Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra getur veitt laxeldisfyrirtæki Löxum ehf. tímabundið starfsleyfi til að stunda 10 þúsund tonna laxeldi í Reyðarfirði þrátt fyrir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi afturkallað starfsleysi fyrirtækisins fyri helgi. Þetta segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, í samtali við Stundina. Jens Garðar er fyrrverandi stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). „Ráðherra hefur heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi en við erum nú ekki komin svo langt. Þetta gerðist nú bara á föstudaginn. Við erum bara að skoða tímalínur hjá okkur og hverng þetta leggst,“ segir Jens Garðar. Hann segir að hann hafi ekki rætt málið við Kristján Þór Júlíusson sjávartúvegsráðherra að svo stöddu.
Jens Garðar tjáði sig einnig um afturköllun starfsleyfisins við sjávarútvegsblaðið Salmon Business fyrr í dag og virðist þar biðla til ráðherrans svo að starfsemi Laxa raskist ekki. „Sjávarútvegsráðherrann getur gefið út tímabundið starfsleyfi þar til MAST hefur gefið út nýtt starfsleyfi. Auðvitað er …
Athugasemdir