Ríkissaksóknarinn í Namibíu heldur áfram að reyna að fá þrjá núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja framselda til landsins í tengslum við rannsóknin á Namibíumálinu. Embætti ríkissaksóknara á Íslandi hefur hins vegar nú þegar hafnað beiðni Namibíu um þetta einu sinni, í febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint í namibíska blaðinu The Namibian í dag. Um er að ræða þá Aðalstein Helgason, Egil Helga Árnason og Ingvar Júlíusson sem allir komu að rekstri eða fjárstýringu Namibíuútgerðar Samherja.
Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari hefur hins vegar verið alveg skýr með það Ísland muni ekki framselja neina Samherjamenn til Namibíu. „Lögin segja skýrt að íslensk stjórnvöld framselja ekki íslenska ríkisborgara til Namibíu,“ hefur Helgi Magnús sagt við Stundina. …
Athugasemdir