnús Trygvason Eliassen sem leikur á trommur.


Garden Party í Laugardalnum

Hvar? Laugardalur
Hvenær? 14. ágúst
Aðgangseyrir? 3.900 kr. fyrir fullorðna, 2.000 kr. fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára

Tónlistar- og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21.30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. 


Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka?

Hvar? Sjóminjasafnið í Reykjavík
Hvenær? 19. ágúst
Aðgangseyrir? Ókeypis!

Félag íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS) hvetur til umræðu meðal frambjóðenda til alþingiskosninga 2021 um stöðu safna landsins. Í flestum kjördæmum landsins er að finna að minnsta kosti eina stofnun sem fellur undir safnalög. Ábyrgð þingmanna er því rík, bæði er varðar rekstur safna og framtíðarsýn í málaflokknum. Félagið býður fulltrúum flokkanna á höfuðborgarsvæðinu til umræðufundar.


Flugeldasýning 2021

Hvar? Jökulsárlón
Hvenær? 14. ágúst
Aðgangseyrir? 1.500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri

Laugardagskvöldið 14. ágúst 2021 verður árleg flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar haldin á Jökulsárlóni. Sýningin byrjar kl. 22.30 og aðgangseyrir er 1.500 kr. á mann, frítt fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði sýningarinnar fer í rekstur og tækjakaup fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar.


PRIDE - Fyrirlestur og pallborð: Drag sem listform

Hvar? Bókasafn Hafnarfjarðar
Hvenær? 5. ágúst
Aðgangseyrir? Ókeypis!

Halldór Ívar Stefánsson og Kristrún Hrafns, einnig þekkt sem Twinkle Starr og Jenny Purr, reynsluboltar í dragsenu Íslands, munu halda léttan fyrirlestur og fara fyrir pallborðsumræðum um drag sem listform.

Hvernig varð drag til? Hvernig hefur dragið þróast gegnum árin, og hvað nákvæmlega er drag?


Drag/Vogue-danstími við Hafnartorg

Hvar? Hafnartorg
Hvenær? 4. ágúst
Aðgangseyrir? ókeypis!

Þættirnir RuPaul's Drag Race hafa heldur betur slegið í gegn hjá nær öllum aldurshópum. Í hverri seríu fara fram alls kyns áskoranir sem snúast um dans og mun Margrét Erla Maack kenna diskó- og vogue-bræðing við ýmiss konar hinsegin tónlist. Viðburðurinn er ókeypis og er í boði Kramhússins og Sumarborgarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár