Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega

Bryn­dís Schram seg­ir fólk gleðj­ast yf­ir óför­um annarra þeg­ar rætt er um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar á sam­fé­lags­miðl­um. Fjöldi fólks gæti var­ið hann en um­fjöll­un­in sé „sam­þykkt með þögn heig­uls­hátt­ar­ins“.

Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram Eiginkona Jóns Baldvins segir umfjöllun um Jón Baldvin á samfélagsmiðlum einkennast af „Schadenfreude“. Mynd: MBL

Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir að fólk sem geti borið vitni gegn ásökunum um kynferðislega áreitni af hálfu eiginmanns hennar þori ekki að stíga fram af ótta við ofsóknir eða mannorðsskaða. Hún segir fólk hafa nautn af því að tala um mál hans á samfélagsmiðlum og „baða sig í eigin illsku“.

Þetta kemur fram í grein eftir hana sem birtist á BB.is í dag og ber titilinn „Síðbúinn sannleikur“.

Fjöldi kvenna hefur stigið fram undanfarin ár og sagt frá kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins. Nú síðast 16. janúar stigu þrjár konur fram undir nafni í Fréttablaðinu til að svara fullyrðingum hans um að frásagnir þeirra séu uppspuni. Þá er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur mál þar sem Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu í Salobreña á Spáni strokið utanklæða rass Carmenar Jóhannsdóttur, sem var gestur á heimili hans. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni.

„Daginn þann birtist í Stundinni þaulundirbúin atlaga að mannorði mannsins míns og mínu, þar sem honum er lýst sem ólæknandi kynferðisglæpamanni og mér sem meðvirkri druslu,“ skrifar Bryndís.

„Honum er lýst sem ólæknandi kynferðisglæpamanni og mér sem meðvirkri druslu“

Í nafnlausum frásögnum kvenna á síðunni MeToo Jón Baldvin hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni í tíð sinni sem skólameistari Menntaskólans á Ísafirði í lok áttunda áratugarins, meðal annars að hafa í dimission ferð skólans áreitt kvenkyns nemendur sína nakinn í sundlaug. Fjórar konur sem voru í ferðinni og Stundin ræddi við bera vitni um áreitið.

Segir hóp nemenda ekki þora að andmæla

Í grein sinni birtir Bryndís bréf frá ónafngreindum nemanda úr ferðinni sem muni ekki eftir að hafa séð Jón Baldvin áreita kvenkyns nemendur, heldur hafi hann séð annan kennara gera það. Þá segir Bryndís að fjöldi fólks þori ekki að andmæla sögunni opinberlega.

„Skrumskælingin var með öðrum orðum samþykkt með þögn heigulsháttarins“

„Við vissum ekki, hvaðan á okkur stóð veðrið,“ skrifar hún. „Jón Baldvin hringdi strax í kennara og nemendur, sem voru viðstaddir þessa eftirminnilegu „dimission“. Enginn þeirra vildi kannast við þessa frásögn. Þvert á móti höfðu sumir nemenda orð á því, að þetta hefði verið einn eftirminnilegasti dagur lífsins.

En þegar skólameistarinn spurði, hvort þeir væru reiðubúnir  til að andmæla skrumskælingunni og segja söguna eins og hún var, komu vöflur á mannskapinn. Hópur nemenda bar saman bækur sínar. Og niðurstaðan varð sú, að enginn þorði að andmæla. Hvers vegna ekki? Af ótta við að verða sjálfir fyrir barðinu á ofsóknum öfgafeminista? Einn læknir í hópnum sagði, að biðstofan mundi tæmast, ef hann yrði opinberlega sakaður um  að skjóta hlífisskildi yfir grunaðan kynferðisbrotamann. Skrumskælingin var með öðrum orðum samþykkt með þögn heigulsháttarins.“

Umfjöllun sé sprottin af „Schadenfreude“

Bryndís fjallar í greininni um þau ár þegar hjónin voru búsett á Ísafirði vegna starfs Jóns Baldvins við skólann og minnist hún þeirra með hlýju. „Innst inni er ég einhvern veginn sannfærð um það, að enginn maður á Íslandi – né kona  – trúi því í alvöru, að maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sé ofstopafullur kynferðisglæpamaður, sem níðist bæði á konum og börnum,“ skrifar hún. „Í öllu okkar stríði á undanförnum sextíu árum í sambúð, bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum almennt, var það aldrei inni í myndinni. Við vorum að vísu stöðugt sökuð um alls konar glæpi – svo sem smygl, þjófnað og drykkjuskap – nefndu það – en aldrei um ógeðslegt ofbeldi gagnvart konum eða börnum. Hugarflugið var ekki búið að ná þeim hæðum á þessum árum.“

„Þannig fær fólk útrás fyrir sína eigin gremju, sitt niðurbælda hatur á öllum og öllu“

Telur hún umfjöllun Stundarinnar um málið hafa haft áhrif á minningar þeirra hjóna frá Ísafirði. „Ég held, að þetta fár, þetta skyndilega og ímyndaða hatur, sem um þessar mundir beinist að okkur í samfélagsmiðlum, sé sprottið af því, sem heitir á þýsku “Schadenfreude” – það að gleðjast yfir óförum annarra,“ skrifar hún. „Þannig fær fólk útrás fyrir sína eigin gremju, sitt niðurbælda hatur á öllum og öllu. Það hefur nautn af því að rífa niður mannorð náungans og baða sig í eigin illsku. Skaðagleði heitir það á íslensku.

Maðurinn minn er ekki vondur maður – hann er góður maður. Þú þarft ekki annað en að horfa í augu hans, hlusta á hann tala og kynnast skoðunum hans, til þess að skynja, að hér fer maður, sem ber virðingu fyrir samferðafólki sínu, hvort sem um konu eða karl er að ræða. Einlægur jafnaðarmaður, sem fer ekki í manngreinarálit, þykir vænt um fólk. Nú er það orðinn glæpur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár