Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ungliðar mótmæla samningi við Jón Steinar: „Áslaug Arna, ertu að grínast?“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur sam­ið við Jón Stein­ar Gunn­laugas­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara, um að­stoð við um­bæt­ur á rétt­ar­kerf­inu. Ung­l­iða­hreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar segja hann ít­rek­að hafa graf­ið und­an trú­verð­ug­leika brota­þola kyn­ferð­isof­beld­is.

Ungliðar mótmæla samningi við Jón Steinar: „Áslaug Arna, ertu að grínast?“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson Ungliðahreyfingar gagnrýna að hæstaréttardómarinn fyrrverandi sé fenginn í verkefnið.

Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar og Viðreisnar gagnrýna á samfélagsmiðlum að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi samið við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, um aðstoð við vinnu við úrbætur í réttarkerfinu.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Áslaug Arna hefði samið við Jón Steinar um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu.

Í færslu á Twitter vísa Ungir jafnaðarmenn í fjölmiðlaumfjöllun um Jón Steinar sem hefur verið umdeildur í gegnum tíðina. Var hann árið 2001 dæmdur í héraðsdómi fyrir að hafa brotið gegn friðhelgi dóttur skjólstæðings síns, sem sýknaður var af kynferðisbroti gegn henni í Hæstarétti.

Þá sendi hann bréf fyrir hönd Roberts Downey, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot, til innanríkisráðuneytisins og þrýsti á að hann fengi uppreist æru. Hann hélt því einnig fram í grein í Morgunblaðinu að menn hefðu ver­ið dæmd­ir fyr­ir kyn­ferð­is­brot og barn­aníð þrátt fyr­ir að vera sak­laus­ir. Slíkt hef­ur aldrei sann­ast á Ís­landi.

„Það er blaut tuska framan í þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi“

„Áslaug Arna velur þennan mann – af öllum – til að vinna að úrbótum á meðferð sakamála í réttarkerfinu,“ stendur í færslu Ungra jafnaðarmanna. Það er blaut tuska framan í þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi.“

Spyrja ráðherra hvort hún sé að grínast

Þá vísa Ungir jafnaðarmenn í sérálit sem Jón Steinar skrifaði þegar Hæstiréttur dæmdi karlmann í þriggja mánaða skilorðisbundið fangelsi fyrir alvarlega árás á eiginkonu sína. Vildi Jón Steinar að dómurinn yrði mildaður vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið. „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða," sagði Jón Steinar í séráliti sínu.

„Áslaug Arna, ertu að grínast?“

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, gagnrýnir Jón Steinar einnig í Twitter færslu. „Jón Steinar hefur ítrekað grafið undan trúverðugleika brotaþola kynferðisofbeldis, sagt þeim að fyrirgefa ofbeldismönnum sínum og barist fyrir því að dæmdur barnaníðingur fengi uppreist æru. Áslaug Arna, ertu að grínast?

Degi eftir að níu konur kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna vankanta á kerfinu þegar kemur að kynbundu ofbeldi er þessi maður fenginn til að fara yfir kerfið. Þetta vekur ekki upp traust um að úrbætur á kerfinu verði gerðar með fórnarlömb kynbundis ofbeldis í huga.“

Fær allt að 1,7 milljón króna fyrir vinnuna

Í samningi dómsmálaráðuneytisins við lögmannsstofu Jóns Steinars segi að verkefnið sé enn í mótun og að um sé að ræða greiningu á málsmeðferðartíma allt frá því rannsókn lögreglu hefst og að upphafi afplánunar, auk viðbragða af ýmsu tagi sem miða að því að stytta þennan tíma.

Réttarfarsnefnd, sem er ráðherra til ráðgjafar í málaflokknum, var ekki upplýst um þessa vinnu og hefur ráðuneytið ekki óskað eftir aðkomu hennar. Miðað er við að Jón Steinar vinni verkið í febrúar, mars og apríl og verji til þess ekki meira en 100 klukkustundum. Tímagjaldið er 17 þúsund krónur og því möguleiki á að þóknun Jóns Steinars verði allt að 1,7 milljón króna.

Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót álykta

Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót sendu frá sér ályktun síðdegis þar sem ákvörðun dómsmálaráðherra er gagnrýnd. Birtist hún hér í heild sinni.

„Í gær buðu 13 kvenna- og jafnréttissamtök til fundar þar sem vakin var athygli á kerfisbundnu misrétti gegn konum í réttarkerfinu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Eitt af því sem samtökin vöktu sérstaka athygli á var að málsmeðferðartími í kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum í réttarkerfinu sé allt of langur, sem hefur slæm áhrif bæði á gæði rannsóknanna og líðan brotaþola í ferlinu. 

Ljóst er að grípa þarf til viðamikilla aðgerða og umbóta til að tryggja réttindi þolenda kynferðisbrota og ofbeldis í nánum samböndum í réttarkerfinu. Það hefði því átt að vera sérstakt fagnaðarefni að strax daginn eftir að femíníska hreyfingin vekur athygli á óréttlæti réttarkerfisins berast fregnir af því að dómsmálaráðherra sé að vinna í því að stytta málsmeðferðartímann. Við teljum þó að dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sendi konum kaldar kveðjur með því að hafa falið Jóni Steinari Gunnlaugssyni það verkefni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 

Jón Steinar hefur haldið því fram í greinarskrifum að íslenskir dómstólar hafi í stórum stíl látið undan kröfum um að slakað verði á sönnunarfærslu í kynferðisbrota- og barnaníðsmálum, að saklausir menn hafi verið ranglega dæmdir og að málsmeðferð dómstóla geri fólki kleift að „ná sér niðri á öðrum með því að bera fram rangar sakargiftir á hendur þeim“. Jón Steinar hefur einnig fullyrt að þolendum kynferðisbrota „myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu“. 

Traust þolenda kynbundins ofbeldis til réttarkerfisins er nú þegar laskað vegna þess hvernig mál þeirra hafa verið meðhöndluð. Að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni það starf að vinna að nauðsynlegum umbótum er alls ekki til þess fallið að auka traust þeirra á kerfinu. 

Við þurfum betra réttarkerfi, en við skipulagningu umbóta er nauðsynlegt að greina núverandi brotalamir út frá sem flestum sjónarhornum. Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót leggja áherslu á að mikilvægt sé að þessi vinna sé unnin af fólki sem hefur hagsmuni þolenda ofbeldis að leiðarljósi.  

Bætum réttarkerfið svo að réttlætið ráði för.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár