Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega

Bryn­dís Schram seg­ir fólk gleðj­ast yf­ir óför­um annarra þeg­ar rætt er um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar á sam­fé­lags­miðl­um. Fjöldi fólks gæti var­ið hann en um­fjöll­un­in sé „sam­þykkt með þögn heig­uls­hátt­ar­ins“.

Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram Eiginkona Jóns Baldvins segir umfjöllun um Jón Baldvin á samfélagsmiðlum einkennast af „Schadenfreude“. Mynd: MBL

Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir að fólk sem geti borið vitni gegn ásökunum um kynferðislega áreitni af hálfu eiginmanns hennar þori ekki að stíga fram af ótta við ofsóknir eða mannorðsskaða. Hún segir fólk hafa nautn af því að tala um mál hans á samfélagsmiðlum og „baða sig í eigin illsku“.

Þetta kemur fram í grein eftir hana sem birtist á BB.is í dag og ber titilinn „Síðbúinn sannleikur“.

Fjöldi kvenna hefur stigið fram undanfarin ár og sagt frá kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins. Nú síðast 16. janúar stigu þrjár konur fram undir nafni í Fréttablaðinu til að svara fullyrðingum hans um að frásagnir þeirra séu uppspuni. Þá er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur mál þar sem Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu í Salobreña á Spáni strokið utanklæða rass Carmenar Jóhannsdóttur, sem var gestur á heimili hans. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni.

„Daginn þann birtist í Stundinni þaulundirbúin atlaga að mannorði mannsins míns og mínu, þar sem honum er lýst sem ólæknandi kynferðisglæpamanni og mér sem meðvirkri druslu,“ skrifar Bryndís.

„Honum er lýst sem ólæknandi kynferðisglæpamanni og mér sem meðvirkri druslu“

Í nafnlausum frásögnum kvenna á síðunni MeToo Jón Baldvin hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni í tíð sinni sem skólameistari Menntaskólans á Ísafirði í lok áttunda áratugarins, meðal annars að hafa í dimission ferð skólans áreitt kvenkyns nemendur sína nakinn í sundlaug. Fjórar konur sem voru í ferðinni og Stundin ræddi við bera vitni um áreitið.

Segir hóp nemenda ekki þora að andmæla

Í grein sinni birtir Bryndís bréf frá ónafngreindum nemanda úr ferðinni sem muni ekki eftir að hafa séð Jón Baldvin áreita kvenkyns nemendur, heldur hafi hann séð annan kennara gera það. Þá segir Bryndís að fjöldi fólks þori ekki að andmæla sögunni opinberlega.

„Skrumskælingin var með öðrum orðum samþykkt með þögn heigulsháttarins“

„Við vissum ekki, hvaðan á okkur stóð veðrið,“ skrifar hún. „Jón Baldvin hringdi strax í kennara og nemendur, sem voru viðstaddir þessa eftirminnilegu „dimission“. Enginn þeirra vildi kannast við þessa frásögn. Þvert á móti höfðu sumir nemenda orð á því, að þetta hefði verið einn eftirminnilegasti dagur lífsins.

En þegar skólameistarinn spurði, hvort þeir væru reiðubúnir  til að andmæla skrumskælingunni og segja söguna eins og hún var, komu vöflur á mannskapinn. Hópur nemenda bar saman bækur sínar. Og niðurstaðan varð sú, að enginn þorði að andmæla. Hvers vegna ekki? Af ótta við að verða sjálfir fyrir barðinu á ofsóknum öfgafeminista? Einn læknir í hópnum sagði, að biðstofan mundi tæmast, ef hann yrði opinberlega sakaður um  að skjóta hlífisskildi yfir grunaðan kynferðisbrotamann. Skrumskælingin var með öðrum orðum samþykkt með þögn heigulsháttarins.“

Umfjöllun sé sprottin af „Schadenfreude“

Bryndís fjallar í greininni um þau ár þegar hjónin voru búsett á Ísafirði vegna starfs Jóns Baldvins við skólann og minnist hún þeirra með hlýju. „Innst inni er ég einhvern veginn sannfærð um það, að enginn maður á Íslandi – né kona  – trúi því í alvöru, að maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sé ofstopafullur kynferðisglæpamaður, sem níðist bæði á konum og börnum,“ skrifar hún. „Í öllu okkar stríði á undanförnum sextíu árum í sambúð, bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum almennt, var það aldrei inni í myndinni. Við vorum að vísu stöðugt sökuð um alls konar glæpi – svo sem smygl, þjófnað og drykkjuskap – nefndu það – en aldrei um ógeðslegt ofbeldi gagnvart konum eða börnum. Hugarflugið var ekki búið að ná þeim hæðum á þessum árum.“

„Þannig fær fólk útrás fyrir sína eigin gremju, sitt niðurbælda hatur á öllum og öllu“

Telur hún umfjöllun Stundarinnar um málið hafa haft áhrif á minningar þeirra hjóna frá Ísafirði. „Ég held, að þetta fár, þetta skyndilega og ímyndaða hatur, sem um þessar mundir beinist að okkur í samfélagsmiðlum, sé sprottið af því, sem heitir á þýsku “Schadenfreude” – það að gleðjast yfir óförum annarra,“ skrifar hún. „Þannig fær fólk útrás fyrir sína eigin gremju, sitt niðurbælda hatur á öllum og öllu. Það hefur nautn af því að rífa niður mannorð náungans og baða sig í eigin illsku. Skaðagleði heitir það á íslensku.

Maðurinn minn er ekki vondur maður – hann er góður maður. Þú þarft ekki annað en að horfa í augu hans, hlusta á hann tala og kynnast skoðunum hans, til þess að skynja, að hér fer maður, sem ber virðingu fyrir samferðafólki sínu, hvort sem um konu eða karl er að ræða. Einlægur jafnaðarmaður, sem fer ekki í manngreinarálit, þykir vænt um fólk. Nú er það orðinn glæpur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár