Skólasystir Kolbrúnar Þorsteinsdóttur, einnar stúlknanna sem hefur lýst því að hafa verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi, segist hafa gengið á fund skólastjórnenda í Hrafnagilsskóla og greint frá frásögn Kolbrúnar af ofbeldinu. Frásögn stúlkunnar var vísað á bug með þeim orðum að Kolbrún væri vandræðaunglingur og ekki ætti að trúa því sem hún segði um vistunina á Laugalandi.
Þáverandi skólastjórnendur segjast ekki minnast þess að þeim hafi verið greint frá því að ofbeldi væri beitt á Laugalandi á umræddum tíma. Fyrrverandi skólastjóri, Karl Frímannsson, segir hins vegar að þá valdbeitingu sem beitt var til að „stöðva óæskilega hegðun unglinga“ á meðferðarheimilinu á sínum tíma myndi hann tengja við ofbeldi í dag.
Athugasemdir