Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsóknin á Namibíumáli Samherja í Færeyjum: „Stundum er best að vita ekki“

Fær­eyska rík­is­sjón­varp­ið teikn­ar upp mynd af því hvernig Sam­herji stýr­ir í reynd starf­semi út­gerð­ar í Fær­eyj­um sem fé­lag­ið á bara fjórð­ungs­hlut í. Sam­starfs­menn Sam­herja í Fær­eyj­um, Ann­finn Ol­sen og Björn á Heyg­um, vissu ekki að fé­lög­in hefðu stund­að við­skipti við Kýp­ur­fé­lög Sam­herja.

Rannsóknin á Namibíumáli Samherja  í Færeyjum: „Stundum er best að vita ekki“
Eins og dótturfélag Jóhannes Stefánsson lýsir því í þætti færeyska ríkissjónvarpsins hvernig hann hafi ávallt talið Framherja í Færeyjum vera dótturfélag Samherja þegar raunin er sú að Samherji á bara fjórðung í félaginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Vegna þess að stundum er best að vita ekki,“ segir Annfinn Olsen, framkvæmdastjóri Samherjafélagsins Framherja í Færeyjum aðspurður um það af hverju Framherji hefur millifært peninga til félaga Samherja á Kýpur í gegnum tíðina. Þetta kemur fram í heimildarmynd færeyska ríkissjónvarpsins um þann hluta Samherjamálsins í Namibíu sem snýst um starfsemi Samherja í Færeyjum.

Seinni hluti heimildarmyndar færeyska ríkissjónvarpsins var sýndur í gær og er meðal annars vísað í umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um Kýpurstarfsemi Samherja. Fyrri hlutinn var sýndur fyrir skömmu en þar kom meðal annars fram að skattayfirvöld í Færeyjum hefðu Samherja til rannsóknar. 

Samtal Annfinns og blaðamanns færeyska ríkissjónvarpsins er nokkuð áhugavert þar sem alveg ljóst er að Annfinn vissi ekki um umrædd viðskipti við Kýpurfélögin þegar blaðamaðurinn greinir honum frá þeim. 

Blaðamaður: Þetta eru fyrirtækin. Þetta eru fyrirtæki á Kýpur.

Annfinn: Erum við þarna?

Blaðamaður: Já, þið eruð þarna. 

Annfinn: Í fyrirtækjum á Kýpur?

Blaðamaður: Já, þetta eru viðskipti milli tengdra félaga. Ég skal senda þér tölvupóst. 

Annfinn:  Þetta er búið hjá okkur núna. Ég vil ekki halda þessu áfram.

Blaðamaður: Bara svo þú vitir það þá er ég ekki að ljúga að þér. 

Annfinn. Ok.

Stundum er best að vita ekkiAnnfinn Olsen segir við færeyska ríkissjónvarpið að stundum sé best að vita ekkert þegar hann jánkar því að hann hafi ekki vitað um viðskipti félagsins sem hann stýrir við dótturfélög Samherja á Kýpur.

Samstarfsmenn Samherja koma af fjöllum

Annfinn Olsen hefur unnið fyrir Samherja í Færeyjum í mörg ár og spurði færeyska ríkissjónvarpið hann út í millifærslur og viðskipti til og frá félögum Samherja í Færeyjum til og frá félögum Samherja  á Kýpur sem ætla hefði mátt að Annfinn kannaðist við sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Miðað við svör Annfinns í þættinum þá kannast hann ekki við þessi viðskipti á milli Færeyjafélags Samherja og félaganna á Kýpur. „Ég veit ekkert um þetta,“ segir hann í heimildarmyndinni. Á öðrum stað í viðtalinu segir Annfinn að hann búi ekki yfir upplýsingum um þessi viðskipti og að færeyska ríkissjónvarpið þurfi að spyrja Samherja um þau.

Eins og segir í frétt færeyska ríkissjónvarpsins þá vissi Anfinn ekki um þessi viðskipti á milli færeysku félaganna og félaganna á Kýpur fyrr en eftir að færeyska ríkissjónvarpið sýndi honum ársreikninga félaga Samherja á Kýpur, Esju Shipping og Esju Seafood. 

Í færeyska ríkissjónvarpinu er einnig viðtal við annan færeyskan samstarfsmann Samherja, Björn á Heygum, sem setið hefur í stjórnum félaga Samherja í Færeyjum um árabil, þar sem hann segist ekkert hafa vitað um þessi viðskipti til og við Kýpurfélög Samherja heldur. 

Samherji á bara fjórðung í Framherja

Það sem er áhugavert við þetta er meðal annars það að Samherji á ekki allt útgerðarfélagið í Færeyjum þar sem slíkt er ekki leyfilegt samkvæmt færeyskum lögum, þar sem erlendir aðilar mega ekki eiga meirihluta í þarlendum útgerðarfélögum. Samherji á einungis 25 prósent í félaginu. Samherji virðist hins vegar stýra færeyska félaginu, meðal annars án þess að sjálfur framkvæmdastjóri félagsins komi þar að í vissum tilfellum, og býr hann ekki sjálfur yfir upplýsingum um ölll viðskipti Samherja í gegnum félagið. 

Í heimildarmyndinni er haft eftir Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Namibíumálinu, að hann hafi alltaf talið að Samherji ætti Framherja og að félagið væri eitt af dótturfélögum íslensku útgerðarinnar. Svo er hins vegar ekki og sýna viðskipti Samherja til og frá Færeyum til Kýpur framhjá framkvæmdastjóranum Annfinn Olsen að sú tilgáta að Samherji hafi í reynd gengið um Framherja eins og dótturfélag sitt virðist ekki vera úr lausi lofti gripin.

Staðan virðist því vera sú að þrátt fyrir umrædd lög í Færeyjum þá stýri Samherji Framherja líkt og öðrum dótturfélögum sínum sem félagið á til fulls eða meirihluta í. 

„Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp“
Baldvin Þorsteinsson

Sett í samhengi við tölvupóst Baldvins

Færeyska ríkissjónvarpið setur málið í samhengi við tölvupóst frá Baldvin Þorsteinssyni, syni Þorsteins Más Baldvinssonar, sem Stundin greindi frá árið 2019 þar sem fram kom af hverju Samherji ætti að notast við Kýpur í starfsemi sinni þar sem útgerðin gæti með þeim hætti stýrt því hvar hagnaðurinn innan Samherjasamstæðunnar myndi verða til. Þetta væri gott í skattalegum tilgangi. „Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp,“ sagði Baldvin meðal annars í tölvupóstinum. 

Ríkissjónvarpið færeyska setur viðskiptin frá og til Færeya í gegnum Kýpur því í samband við mögulega milliverðlagningu, transfer pricing, innan Samherjasamstæðunnar auk þess sem Namibíumálið er í forgrunni í umfjölluninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár