Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi

Tal­ið er að eld­gos geti haf­ist á næstu klukku­st­un­um suð­ur af Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur. Ragn­ar Stef­áns­son jarð­skjálfta­fræð­ing­ur seg­ir að sér virð­ist kvik­an hafa far­ið stutt upp í sprung­una.

Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Eldgos mögulega að hefjast Óróinn eru suður af fjallinu Keili.

Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi í fyrsta sinn í tæp 800 ár. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að svokallaður óróapúls hafi hafist klukkan 14:20 suður af Keili á Reykjanesi, við Litla Hrút. Slík merki mælist í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að gos sé hafið. 

„Það er kvika að brjóta sér leið. Það er breyting í þróuninni. Þetta er mjög krítísk staða. Órói sem þýðir að kvika er að brjóta skorpuna,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á fundi almannavarna. Að hans sögn getur tekið klukkustundir eða daga fyrir kviku að ná yfirborðinu.

Margt fólk reynir að beygja afleggjarann inn að Keili, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sem veldur hættu á því að fólk festist í blautu undirlaginu. Víðir segir að ef gosið verði að veruleika verði reynt að stýra umferð og útbúa útsýnissvæði.

Hvar yrði gosið?

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að líklegasti uppkomustaður eldgoss sé þar sem gosórói hefur verið að greinast.

„Kvikan velur sér þá leið sem er auðveldast að fara. Þessi kvikugangur hefur verið að þróast. Hann lengdist fyrst í áttina að Keili. Núna er þetta aðeins á öðrum stað, vði suðurendann á þessum gangi. Þetta er aðeins óútreiknanlegt. Getur fært sig til neðanjarðar, en þetta er búið að vera mjög þröngt svæði. Langlíklegasta svæðið, ef það er að koma eldgos, er þar sem þessi órói er og hefur verið unnið með og viðbragðsáætlanir taka mið af.“

Klukkan 15:30 stóð til að þyrla Landhelgisgæslunnar færi í loftið og í yfirflug yfir Keili og Reykjanesið. Samkvæmt því sem Ásgeir H. Erlendson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við Stundina verða tveir starfsmenn almannavarna með í för og skýrst gæti á næstu fimmtán mínútum hvort merki séu um eldsumbrot á yfirborði. 

Eldgos koma í hrinum

Eldgos hafa ekki orðið á Reykjanesskaganum í um 780 ár. Þau hafa hins vegar sögulega séð gengið yfir í lotum á 800 til 1.000 ára fresti. Röð eldgosa varð í Reykjaneskerfinu á árunum 1211 til 1240. Síðasta gos varð í Svartsengi, norðan Grindavíkur, árið 1226. Í Krýsuvík, kringum Kleifarvatn og austan við Keili, urðu stórgos árin 1.151 til 1.188. Þá rann hraun bæði í sjó norðan við og sunnan. Loks gaus í Brennisteinsfjöllum, enn austar og nær höfuðborgarsvæðinu, á 10. og 11. öld.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði að íslenska þjóðin væri aðlögunarhæf. „Ef þetta verður nýja normið, þá er það bara þannig.“

Hugsanleg sviðsmynd hraunrennslis milli Keilis og Litla HrútsÁ vef Veðurstofunnar má sjá hugsanlegt hraunrennsli ef eldgos verður milli Keilis og Litla Hrúts, þar sem óróapúlsinn hefur mælst.
Hraunflæðispá Eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands gaf út nýja spá fyrir hraunflæði seinni partinn í dag.

Á vef Víkurfrétta er bein útsending úr vefmyndavél sem staðsett er á skrifstofu fjölmiðilins og beinist í átt að Keili og Fagradalsfjalli. Sjá má útsendingun hér að neðan.

Segir ekki víst að framhald verði á

Ragnar Stefánsson

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir ekki víst að áframhald verði á óróanum eða að kvika nái upp á yfirborðið. „Þetta er útlausn á spennuorku sem hefur verið að hlaðast upp í einhvern tíma vestast á Reykjanesskaganum. Þessi útlausn kemur fram þarna núna síðast í sprungu sem liggur frá suðvestri til norðausturs, þarna fyrir sunnan Keili. Það eru gossprungur í þessa stefnu, goshryggir, sem eru með þessa stefnu, suðvestur-norðaustur stefnu og þetta er í þá stefnu og það er greinilegt að þarna hefur orðið gliðnun um svona sprungu og kvika hefur farið aðeins upp í þessa gliðnun. Það er svo sem ekkert víst að það haldi neitt áfram. Þetta hefur farið að því er mér virðist vera frekar stutt upp í sprunguna. Samt sem áður virðist þessi færsla sem þarna er vera nálægt meters gliðnun, hún náttúrulega hefur áhrif í kringum sig.

Núna er spurningin hvort hvernig þessi áhrif virka, breyta því ástandi sem hefur verið. Það getur orðið aukning í virkni þarna vestast á nesinu eða vestur af Reykjanesinu getur maður ímyndað sér og það á eftir að koma í ljós hvað áhrifin á þessu verða mikil á þessum atburði en það léttir auðvitað á spennu akkúrat þarna í kring þar sem opnunin er en þetta leggst sem lag ofan á plötuskilin þarna. Menn hafa verið með áhyggjur af jarðskjálfta sem gæti orðið þarna á sem við köllum harða kjarnann á svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla. Þar verða nokkuð stórir skjálftar, þeir geta náð stærðinni 6 til 6,5 þar á milli og það hefur verið á síðustu árum mikið álag á þessum kjarna.“

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
4
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár