Efnahags- og samvinnustofnun Evrópu (OECD) hvetur Íslendinga til þess að leggja á græna skatta og auka útgjöld til sjálfbærra samgangna í nýrri skýrslu um hagkerfi Íslands. Stofnunin gefur út skýrslu með áherslu á Ísland á tveggja ára fresti og er að þessu sinni lögð áhersla á að hvetja íslensk yfirvöld til að lækka kolefnisfótspor Íslendinga, sem er að höfðatölu mun stærra en flestra annarra aðildarríkja þrátt fyrir ríkulegt aðgengi að sjálfbærri orku.
„Íslensk loftslagsstefna ætti að byggja á skilvirkum kolefnissköttum samhliða fjárfestingu í kolefnislágri tækni. Tekjum af kolefnissköttum ætti að dreifa aftur til heimila og fyrirtækja,“ segir í kynningu á skýrslunni. Ein af lykiláherslum OECD fyrir Ísland er að „auka útgjöld til innviða kolefnislágra samgangna, orkuskipta og stafrænnar umbyltingar“.
Stórt kolefnisspor þrátt fyrir sjálfbæra orku
Að mati sérfræðinga stofnunarinnar „skortir forgangsröðun“ í loftslagsstefnu stjórnvalda og byggir hún að mestu á tæknilegum lausnum. Útblástur gróðurhúsalofttegunda á mann hefur staðið í stað …
Athugasemdir