Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Afmælistónleikar, rasismi og kosmísk myndlist

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 31. mars til 22. apríl.

Afmælistónleikar, rasismi og kosmísk myndlist

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

Blindhæð

Hvar? Borgarbókasafnið Grófin
Hvenær? Til 11. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listaverkin á þessari sýningu vísa í persónulegar upplifanir fjögurra listamanna af rasisma og mismunun í Evrópu og skandinavísku samhengi. Viðfangsefnið er skoðað út frá reynsluheimi listafólksins, sem bjóða áhorfandanum upp á leiðir til að horfast í augu við eigin fordóma frá ólíkum sjónarhornum, til að horfa handan blindhæðarinnar og sjá lifaðan veruleika einstaklinga sem eru ekki hvítir á hörund eða falla ekki inn í samfélag innfæddra. Þessi sýning er í senn innsýn inn í öráreitni, samfélagslega skúfun og kerfisbundinn rasisma, og líka tækifæri til að takast á við þessi samfélagslegu vandamál. Á sýningunni má sjá verk Salad Hilowle, Nayab Ikram, Hugo Llanes og Claire Paugam.

70 ára afmælistónleikar Björgvins

Hvar? Myndlykill Símans eða netstreymi
Hvenær? 16. apríl kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.400 kr.

Björgvin Halldórsson hefur verið hluti af íslenskri dægurtónlist í fjölda áratuga, en hann var ein af fyrstu poppstjörnum landsins á 7. áratugnum. Björgvin er meðal annars þekktur fyrir jólalögin sín fjölmörgu sem hann aðlagaði úr eldri ítölskum lögum. Hann heldur upp á afmæli sitt með streymistónleikum þar sem hann rifjar upp ferilinn í tali, tónlist og myndum.

Stöplar

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? Til 15. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hugmyndin að baki þessari sýningu Unnars Ara Baldvinssonar er jafnvægið á litum, formum, myndinni sjálfri og rammanum í kring. Litir samsettir með formum sem teygja sig yfir og út fyrir rammann. Rammarnir eru smíðaðir sérstaklega í kringum tréplötur og litirnir flæða þar yfir.

Augnsamband

Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni
Hvenær? Til 15. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verkin á þessari sýningu eru flest unnin á tímum Covid-19, en Anna Gunnlaugsdóttir nálgast ásjónu faraldursins í gegnum andlit máluð á striga og pappír. Andlitsmyndirnar vísa í innra ástand okkar við áreiti umhverfisins í breyttri samfélagsmynd á tímum veirunnar, þar sem einangrun, kvíði og óöryggi ráða ferðinni, en þar ríkir líka ákveðinn friður í einfaldari dagskipan. 

Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 22. apríl til 17. október
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast gjarnan inn á vangaveltur um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Á þessari sýningu nýtir Sirra umfangsmesta skúlptúr Ásmundar, bygginguna sjálfa, og speglaða geisla sólarinnar til að búa til risavaxna teikningu í formi abstrakt sólúrs.

Berskjölduð

Hvar? Listasafn Reykjanesbæjar
Hvenær? Til 25. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýningin er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sýningin er verkefni meistaranema í sýningagerð við Listaháskóla Íslands.

Jörðin geymir marga lykla

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? Til 25. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu kannar skoska myndlistarkonan Katie Paterson heimspekilegar og raunverulegar tengingar manneskjunnar við umheiminn. Hún hefur kortlagt dauðar stjörnur himingeimsins, búið til ljósaperu sem gefur frá sér tunglskin, endursent loftstein út í geim og þróað ilmkerti sem brennur í ferðalagi frá ilmandi yfirborði jarðar, upp til tunglsins og loks inn í tómarúm.

Skýjaborg

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 15. maí
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Skýjaborg er sýning á verkum fjögurra samtímalistamanna sem sprettur úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. Skýjaborg vitnar um háleitar áætlanir á stórum og smáum skala. Einstaklinga sem byggja sér heimili úr niðurníddum kofa, ung pör sem reisa fjölbýli og samtök íbúa sem láta til sín taka í málefnum síns bæjarfélags.

Töfrafundur – áratug síðar

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 30. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning er næsti kaflinn í starfi listamannateymisins Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni, sem einkennist af félagslegri virkni og inngripi, þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktívisma, auk þess sem þau vinna með kynngi listarinnar og mögulegan kraft hennar til að stuðla að samfélagslegum breytingum. 

Eilíf endurkoma

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? Til 19. september
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885–1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár. Verk eftir fimmtán listamenn, meðal annars Ragnar Kjartansson og Steinu Vasulku, og eitt listamannateymi eru til sýnis með verkum Kjarvals.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár