Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, hef­ur greint rík­is­stjórn­inni frá því að hann sé með mál­efni Lauga­lands til skoð­un­ar. Hann hyggst funda með hópi kvenna sem þar dvöldu 12. fe­brú­ar næst­kom­andi. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að það muni ráð­ast af mati Ásmund­ar hvort sér­stök rann­sókn fari fram.

Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars
Laugaland til skoðunar Ásmundur Einar hefur upplýst ríkisstjórnina um að hann sé að skoða málefni meðferðarheimilisins Laugalands, að sögn Katrínar. Mynd: Pressphotos.biz / Alþingi

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur upplýst ríkisstjórnina um að hann hafi málefni meðferðarheimilisins Laugalands og lýsingar hóps kvenna á ofbeldi sem þær urðu fyrir þar til skoðunar. Ákvörðun um hvort opinber rannsókn fari fram á rekstri Laugalands mun ráðast af mati Ásmundar á málinu.

Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Katrín svaraði þar fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu Pírata, sem vakti máls á lýsingum sex kvenna, sem stigu fram í síðasta tölublaði Stundarinnar og lýsta því að þær hefðu búið við harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar, forstöðumanns Laugalands á árabilinu 1997 til 2007.

Sara spurði Katrínu hvort hún hyggðist beita sér fyrir því að málefni Laugalands yrðu rannsökuð og hvort ekki væri eðlilegt að þær konur sem þar voru vistaðar fengju greiddar miskabætur vegna þess skaða sem þær hefðu orðið fyrir af dvölinni. Katrín svaraði því til að Ásmundur Einar hefði greint samráðherrum sínum frá því að hann væri með umrædd mál til skoðunar og myndi upplýsa ríkisstjórnina um framvindu þeirrar skoðunar. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hyggst Ásmundur funda með hópi kvenna sem vistaðar voru á Laugalandi 12. febrúar næstkomandi.

„Það mun að sjálfsögðu ráðast af því hvaða mat hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra leggur á málið“
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra

„Háttvirtur þingmaður spyr hér sömuleiðis um það hvort rétt sé að efna til rannsóknar. Nú er það svo að það mun að sjálfsögðu ráðast af því hvaða mat hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra leggur á málið,“ sagði Katrín.

Forsætisráðuneytið hefur, að sögn Katrínar, verið að fara yfir fyrirkomulag rannsókna á frásögnum af harðræði og ofbeldi inni á stofnunum sem rekin hafa verið af hinu opinbera. Sú yfirferð hófst vegna umfjöllunar um málefni vistheimilisins í Arnarholti á síðasta ári. Mun ráðuneytið hafa skilað velferðarnefnd Alþingis minnisblað þar um í dag. Katrín sagði að hægt væri að skipa rannsóknarnefndir Alþingis til að fara yfir slík mál en einnig væri hægt að skipa sérstakar rannsóknarnefndir. Til þess þyrfti þó lagastoð. Hvað þetta tiltekna mál varði sagði Katrín rétt að bíða eftir yfirferð Ásmundar Einars á vettvangi ríkisstjórnarinnar, áður en hún geti sagt til um hver endanleg niðurstaða verði.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu