Félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hefur keypt húsið í Þingholtsstræti, sem hýsti Borgarbókasafn Reykjavíkur til margra ára, af íslensku eignarhaldsfélagi sem er í eigu undirmanns hans hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen, Árna Harðarsyni, og starfsmanni Alvogen í Bandaríkjunum, Divya C Patel. Félagið sem kaupir húsið heitir Þ29 ehf.
Eignarhaldsfélagið sem á meirihluta í íslenska félaginu sem selur húsið heitir Aztiq Cayman og er skráð í skattaskjólinu Cayman-eyjum. Kaupverðið er 410 milljónir króna.
Í svörum frá Láru Ómarsdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingarfélags Róberts Wessmann, Aztiq, kemur fram að félagið sem kaupir húsið sé í eigu eignarhaldsfélags í eigu Róberts sem heitir Hrjáf ehf. Þ29 ehf. var áður í eigu undirmanns Róberts hjá Alvogen, Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar, og er hann ennþá skráður eigandi félagsins í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
Lára segir að þessar upplýsingar um eignarhald Jóhanns séu ekki réttar þar sem þær hafi ekki verið uppfærðar: „Hrjáf er í eigu Aztiq og þannig undir …
Athugasemdir