Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði við Stundina í viðtali sem birtist í síðustu viku að einn af möguleikum Seðlabanka Íslands til að ná niður verðbólgunni í landinu væri að hækka stýrivexti. Öfugt við yfirlýsingu Seðlabanka Íslands í lok mars þá hefur verðbólgan í landinu haldið áfram að aukast þrátt fyrir spár um ætlaða lækkun og mælist nú 4,6 prósent eftir að hafa verið í 4,3 prósent í byrjun árs, í kjölfarið á mikilli gengislækkun íslensku krónunnar á síðasta ári.
Um verðbólguna og baráttuna við hana sagði Ásgeir í viðtalinu: „Ef verðbólgan fer ekki niður þá verðum við að grípa til aðgerða eins og að hækka vexti eða að fara að toga peningana til baka sem við höfum sent út í kerfið. Það er eitthvað sem við erum alveg reiðubúnir til. Við verðum að halda verðbólgunni stöðugri.“
Athugasemdir