Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það sóun á skattpeningum ef ríkið stofnar nýtt fyrirtæki í samkeppni við fyrirtækið Auðkenni til að bjóða rafræn skilríki. Hátt verð sé mögulega ástæðan ef ríkinu tekst ekki að kaupa Auðkenni, en ríkið hafi fært einkaaðilanum verðmætin í hendurnar með því að smala fólki í viðskipti við Auðkenni vegna skuldaleiðréttingarinnar.
Stundin fjallaði nýverið um fyrirhuguð kaup ríkisins á Auðkenni, sem hefur verið rekið með tapi nær allar götur síðan ríkið gerði samstarfssamning við fyrirtækið árið 2007. Framkvæmdastjóri Auðkennis starfaði hjá fjármálaráðuneytinu þegar samningurinn var gerður en réði sig í kjölfarið til fyrirtækisins. Stjórnvöld beindu síðar almenningi í viðskipti við fyrirtækið í tengslum við skuldaleiðréttinguna svokölluðu.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar um hvar samningaviðræður um kaup á Auðkenni standa. Ekki er vitað hvort eitthvað liggi fyrir um kaupverð og skilmála eða hvort ríkið muni …
Athugasemdir