Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, hef­ur greint rík­is­stjórn­inni frá því að hann sé með mál­efni Lauga­lands til skoð­un­ar. Hann hyggst funda með hópi kvenna sem þar dvöldu 12. fe­brú­ar næst­kom­andi. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að það muni ráð­ast af mati Ásmund­ar hvort sér­stök rann­sókn fari fram.

Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars
Laugaland til skoðunar Ásmundur Einar hefur upplýst ríkisstjórnina um að hann sé að skoða málefni meðferðarheimilisins Laugalands, að sögn Katrínar. Mynd: Pressphotos.biz / Alþingi

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur upplýst ríkisstjórnina um að hann hafi málefni meðferðarheimilisins Laugalands og lýsingar hóps kvenna á ofbeldi sem þær urðu fyrir þar til skoðunar. Ákvörðun um hvort opinber rannsókn fari fram á rekstri Laugalands mun ráðast af mati Ásmundar á málinu.

Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Katrín svaraði þar fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu Pírata, sem vakti máls á lýsingum sex kvenna, sem stigu fram í síðasta tölublaði Stundarinnar og lýsta því að þær hefðu búið við harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar, forstöðumanns Laugalands á árabilinu 1997 til 2007.

Sara spurði Katrínu hvort hún hyggðist beita sér fyrir því að málefni Laugalands yrðu rannsökuð og hvort ekki væri eðlilegt að þær konur sem þar voru vistaðar fengju greiddar miskabætur vegna þess skaða sem þær hefðu orðið fyrir af dvölinni. Katrín svaraði því til að Ásmundur Einar hefði greint samráðherrum sínum frá því að hann væri með umrædd mál til skoðunar og myndi upplýsa ríkisstjórnina um framvindu þeirrar skoðunar. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hyggst Ásmundur funda með hópi kvenna sem vistaðar voru á Laugalandi 12. febrúar næstkomandi.

„Það mun að sjálfsögðu ráðast af því hvaða mat hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra leggur á málið“
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra

„Háttvirtur þingmaður spyr hér sömuleiðis um það hvort rétt sé að efna til rannsóknar. Nú er það svo að það mun að sjálfsögðu ráðast af því hvaða mat hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra leggur á málið,“ sagði Katrín.

Forsætisráðuneytið hefur, að sögn Katrínar, verið að fara yfir fyrirkomulag rannsókna á frásögnum af harðræði og ofbeldi inni á stofnunum sem rekin hafa verið af hinu opinbera. Sú yfirferð hófst vegna umfjöllunar um málefni vistheimilisins í Arnarholti á síðasta ári. Mun ráðuneytið hafa skilað velferðarnefnd Alþingis minnisblað þar um í dag. Katrín sagði að hægt væri að skipa rannsóknarnefndir Alþingis til að fara yfir slík mál en einnig væri hægt að skipa sérstakar rannsóknarnefndir. Til þess þyrfti þó lagastoð. Hvað þetta tiltekna mál varði sagði Katrín rétt að bíða eftir yfirferð Ásmundar Einars á vettvangi ríkisstjórnarinnar, áður en hún geti sagt til um hver endanleg niðurstaða verði.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
5
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár