Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og fyrrverandi eiginkona hans, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, skulduðu bæði fyrirtækjum Samherja á Kýpur tugi milljóna króna. Þessar skuldir voru án gjalddaga. Þetta kemur fram í ársreikningum félaga Samherja á Kýpur, Kötlu Seafood Limited og Esju Sefood.
Kveikur í Ríkissjónvarpinu greindi frá því fyrir viku að árið 2016 hefði Þorsteinn Már Baldvinsson skuldað Esju Seafood á Kýpur 210 þúsund Bandaríkjadollara, eða tæplega 24 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma. Um var að ræða vaxtalaust lán án gjalddaga. Athygli vekur að í ársreikningi Esju Seafood árið 2016 er Þorsteinn sagður hafa skuldað félaginu rúmlega 180 þúsund dollara árið 2015 en í ársreikningi félagsins 2015 er þetta lán ekki nefnt.
Um er að ræða sama félag og Samherji notaði til að greiða mútugreiðslur til félags í Dubai í skiptum fyrir hestamakrílskvóta í Namibíu. …
Athugasemdir