Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að hann reki ekki minni til þess að hafa átt fund með stúlku sem lýst hafi fyrir honum harðræði og ofbeldi sem átti sér stað á meðferðarheimilunum í Varpholti og á Laugalandi. Hann kannast lítt eða ekki við að upp hafi komið mál er sneru að meintu ofríki, harðræði eða ofbeldi á þessum meðferðarheimilum og segir að hann geti ekki brugðist við tuttugu ára gömlum atvikalýsingum, hann hafi látið þar af störfum.
Kolbrún Þorsteinsdóttir, ein stúlknanna, sem lýsir dvöl sinni í Varpholti og á Laugalandi undir stjórn Ingjalds Arnþórssonar, hér í blaðinu, lýsir því að árið 2001 hafi hún gengið á fund Braga og sagt honum frá ofbeldinu sem hún upplifði þar. Bragi hafi hlustað, ekkert skrifað niður og svo kvatt hana. „Ekkert gerðist í kjölfarið,“ segir Kolbrún. Þá er skjalfest að þrjár stúlkur sem dvalið …
Athugasemdir