Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fáein tilvik gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu vegna mRNA bóluefna

Embætti land­lækn­is vek­ur at­hygli á mögu­leg­um auka­verk­un­um af bólu­efn­um Pfizer/Bi­oNTech og Moderna, sér í lagi hjá ung­um karl­mönn­um. Ekki er mælt með bólu­setn­ingu hraustra 12-15 ára barna í bili.

Fáein tilvik gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu vegna mRNA bóluefna
Bólusetning Heilbrigðisstarfsmenn eiga að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fáein tilvik fátíðra aukaverkana eftir bólusetningu með mRNA bóluefnum hafa komið upp hér á landi. Embætti landlæknis vekur athygli á þessu á vef sínum í dag.

Lyfjastofnun Evrópu hefur skorið úr um að aukin tíðni gollurshússbólgu (e. pericardititis) og hjartavöðvabólgu (e. myocarditis) sé eftir bólusetningu með mRNA bóluefnunum frá fyrirtækjunum Pfizer/BioNTech og Moderna. Um það bil eitt tilvik kemur upp við hverja 100.000 skammta og virðast þetta því fátíðar aukaverkanir.

„Slík atvik virðast algengust hjá ungum karlmönnum og eftir seinni skammt en til hjá öllum kynjum, á öllum aldri og hafa komið upp eftir fyrri skammt,“ segir í grein embættisins. „Sjúkdómsgangur er sagður svipaður og við gollurshússbólgur og hjartavöðvabólgur af öðrum orsökum, en í einhverjum tilvikum hefur þurft meðferð á sjúkrahúsi, jafnvel á gjörgæslu.“

Ekki mælt með bólusetningu hraustra barna í bili

Lyfjastofnun Evrópu segir fimm dauðsföll hafa orðið í tengslum við þess aukaverkun í Evrópu, hjá öldruðum einstaklingum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Embætti landlæknis hvetur því einstaklinga sem fá mRNA bóluefni til að leita sér læknisaðstoðar ef þeir taka eftir mæði, þungum eða óreglulegum hjartslætti eða brjóstverk innan tveggja vikna frá bólusetningu.

„Því verður ekki mælt með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við COVID-19 að svo stöddu“

Þá ættu heilbrigðisstarfsmenn að tilkynna atvik af þessu tagi til Lyfjastofnunar. „Þar til nánari upplýsingar um tíðni og sjúkdómsgang gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu eftir mRNA bólusetningu barna við COVID-19 liggja fyrir, og á meðan smithætta vegna COVID-19 er hverfandi hérlendis er ekki hægt að útiloka að hætta á alvarlegum aukaverkunum sé meiri en hætta á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 hjá hraustum börnum,“ segir í grein embættisins. „Því verður ekki mælt með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við COVID-19 að svo stöddu. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu barna sinna á einstaklingsgrundvelli eftir sumarleyfi heilsugæslu. Mælt er með að börn með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna COVID-19 séu bólusett.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár