Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Sama félag og greiddi múturnar Félagið sem Þorsteinn Már Baldvinsson var með tæplega 24 milljóna króna lán frá árið 2014 er sama félag og greiddi meira en hálfan milljarð króna í mútur til Namibíumannanna sem kallaðir eru „hákarlarnir“. Þorsteinn Már sést hér með þremur þeirra við Hafnarfjarðarhöfn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja,  og fyrrverandi eiginkona hans, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, skulduðu bæði fyrirtækjum Samherja á Kýpur tugi milljóna króna. Þessar skuldir voru án gjalddaga. Þetta kemur fram í ársreikningum félaga Samherja á Kýpur, Kötlu Seafood Limited og Esju Sefood. 

Kveikur í Ríkissjónvarpinu greindi frá því fyrir viku að árið 2016 hefði Þorsteinn Már Baldvinsson skuldað Esju Seafood á Kýpur 210 þúsund Bandaríkjadollara, eða tæplega 24 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma. Um var að ræða vaxtalaust lán án gjalddaga. Athygli vekur að í ársreikningi Esju Seafood árið 2016 er Þorsteinn sagður hafa skuldað félaginu rúmlega 180 þúsund dollara árið 2015 en í ársreikningi félagsins 2015 er þetta lán ekki nefnt. 

Um er að ræða sama félag og Samherji notaði til að greiða mútugreiðslur til félags í Dubai í skiptum fyrir hestamakrílskvóta í Namibíu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimavígi Samherja

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár