Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

OECD ráðleggur Íslendingum kolefnisskatta og grænar samgöngur

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un Evr­ópu legg­ur til í skýrslu sinni að Ís­land geri end­ur­bæt­ur á mennta­kerf­inu, auki skil­virk­an stuðn­ing við ný­sköp­un og styrki græn­ar sam­göng­ur.

OECD ráðleggur Íslendingum kolefnisskatta og grænar samgöngur
Hjólreiðamaður OECD hvetur til fjárfestinga í innviðum fyrir grænar samgöngur. Mynd: Shutterstock

Efnahags- og samvinnustofnun Evrópu (OECD) hvetur Íslendinga til þess að leggja á græna skatta og auka útgjöld til sjálfbærra samgangna í nýrri skýrslu um hagkerfi Íslands. Stofnunin gefur út skýrslu með áherslu á Ísland á tveggja ára fresti og er að þessu sinni lögð áhersla á að hvetja íslensk yfirvöld til að lækka kolefnisfótspor Íslendinga, sem er að höfðatölu mun stærra en flestra annarra aðildarríkja þrátt fyrir ríkulegt aðgengi að sjálfbærri orku. 

„Íslensk loftslagsstefna ætti að byggja á skilvirkum kolefnissköttum samhliða fjárfestingu í kolefnislágri tækni. Tekjum af kolefnissköttum ætti að dreifa aftur til heimila og fyrirtækja,“ segir í kynningu á skýrslunni. Ein af lykiláherslum OECD fyrir Ísland er að „auka útgjöld til innviða kolefnislágra samgangna, orkuskipta og stafrænnar umbyltingar“.

Stórt kolefnisspor þrátt fyrir sjálfbæra orku

Að mati sérfræðinga stofnunarinnar „skortir forgangsröðun“ í loftslagsstefnu stjórnvalda og byggir hún að mestu á tæknilegum lausnum. Útblástur gróðurhúsalofttegunda á mann hefur staðið í stað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár