Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“

Lars Lund­sten, finnsk­ur fræði­mað­ur sem starfar við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir að það sé ekki skrít­ið að Ís­land sé tal­ið vera spillt­asta land Norð­ur­land­anna. Hann seg­ir að á Ak­ur­eyri megi helst ekki tala um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu.

Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“
Valdakerfi klansins Finnski fræðimaðurinn Lars Lundsten, sem starfar við Háskólann á Akureyri, lýsir því í grein í finnsku blaði hvernig það sem hann kallar „valdakerfi klansins“ myndar hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. Hann setur Samherjamálið í Namibíu í samhengi í við þetta og nefnir sem dæmi að það megi helst ekki tala um málið á Akureyri. Mynd: Davíð Þór

Finnskur fræðimaður og starfsmaður Háskólans á Akureyri, Lars Lundsten, segir að það sé ekki skrítið að Ísland sé ofar á lista yfir spillingu en hin Norðurlöndin. Hann segir að í íslenskt samfélag sé innbyggt eins konar valdakerfi klansins þar sem menn mynda hópa sem standa saman í gegnum súrt og sætt og gera hverjir öðrum greiða sem miða að því að bæta stöðu hvers annars. Eðli þessa kerfis sé því fyrirgreiðslupólitík á báða bóga. Oft og tíðum þurfi því ekki að greiða fé eða önnur gæði í beinar mútur þar sem þetta valdakerfi, sem hann kallar valdakerfi „klansins“, geri þær óþarfar. Orðrétt segir Lars um þetta: „Valdakerfi klansins er tegund spillingar þar sem peningar eða aðrar beinar mútur eru óþarfar. Kerfið gengur út á að gera greiða og taka við greiðum.“

Þetta kemur fram í grein eftir Lars í finnska blaðinu Hufudstabladet sem birt var á mánudaginn. Blaðið er stærsta og víðlesnasta dagblað Finnlands sem gefið er út á sænsku en þar í landi hefur minnihluta landsmanna, tæplega 300 þúsund, sænsku að móðurmáli og kallast Finnlandssvíar. 

Samstaðan í íslensku samfélagiLars lýsir því hvernig hin mikla samstaða sem einkennir íslenskt samfélag hafi líka sínar skuggahliðar.

Lars hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá árinu 2016 og er nú forstöðumaður doktorsnáms við skólann. Áður var hann forseti félagsvísindadeildar. Rannsóknar- og sérsvið hans er fjölmiðlafræði. Tengsl hans við Ísland ná hins vegar ennþá lengra aftur en hann var skiptinemi á Íslandi á áttunda áratugnum og er með BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands. Áður en hann gerðist fræðimaður starfaði hann sem blaðamaður á bæði finnsku og sænsku.

Eitt íslenskt orðatiltæki sem Lars notar til að kjarna málflutning sinn um íslenskt samfélag í greininni er að maður eigi ekki „að rugga bátnum“ of mikið eða að „skíta í eigið bú“ eins og hann orðar það á finnlandssænsku. 

Spilltast á NorðurlöndunumInntakið í grein Lars Lundsten er að Ísland sé spilltast Norðurlandanna vegna þess að íslensku samfélagi sé stjórnað af fyrirgreiðslupólitík manna á milli og þar sem beinar mútur þurfi í reynd ekki.

Smæð íslensks samfélags og samstaðan 

Í grein sinni fjallar Lars um smæð íslenska samfélags, samheldni þess og erfiðleikana sem geta falist í því að fólk þekkist svo vel innbyrðist. Hann setur þessa eiginleika í samhengi við Samherjamálið svokallaða í Namibíu en höfuðstöðvar Samherja eru sem kunnugt er á Akureyri þar sem útgerðin er með um 500 starfsmenn í vinnu. 

Lars segir sögu af því að fyrir skömmu hafi hann rekist á kunningja sinn á Akureyri og að hann hafi sagt við hann í léttum dúr að hann hafi dregist inn í Samherjamálið. Kunningin varð hins vegar vandræðalegur þegar Lars nefndi Samherja. „Kunningi minn þagði þegar hann heyrði orðið Samherji. Ég dreif mig í að utskýra að þetta snérist bara um iðnaðarmann sem hafði ekki getað komið og hjálpað mér með gólfið í bílskúrnum vegna þess að hann hefði fengið svo mikla vinnu hjá Samherja. Vinur minn veit að maður á aldrei að gagnrýna einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir fyrir eitthvað misjafnt hér í þessu landi,“ segir Lars og útskýrir það með þeim orðum að best sé að „rugga ekki bátnum“.

Sagan sem Lars segir um vin sinn á Akureyri rímar ágætlega við kjarnann í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um áhrif Samherjamálsins í Namibíu á íbúa Akureyrar og þau mismunandi viðhorf sem Eyfirðingar hafa til fyrirtækisins í samanburði við fólk sem er búsett annars staðar á landinu. 

Lars segir að þessi samstaða fólks á Íslandi sé að ýmsu leyti jákvæð og tekur dæmi af árangri Íslendinga í baráttunni við Covid. „Félagslega samstaðan er stór og mikilvægur þáttur í menningunni. Við erum stór fjölskylda þar sem öllum getur liðið eins og þeir séu öruggir. Það sem er verst er að vera útilokaður og jaðarsettur. Þetta sterka innbyrðis trygglyndi er ein af ástæðum þess að Íslandi hefur gengið vel í baráttunni við COVID.“

Tekur tengsl Kristjáns Þórs sem dæmiLars Lundsten tekur tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við Samherja sem dæmi um spillingu íslensks samfélags í grein sinni.

Neikvæðar hliðar samstöðunnar

En Lars bendir einnig á að þessi samstaða meðal fólks sem einkennir íslenskt samfélag hafi einnig neikvæðar afleiðingar. „Neikvæða hliðin á hinni sterku samstöðu í íslensku samfélagi er að erfiðlega getur gengið að koma lögum yfir bæði stóra og litla skúrka. Maður getur ekki kært, handtekið og ennþá síður dæmt frænda sinn eða besta tenórinn í kirkjukórnum. […] Ósýnilegri og kannski ennþá hættulegri skuggahlið samfélagsins er valdakerfi klansins sem enn þann dag í dag myndar hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. Það mikilvæga er ekki alltaf hvað þú getur eða hvað þú gerir heldur hver þú ert, það er að segja hvað fjölskyldu eða stjórnmálaflokki þú tilheyrir.“

Lars setur þessi einkenni sem hann þykist sjá á íslensku samfélagi svo í samband við Samherjamálið í Namibíu og „náin tengsl“ Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirtækið. Ítrekað hefur verið fjallað um þessi tengsl í fjölmiðlum á Íslandi.  Kristján Þór hefur nú gefið út að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í komandi þingkosningum á þessu ári og setur þessi tengsl hans í samhengi við rannsóknina á Namibíumálinu á Íslandi og í Namibíu og gefur í skyn að þessi tengsl ráðherrans kunni að hafa áhrif á gang rannsóknarinnar. Samherjmálið segir Lars „málið sem helst ekki má nefna“ á Akureyri.

Lars klykkir svo út með að það sé ekki skrítið að Ísland sé spilltast á Norðurlöndunum. „Það er sem sagt ekki einkennilegt að Ísland sé gagnrýnt meira fyrir spillingu en hin Norðurlöndin. Hin fjögur Norðurlöndin er meðal þeirra sjö landa í heiminum þar sem spilling er talin vera minnst  á meðan Ísland er í sautjánda sæti á listanum sem Transparency International birtir reglulega.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimavígi Samherja

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár