Einar Kárason rithöfundur telur að ýmislegt í sögu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns minni á mál franska gyðingsins Alfreds Dreyfus sem var „ofsóttur af yfirvöldum“ í Frakklandi undir lok nítjándu aldar. Dreyfus var hermaður sem ranglega var sakaður um njósnir fyrir þýska keisaradæmið og dæmdur til fangelsisvistar á eyju í Suður-Ameríku.
Einar nefnir Dreyfus-málið í innganginum að nýrri bók sinni um Jón Ásgeir, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Einn þekktasti rithöfundur Frakka á þeim tíma, Emile Zola, skrifaði fræga varnargrein fyrir Dreyfus sem bar yfirskriftina „Ég ásaka“. Inntakið í greininni var að mál Dreyfusar snerist um gyðingahatur.
Á endanum var Dreyfus hreinsaður af ásökunum og ákæru - málið hafði þá leitt til mikilla deilna í frönsku samfélagi - rétt eins og Jón Ásgeir hefur gert eftir að hafa sætt ofsóknum ríkisvaldsins á Íslandi í 20 ár að mati Einars. Rótin að þessari áratugalöngu atlögu íslenska ríkisins að Jóni Ásgeiri og Baugi …
Athugasemdir