Framganga Samherja í Namibíu hefur verið til umfjöllunar síðastliðið eitt og hálft ár. Namibíumálið hefur teygt anga sína víða um heim og hafa rannsóknir staðið yfir á Samherja og dótturfélögum í fimm löndum nær óslitið síðan. Málið hefur varpað ljósi á starfsaðferðir útgerðarrisans, ekki bara þegar kemur að því hvernig kvóta er aflað, heldur líka hvernig innra hagkerfi fyrirtækisins virkar. Hvernig ríkasta fjölskylda landsins hefur getað stjórnað því að miklu leyti hvar hagnaðurinn af fjölskyldufyrirtækinu verður til.
Í þeim tilgangi hefur Samherji sett upp net fyrirtækja sem hafa sum hver enga starfsemi, nema á pappírum. Þessi fyrirtæki eru á Íslandi, Færeyjum, Kýpur og Máritíus, sem dæmi. Í gegnum þetta net flæðir afrakstur af ábatasömum fiskveiðum útgerðarinnar. Allt er þetta gert með aðstoð og fyrir tilstilli fólks sem kemur fram fyrir hönd Samherja á hverjum stað. Einhverra hluta vegna virðist margt þeirra eiga það sameiginlegt að hafa sterk pólitísk tengsl.
En …
Athugasemdir