Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fáein tilvik gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu vegna mRNA bóluefna

Embætti land­lækn­is vek­ur at­hygli á mögu­leg­um auka­verk­un­um af bólu­efn­um Pfizer/Bi­oNTech og Moderna, sér í lagi hjá ung­um karl­mönn­um. Ekki er mælt með bólu­setn­ingu hraustra 12-15 ára barna í bili.

Fáein tilvik gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu vegna mRNA bóluefna
Bólusetning Heilbrigðisstarfsmenn eiga að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fáein tilvik fátíðra aukaverkana eftir bólusetningu með mRNA bóluefnum hafa komið upp hér á landi. Embætti landlæknis vekur athygli á þessu á vef sínum í dag.

Lyfjastofnun Evrópu hefur skorið úr um að aukin tíðni gollurshússbólgu (e. pericardititis) og hjartavöðvabólgu (e. myocarditis) sé eftir bólusetningu með mRNA bóluefnunum frá fyrirtækjunum Pfizer/BioNTech og Moderna. Um það bil eitt tilvik kemur upp við hverja 100.000 skammta og virðast þetta því fátíðar aukaverkanir.

„Slík atvik virðast algengust hjá ungum karlmönnum og eftir seinni skammt en til hjá öllum kynjum, á öllum aldri og hafa komið upp eftir fyrri skammt,“ segir í grein embættisins. „Sjúkdómsgangur er sagður svipaður og við gollurshússbólgur og hjartavöðvabólgur af öðrum orsökum, en í einhverjum tilvikum hefur þurft meðferð á sjúkrahúsi, jafnvel á gjörgæslu.“

Ekki mælt með bólusetningu hraustra barna í bili

Lyfjastofnun Evrópu segir fimm dauðsföll hafa orðið í tengslum við þess aukaverkun í Evrópu, hjá öldruðum einstaklingum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Embætti landlæknis hvetur því einstaklinga sem fá mRNA bóluefni til að leita sér læknisaðstoðar ef þeir taka eftir mæði, þungum eða óreglulegum hjartslætti eða brjóstverk innan tveggja vikna frá bólusetningu.

„Því verður ekki mælt með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við COVID-19 að svo stöddu“

Þá ættu heilbrigðisstarfsmenn að tilkynna atvik af þessu tagi til Lyfjastofnunar. „Þar til nánari upplýsingar um tíðni og sjúkdómsgang gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu eftir mRNA bólusetningu barna við COVID-19 liggja fyrir, og á meðan smithætta vegna COVID-19 er hverfandi hérlendis er ekki hægt að útiloka að hætta á alvarlegum aukaverkunum sé meiri en hætta á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 hjá hraustum börnum,“ segir í grein embættisins. „Því verður ekki mælt með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við COVID-19 að svo stöddu. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu barna sinna á einstaklingsgrundvelli eftir sumarleyfi heilsugæslu. Mælt er með að börn með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna COVID-19 séu bólusett.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár