Offita á Íslandi er mikið vandamál, en samkvæmt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu tróna Íslendingar á toppnum á lista yfir hlutfallslegan fjölda fólks í ofþyngd. Um það bil 27% þjóðarinnar falla undir þann hóp. Stundin ræddi við Tryggva Helgason, barnalækni og sérfræðing í offitu barna, um þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi hér á landi, en offita hjá börnum á Íslandi hefur aukist verulega undanfarin 40 ár. Í dag eru um 6,5 prósent barna sem glíma við offitu og í sumum landshlutum er hlutfall barna sem glíma við offitu allt að 10 prósent.
Tryggvi segir að vandamálið hafi vaxið mjög hratt frá um 1980 til ársins 2000, en þá hafi vöxturinn verið mestur.
Hvernig hefur þyngd barna breyst á Íslandi undanfarna áratugi?
„Þetta er nokkurra áratuga þróun. Í marga áratugi var það þannig að um 1% íslenskra barna mældust með offitu. Frá um 1980 hefur þyngd barna verið …
Athugasemdir