Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Epísk endurvinnsla um 20 ára samsærið gegn Jóni Ásgeiri

Bók Ein­ars Kára­son­ar um Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er bæði varn­ar- og sókn­ar­rit þar sem fjár­fest­ir­inn ber af sér sak­ir og sótt er gegn ætl­uð­um and­stæð­ing­um hans.. Bók­in er ein­hliða og gagn­rýn­is­lít­il frá­sögn um bar­áttu góðs og ills þar sem við­mæl­end­ur eru flest­ir þekkt­ir stuðn­ings­menn sögu­hetj­unn­ar.

Epísk endurvinnsla um 20 ára samsærið gegn Jóni Ásgeiri
Endurvinnsla með epísku ívafi Flest af því sem kemur fram í í málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eftir Einar Kárason er endurtekið efni enda hefur Jón Ásgeir oftsinnis látið í sér heyra í gegnum árin og sagt sína hlið. Einar setur vörn hans hins vegar í heildstæðan búning með epískum hætti. Mynd: Skeljungur / Hörður Sveinsson

Einar Kárason rithöfundur telur að ýmislegt í sögu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns minni á mál franska gyðingsins Alfreds Dreyfus sem var „ofsóttur af yfirvöldum“ í Frakklandi undir lok nítjándu aldar. Dreyfus var hermaður sem ranglega var sakaður um njósnir fyrir þýska keisaradæmið og dæmdur til fangelsisvistar á eyju í Suður-Ameríku.

Einar nefnir Dreyfus-málið í innganginum að nýrri bók sinni um Jón Ásgeir, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Einn þekktasti rithöfundur Frakka á þeim tíma, Emile Zola, skrifaði fræga varnargrein fyrir Dreyfus sem bar yfirskriftina „Ég ásaka“. Inntakið í greininni var að mál Dreyfusar snerist um gyðingahatur. 

Á endanum var Dreyfus hreinsaður af ásökunum og ákæru  -  málið hafði þá leitt til mikilla deilna í frönsku samfélagi - rétt eins og Jón Ásgeir hefur gert eftir að hafa sætt ofsóknum ríkisvaldsins á Íslandi í 20 ár að mati Einars. Rótin að þessari áratugalöngu atlögu íslenska ríkisins að Jóni Ásgeiri og Baugi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár