Borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýna það aukagjald sem notendur bílastæða Reykjavíkur greiða þegar borgað er með appi í stað mæla Bílastæðasjóðs. Allt að 95 krónur leggjast ofan á bílastæðagjaldið sé EasyPark appið notað til að greiða bílastæðagjöld í stað mælanna.
EasyPark, alþjóðlegt fyrirtæki sem sinnir tæknilausnum í bílastæðamálum í yfir 2.200 borgum, keypti Leggja-appið af fyrirtækinu Já í lok árs 2019. Já hafði áður keypt appið á 60 milljónir króna árið 2017 af því sem ráða má af ársreikningum. Síðan þá hafa bæst við samkeppnisaðilar sem Bílastæðasjóður hefur gert samninga við, en stofnunin hefur ekki haft til skoðunar að hanna eigið app.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, og Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sendu hvor sína fyrirspurnina um málið og voru umsagnir um þær lagðar fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í gær.
Í svörunum frá skrifstofu samgöngustjóra og …
Athugasemdir