Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

800 skjálftar frá miðnætti

Kvika hef­ur ekki náð upp á yf­ir­borð­ið, en skjálfta­virkni jókst aft­ur und­ir morg­un.

800 skjálftar frá miðnætti
Keilir 18 þúsund skjálftar hafa mælst síðustu vikuna. Mynd: Stefán Ari

Tæplega 800 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti, samkvæmt tölum sem Veðurstofan birti í morgun. 2500 skjálftar mældust í gær og í heildina hafa ríflega 18 þúsund jarðskjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir viku síðan.

Mesta virknin er bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst aðeins í suðvestur miðað við virkni gærdagsins. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt, en jókst aftur um fimmleytið. 15 til 20 skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst frá miðnætti.

Eldgos hafa ekki orðið á Reykjanesskaganum í um 780 ár. Þau hafa hins vegar sögulega séð gengið yfir í lotum á 800 til 1.000 ára fresti. Röð eldgosa varð í Reykjaneskerfinu á árunum 1211 til 1240. Síðasta gos varð í Svartsengi, norðan Grindavíkur, árið 1226. Í Krýsuvík, kringum Kleifarvatn og austan við Keili, urðu stórgos árin 1.151 til 1.188. Þá rann hraun bæði í sjó norðan við og sunnan. Loks gaus í Brennisteinsfjöllum, enn austar og nær höfuðborgarsvæðinu, á 10. og 11. öld.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, hefur varað fólk við að reyna að komast á svæði skjálftanna og mögulegs gossvæðis þar sem hætta er á að fólk festist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár