Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

800 skjálftar frá miðnætti

Kvika hef­ur ekki náð upp á yf­ir­borð­ið, en skjálfta­virkni jókst aft­ur und­ir morg­un.

800 skjálftar frá miðnætti
Keilir 18 þúsund skjálftar hafa mælst síðustu vikuna. Mynd: Stefán Ari

Tæplega 800 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti, samkvæmt tölum sem Veðurstofan birti í morgun. 2500 skjálftar mældust í gær og í heildina hafa ríflega 18 þúsund jarðskjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir viku síðan.

Mesta virknin er bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst aðeins í suðvestur miðað við virkni gærdagsins. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt, en jókst aftur um fimmleytið. 15 til 20 skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst frá miðnætti.

Eldgos hafa ekki orðið á Reykjanesskaganum í um 780 ár. Þau hafa hins vegar sögulega séð gengið yfir í lotum á 800 til 1.000 ára fresti. Röð eldgosa varð í Reykjaneskerfinu á árunum 1211 til 1240. Síðasta gos varð í Svartsengi, norðan Grindavíkur, árið 1226. Í Krýsuvík, kringum Kleifarvatn og austan við Keili, urðu stórgos árin 1.151 til 1.188. Þá rann hraun bæði í sjó norðan við og sunnan. Loks gaus í Brennisteinsfjöllum, enn austar og nær höfuðborgarsvæðinu, á 10. og 11. öld.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, hefur varað fólk við að reyna að komast á svæði skjálftanna og mögulegs gossvæðis þar sem hætta er á að fólk festist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár